Vikan


Vikan - 22.09.1960, Blaðsíða 21

Vikan - 22.09.1960, Blaðsíða 21
samt og tók talnemann. „Viljið þér ekki gera svo vel að fá yður sæti?“ „Þvi ekki það,“ varð mér að orði. Ég var varia seztur, þegar hún tilkynnti mér, að Salter vildi þegar veita mér viðtal. Ég gekk rakleitt að dvrum einkaskrí^'-ofu hans. drap létt högg á hurðina og gekk p'ðin inn. Þetta var snvrtilegasta skrifstofa, búin glæsilegum hús- gögnum og herra Salter var í stíl við þau. Hann hafði þykkt, grátt hár, andlitið hraust- legt og brúnað af sól. klæði hans fóru honum vel. Hann reis úr sæti sínu og heiisaði mér alúðlega með handabandi „Gerið svo vel að setjast, herra leynilögreglumaður." mælti hann. ,.Hvað get ég gert fvrir yður. Það hefur ekki gerst oft, að lögreglan heiðraði mig með heimsókn sinni. Satt að segja er þetta í fyrsta skiptið, og það liggur við að ég sé forvitinn." „Hafið þér nokkuð afráðið enn hvað þér eigið að gera við Fletcher og hans fólk?“ spurði ég og tók mér sæti. Hann setti upp sakleysissvip og lézt ekki skiija neitt í néinu. „Mér þykir það leitt, en ég hef ekki hugmynd um hvað þér eruð að fara,“ sagði hann ,.Ég er dálitið þreyttur þessa dagana, herra Salter. Og auk þess er ég óbolinmóður að eðlisfari, og þess vegna lítið fvrir ólíkindalæti," varð mér að orði. „Ég mundi að sjálfsögðu ekki taka einka- ritaranum yðar það illa upp, skiljið þér, en það er annað mál. Þér eruð fulltrúi spilavítahrings- ins i Las Vegas, en fnrráðamenn hans hafa Fletcher og hjú hans grunuð um að þau hafi stolið sjötíu þúsund dollurum af sér. Hlutverk yðar er svo — meðal annars — í bví fólgið að komast að raun um hvort svo sé eða ekki. Og nú langar mig til að vita hvort þér hafið tekið nokkra ákvÖrðun í málinu." Salter hristi höfuðið. „Þetta er í fáum orðum sagt, einhver sú furðulegasta saga. sem ég hef nokkurntíma heyrt, herra leynilögreglumaður. Eruð þér viss um að hér sé ekki um einhver mis- grip á mönnum að ræða? Ég á við, að Það kunni að vera einhver annar hér í borginni, sem ber sama nafn.“ „Látum svo vera," svaraði ég. „Við skulum Þá athuga það nánar. Þér heitið Hugo Salter og leggið stund á innflutningsverzlun, er ekki svo?" „Jú, rétt er það." „Hvað flytjið þér inn?" „Ýmislegt. herra leynilögreglumaður. Einkum þó ljósmyndatæki." „Þér hafið bevrt um morðið á Lindu Scott?" „Vitanlega. Ég les dagblöðin, svo ég komst ekki hjá því." „Hvar voruð þér kvöldið, sem morðið var framið?" „Muni ég rétt. þá mun ég hafa verjð staddur hér í skrifstofunni." svaraði hann og lét sér hvergi bregða. „Vann dálítið lengi fram eftir; það var nýkomin vörusending. og ýmislegt, sem þurfti að athuga í því sambandi. Og það vill svo vel til, að einkaritarinn minn var hérna lika." „Það kemur mér ekki á óvart," varð mér að orði. „Þér verðið að afsaka, en mér fellur ekki hvernig þér hagið orðum yðar, herra leynilög- reglumaður.“ „Það er sennilega uppeldi mínu að kenna," svar- aði ég. „Faðir minn sæll hafði drynjandi brenni- vínsbassarödd og móðir mín var vön að segja að tilhugalíf þeirra hefði verið einn ástarsöngur. Jæja, það er tvennt til, hvað morð þetta snertir. Annað er það, að Howard Fletcher hafi myrt hana, hitt — að forráðamenn spilavítahringsins hafi tekið þá ákvörðun, að hún skyldi ráðin af dögum. Og ef svo er, þá er það fulltrúi þeirra hér í borg, sem hefur séð um framkvæmdirnar." „Ég hef ekki minnztu hugmynd um það enn hvað þér eruð að fara," sagði hann, og var sak- leysið sjálft. „Ég efast ekki um það," sagði ég. „En setjum nú sem svo, herra Salter, að eitthvert þeirra þriggja, sem eftir eru, verði myrt, þá mundi það óneitanlega sanna þá tilgátu, að það væru forráðamenn spilavítahringsins, sem að þessum verkum stæðu." Hann leit á mig, en mælti ekki orð. Ég reis á fætur og hélt til dyra. „Jú, ég geri ráð fyrir að hér sé um misgrip á mönnum að ræða,“ sagði ég. „Það hlýtur að vera einhver annar hér í borg- inni, sem einnig ber þetta nafn. Bf svo skyldi fara, að þér rækjust á hann, ætla ég að biðja yður að gera mér viðvgrt.11 „Bíðið aðeins við,“ mælti hann dálitið hrana- lega. Ég leit á hann um öxl. „Já?“ spurði ég, I „Þér eruð leynilögreglumaður?" „Rétt tilgetið." „Þér hafið með höndum rannsókn á morðinu á Lindu Scott?“' „Enn getið þér rétt til.“ „Þér hafið ekki neinn sérstakan áhuga ák. inn- flutningsverzlun — þér skiljið hvað ég á við?" „Ég hef einungis áhuga á að finna morðingj- ann,“ svaraði ég. Hann studdi olnbogunum á borðið. Neri saman höndunum. „Þá get ég ef til vill veitt yður nokkr- ar upplýsingar, sem að gagni mega koma. Svarið er nei — forráðamennirnir hafa ekki tekið neina ákvörðun enn.“ „Þakka vður fyrir," svaraði ég. „Og bó beir hefðu gert það." mælti hann enn, „þá þöri ég að fullvrða, að þeir hefðu aldrei beitt slíkum hrottaskap." „Gleður mig að heyra það,“ sagði ég. „Sæiir, herra Salter . . .“ „Verið þér sælir, herra leynilögreglumaður," sagði hann. „Wheeler — sögðust þér ekki heita það?“ „Jú. rétt er það." „Það þarf ég að muna," varð honum að orði. „Það er einn af kunningjum mínum, sem ég veit að hefur mjög gaman af að heyra, að það skuli vera levniiögreglumaður hér í borginni, sem heitir því nafni." „Þessi kunningi yðar skyldi Þó ekki heita Max?“ spurði ég. „Jú, ég held nú bað.“ Og nú brosti hann. „Mér hefur verið sagt, að hann hafi komið heim í spila- vítið klukkan að ganga hálfátta um morguninn." „Vonandi við beztu heilsu," sagði ég. „Ég er ekki frá því, að honum hafi verið hroll- kalt," tautaði Salter og brosti gleitt. „Og þreyttur í fótunum ...“ SJÖUNDI KAFLI. „Þú stóðst ekki lengi við í Las Vegas," varð Annabellu að orði. „Þú hefur vitanlega tapað hverjum skildingi strax fyrsta kvöldið." „Ég kynntist henni Gabriellu," svaraði ég. ég undirf’urðulega. „Það Iíður varla á löngu áður en hann rýkur í að slátra alikáifinum. Ég ætla að vona að þú sért ekki að megra þig Þessa dagana." Hún greip eftir stórrí reglustiku á borðinu, en ég hraðaði mér inn til lögreglustjórans og skellti hurð að stöfum á hæla mér. Það lá við sjálft að Lavers heílsaði mér irieð brosi. „Það er gott að þér eruð komínn aftur,“ sagði hann. „Þeíta er Schafer, fréttarítarí víS Tribune." Schafer gerði sér upp einskonar bros, „Við; þekkjumst þegar," varð honum að orði. „Hvernig miðar rannsókninni?" „Heldur í áttina," svaraði ég. „Schafer virðist þeirrar skoðunar, að henni miðí samt ekki nógu hratt i áttina," mælíí Lavers. „Hafið þið komist að einhverju, sem málE skiptir," mælti Schafer, „mundi ég gjarna viljá fSi fréttir af því. En svo virðist ekki vera. RitsXjórinni fylgdist með gangi málsins af miklum áhuga. Hanm er þeirrar skoðunar, að almenningur eigi heímt- ingu á að . . .“ „Það vill svo til að mér er kunnugt um skoð- anir hans," svaraði ég. „Hann sagði mér þær sjálfur." Schafer yppti öxlum og sneri máli sínu að lög- reglustjóranum. „Okkur er það mikið áhugamál'. að hafa samvinnu við ykkur," sagði hann. „Em ég hef hins vegar grun um, að þér æskið ekki neinnar samvinnu. Afstaða Wheelers virðist að>' minnsta kosti gefa það til kynna." Lavers ók sér í sætinu eins og honum væri ekki rótt. „Ekki vil ég nú segja það beinljnis, að við> teljum slíka samvinnu óæskilega," maldaði hann i móinn „E’ins og stendur er Wheeler leynilög- reglumaður önnum kafinn og þreyttur — eins og við raunar allir, og ...“ „Og þar að auki er það dálítið örðugt að hafa samvinnu við menn, sem liggja sjálfir undir grun,“ botnaði ég setninguna. Frænka Iögreglustjórans í Pine City finnst myrt á dyraþrepinu heima hjá honum og felur hann leynilögreglu- manninum Wheeler, rannsókn málsins. Vitað er að sú myrta hefur vreið á snærum spilavítiseiganda, er dvelst nú sem flóttamaður í Pine City og fellur þegar grunur á hann um morðið. Wheeler þykist fljótt sjá, að lykilinn að lausn gátunnar muní helzt að finna í Las Vegas, bregður sér þangað, en eigandi „Höggormsaugans“ sendir vopnaðan „starfsmanu^ með hann út á fugvöll, að hann hafi sig á brott. Wheeler tekst þó með hörkubrögðum að snúa hann af sér, heldur aftur inn í borgina, þar sem hann hefur mælt sér mót við nektarsýningarmærina, Gabriellu, sem þekkir ýmis leyndarmál spilavítisins, og verður kært með þeim, síðan snýr Wheeler aftur heim til Pine City og beinir nú rannsókn- inni sér í lagi að Rex nokkrum Schafer blaðamanni. „Dóttur erkiengilsins, eða hvað? Það er nýtt ef þú ferð að leggja lag þitt við englakyn." „Hún er að minnsta kosti eins og engill — nema þetta, að hún er kvenmaður í fyllstu merkingu þess orðs." Annabella tók að hamra á ritvélina. „Það leiðir svo sem af sjálfu sér, að þú hafir ratað í fangið á einhverri kvensniftinni. Þú átt vanda til Þess, ef ég man rétt.“ „Þú veizt hvernig mér líður í nálægð kvenna," varð mér að orði. „Ég veit það. Þú mátt bókstaflega ekki pils sjá.“ „Er lögreglustjórinn viðstaddur?" spurði ég. „Það er einhver inni hjá honum þessa stund- ina,“ svaraði Annabella. „Ef þér er það mjög í mun, skal ég gera honum aðvart um komu þína, þótt ég búist ekki við að hann geri bein- línis að hlaupa upp um hálsinn á þér.“ „Segðu honum það samt. Ég hef hvort eð er ekkert að missa nema stöðuna." Hún tók talnemann og sagði nokkur orð við húsbóndann. Sneri sér síðan að mér. „Hann biður þig að koma að máli við sig tafarlaust," sagði hún. „Hann hlýtur að vera genginn af göflunum. Ég heyrði ekki betur en að hann fagnaði komu þinni, svei mér þá.“ „Hann lítur á mig sem glataða soninn," svaraði Lavers setti dreyrrauðan. Hann glápti orðlaus á mig. „Hef ég ekki rétt að mæla, lögreglustjóri ?“ spurði ég afar hæversklega. „Schafer liggur jú enn undir grun. Okkur er kunnugt um að hann var náinn vinur þeirrar myrtu. Þarna gæti verið um afbrýði eða ástríðumorð að ræða.' Slíkt er aldrei að vita.“ Schafer reis seinlega úr sæti sínu. „Ég geri ráð fyrir að þessi orð séu fyrst og fremst sögð til að koma hér hjá beinum svörum," mælti hann. „En hvort sem ég ligg undir grun eða ekki, þá er ég þó starfsmaður við stærsta dagblað í borg- inni, herra lögreglustjóri Og ef þér teljið samvinnu við okkur óæskilega, þá vill ritstjórinn gjarna fá að vita ástæðuna — skriflega." Að svo mæltu strunsaði hann út úr skrifstofunni og skellti hurð- inni að stöfum á hæla sér. Ég tók mér sæti í stólnum, þar sem hann hafðí setið, kveikti mér í vindlingi og fór mér ekki óðs- lega að neinu. „Ég bað yður að koma að máli við okkur, vegna þess að ég gerði mér vonir um að þér munduð koma mér til aðstoðar," mælti Lavers þreytulega. „Hafið þér aldrei heyrt minnzt á lægni, Wheeler?" „Jú, það yill svo til.“ ,,Því i ósköpunum beittuð þér þá ekki svolítilli Framhald í næsta blaði. 81 yiKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.