Vikan


Vikan - 22.09.1960, Blaðsíða 20

Vikan - 22.09.1960, Blaðsíða 20
ORÐSENDING til lesenda biaðsins. í birtingu framhaldssögunnar hafa orðið á leiðinleg mistök, þannig að ruglast hafa nokkr- ir kaflar sögunnar og ekki birzt í réttri röð. Samhengið í sögunni er þannig: Eftir 2. hluta (34. blað) lesist: „Hún hló uppgerðarhlátri ...“ í 37. línu, fyrsta dálki í 4. hluta (36. blað). Síð- an kemur 5. hluti (í síðasta blaði) og svo 3. hluti (35. biaði) að viðbættum fyrstu 36 lín- unum í 4. hluta (36. blaði). Og þá er komið að 6. hluta, sem birtist svo hér. Þessi mistök eru óafsakanleg, en viljum við samt reyna að biðja lesendur vora velvirðingar á þessu slysi og vonum að þeir nái réttum þræði þessarar spennandi sögu á nýjan leik. „Þér munið kannski eftir náunganum, sem var svo einstaklega heppinn við spilaborðið," hélt ég áfram, „náunganum, sem vann sjötiu þúsund doll- ara í Höggormsauganu, og fékk blýkúlu í haus- inn að launum fyrir ómak sitt.“ „Ég var ekki á neinn hátt við það mál riðinn," svaraði Fietcher þreytulega. „Það kemur alltaf öðruhvoru fyrir að einhver hafi heppnina með sér. Annars mundi ekki heldur neinn leggja stund á fjárhættuspil." „Framámenn spilavítahringsins eru nú samt þeirrar skoðunar, að þér hafið haft hönd í bagga með honum," maldaði ég í móinn. „Að minnsta kosti þessi Fulton — þér hljótið að kannast við hann.“ „Nú hefur lekið hjá einhverjum úr innsta hring,“ varð Johny Torsh að orði. Fletcher gaf honum hornauga, sem nægði til þess að hann steinþagði. Síðan leit hann aftur á mig. „Ég minnist þess ekki að neitt það hafi gerzt i Las Vegas, sem yður kemur við," mælti hann. „Sé hægt að rekja rætur morðsins á Lindu Scott að einhverju leyti til þeirra atburða, koma þeir mér við,“ svaraði ég. „Og ég er viss um að svo muni vera.“ „Ekki get ég gert að því þótt þér álítið það“ Hann yppti öxlum eins og í ráðaleysi. „Ég hef verði að brjóta heilann um þetta," sagði ég. „Og þvi meir, sem ég hugsa málið, verð ég vissari um að þér hafið staðið á bak við það, sem gerðist." „Hvað eigið þér við?" spurði hann kuldalega. „Að þér hafið krækt í þessi sjötíu þúsund dollara frá spilavítahringnum," svaraði ég rólega. „E'ruð þér genginn af göflunum maður. Nei, ég er öldungis saklaus af öllu sliku ...“ „Allt í lagi,“ mælti ég vingjarnlega. „Þér eruð þá öldungis saklaus af því — en þeir í spilavíta- hringnum halda að þér séuð það ekki, og það er engu betra. Og setjum sem svo, að þér hafið staðið á bak við þetta. Þá hlytu báðar stúlkurnar — tálbeiturnar — að hafa verið í vitorði með yður. Johny sennilega líka." „Hvers vegna má ekki þagga niður í honum, húsbóndi?" spurði Johny skrækri röddu. „Sama hvort hann er lögga eða ekki lögga — við eigum ekki að Þola honum annað eins orðbragð .. 20 ,,Þegiðu,“ mælti Fletcher harkalega. „Ef þú þolir ekki að hlusta á hann, geturðu farið út ...“ „Eg held ég verði kyrr,“ tuldraði Johny. „Kannski það sé bezt að hlæja að öllu saman. Taka því sem fyndni, ha?“ „Og þá hefðuð þér undir höndum sjötiu þúsund dali, sem þér gætuð þó ekki hagnýtt yður,“ hélt ég áfram. „Og það væri ekki einu sinni á það hættandi að þið skiptuð þeim með ykkur, því að forráðamenn spilavitahringsins mundu þegar komast komast að því, ef eitthvert ykkar tæki að sóa þeim. Og svo er nú Þetta að Linda Scott er úr sögunni." „Til hvers eruð þér að lesa þetta yfir mér?“ spurði Fletcher. „Er það kannski ætlunin að hræða mig til að meðganga morð, sem ég hef ekki framið?“ „Ég hélt kannski að þér hefðuð áhuga á að vita hvernig ég reikna dæmið. Ég geri ráð fyrir, að um tvennt sé að ræða, sem ástæðu þess að Linda Svott var myrt. Annaðhvort hafa Þeir I spilavítahringnum verið sannfærðir um að þið hafið beitt þá brögðum, myrt Lindu Scott I hefnd- arskyni og ætla ykkur hinum síðan að fara sömu leiðina — eða þér hafið myrt hana af ótta við að hún kynni að gerast helzt til opinská við þá, til þess að koma sjálfri sér úr klípunni." Fletcher kveikti sér i öðrum vindlingi. „Nokkuð annað, sem þér hafið að segja?" „Hafi forráðamenn spilavítahringsins ráðið morðinu á henni,“ mælti ég enn, „mega dagar yðar heita taldir. Og hvort heldur sem er, þá eru nú nægar líkur fyrir hendi til að taka yður fastan." „Hvernig í fjandanum farið þér að því að fá þá útkomu úr dæminu?" „Athugið allt það, sem gerðist í Las Vegas. Þér eruð ekki neipn skynskiptingur, Fletcher; þér hljótið því að sjá þetta sjálfur. Þið voruð fjögur, sem vissuð það, að eina leiðin til að bjarga þér frá að vera myrtur, var sú að sannfæra Þá í spila- vítahringnum um að þér hefðuð ekki komizt yfir þessi sjötíu þúsund. Linda Scott var óneitanlega veikasti hlekkurinn í bjargfesti yðar. Það hittist nefnilega svo á, að hún var nákominn ættingi lögreglustjórans hérna og tíður gestur á heimili hans. Þá og þegar gátu taugar hennar bilað, og færi svo að hún tryði frænda sínum fyrir öllu saman, eða bæðist vægðar af spilavítahringnum, munduð þið hin hafa séð ykkar sæng uppreidda. Þér urðuð því að ganga svo frá henni, að þér þyrftuð ekkert að óttast af hennar hálfu.“ „Þetta er lygi,“ hvæsti Fletcher, náfölur í vöngum. „Þér hafið fjarvistarsönnun, sem byggist ein- göngu á vltnisburði Johny Torch. Að slíku mundi verða hlegið í réttinum. Starfsfólkið i veitingahús- inu mælir meira að segja gegn þessari fjarvistar- sönnun yðar.“ „Þið eruð að reyna að koma sökinni á mig,“ mælti Fletcher hranalega. „Þessi bölvaður lög- reglustjóri hatar mig, vegna þess að ég gerði honum tilboð .. „Ég ætla að veita yður tækifæri, Fletcher, enda þótt ég skilji ekki sjálfur hvað að mér getur gengið til þess. Yður hlýtur að vera kunnugt um það, að forráðamenn spilavítahringsins hafa séð svo um að haft yrði á yður vakandi auga. Ef til vill hafa það verið leiguþý þeirra, sem myrtu Lindu Scott, og ef til vill hafa þeir þegar ákveðið að myrða ykkur öll. Ég er reiðubúinn að láta það til mín taka.“ „Hvað eruð þér eiginlega að fara?“ „Ég þarf að vita hver er umboðsmaður spila- vítahringsins hér í borginni?" svaraði ég. Hann reis úr sæti sínu og gekk hægum skrefum út að glugganum. „Segðu honum það ekki fyrir nokkurn mun, húsbóndi," gall Johnny Torch við og var auð- heyranlega mikið niðri fyrir. „Hann er einungis að reyna að gabba þig. Hann ...“ Fletcher greiddi honum þungt högg fyrir neðan bringsmalir. Johny kiknaði, en rétti samt úr sér og komst fram í baðherbergið og snörlaði i honum. Fletcher strauk hendinni um ennið. „Mér er ekki nokkur leið að hugsa skipulega, þegar þessi strákasni er sífellt að trufla mig,“ sagði hann. „Ég skal rifja upp fyrir yður hvernig málin standa,“ mælti ég. „Annaðhvort segið þér mér hver þessi náungi er, eða ég tek yður fastan." „Það hafið þér þegar tekið fram að mig minia- ir.“ Hann hugsaði sig um stundarkorn og starði á mig myrkum augum. „Þá það,“ sagði hann loks. „Ég skal segja yður hvaða náungi þetta er. Hann heitir Salter. Hugo Salter og hefur skrifstofu í stórhýsi Connington vátrygginga- félagsins." „Þarf hann skrifstofu við til þess að hafa gát á yður?“ „Hann þarf að hafa einhverja löglega starfsemi með höndum til að breiða yfir hið raunverulega starf sitt,“ svaraði Fletcher þreytulega. „Hann heimsótti okkur strax fyrsta daginn, sem við komum hingað, kynnti sig og skýrði okkur frá þvi að hann mundi hafa vakandi auga á öllu okkar atferli. Þessháttar bragð er víst einskonar tauga- stríð, eða hvað það er kallað." „Gott,“ svaraði ég og reis á fætur. „Og enn eitt — var það Johny, sem skaut þennan heppna spilafugl í hausinn nóttina góðu?“ „Ég veit ekki einu sinni um hvað þér eruð að tala,“ svaraði hann þreyttum rómi. „Væri ég i yðar sporum, vildi ég ekki eiga líf mitt undir hálfvitlausum galgopa eins og honum,“ varð mér að orði. „Þér lítið ekki út fyrir að hafa sofið sérlega vært undanfarnar nætur, Fletcher." „Ég sef eins og steinn. Og það er allt í lagi með Johny. Hann bara lætur svona, ef hann verð- ur æstur. Það er allt og sumt.“ Ég hélt á brott, settist inn í bil minn og ók eins og leið lá þangað, sem stórhýsi Connington vátryggingafélagsins stóð. Skrifstofa Salters var á sjöundu hæð, stóð á upplýsingaspjaldinu. Þar stóð líka að hann ræki innflutningsverzlun. Það mundi vera kynlegur innflutningur, hugsaði ég með sjálfum mér. Þegar ég gekk inn í ytri skrifstofuna, hitti ég fyrir ljóshærða stúlku, sem sat og skrifaði á rit- vél. Hún var klædd nærskornum, svörtum kjól, sem var álíka eggjandi og hún sjálf. „Get ég fengið að tala við herra Salter?" spurði ég. „Hvern má ég tilkynna, með leyfi að spyrja?" „Wheeler leynilögreglumann," svaraði ég hik- laust. Það var eins og bros hennar stirðnaði eitt and- artak. „Ég skal tilkynna honum það,“ svaraði hún YIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.