Vikan


Vikan - 22.09.1960, Blaðsíða 23

Vikan - 22.09.1960, Blaðsíða 23
 . ,.;i: VIKAN H.F. Riistjóti: Hiisíjörn t>g auglýsingar: Gísii Sigurðsson (úbnt.) Skipliolti Augtj.singasiióri: Sirnar: 35320, 35321, 35322. Ásbjörn Ma$ru«sson Pó.silióif 149. Framkvæmdasijóri; Afgreiðsla og dreifing: Hilmar Á. Krisíjúasson Ðlaðadréifing, Miklubraut 15, stmi 15017' Verð i lausasölu kr. 15, ÁsknftarverS i:r Preníun: Hilmir h.f. 200 kr. ársþriðjunysíega. ðis! fyrlr-frrr^ .My;iua;aót: Áiyndamóí h.f. í næsta blaði verður m. a.: ♦ „Ég vorkenni þessum vesalingum“. — Vikan heim- sækir Jón Helgason prófessor, á Árnasafn í Höfn. Myndir þaðan og viðtal við Jón. ♦ Mikill bölvaður refur er læknirinn. — Draugasaga eftir Davíð Áskelsson. + 2. hluti verðlaunakeppninnar. Nýtízku stofuhúsgögn frá Skeifunni í boði. ^ Brugðið á leik. — Ferðaþættir eftir Óskar Aðalstein. 4 Er nægjusemi dyggð. — Eftir dr. Matthías Jónasson. + Einbýlishús á Eiksmörk. SPÚTNIK-SKOT. Nú getið þið æft ykkur í að skjóta spútnikum, því að hér á myndinni er einn slíkur sem staðsettur er í horninu neðst til hægri, en á að komast inn í miðpunkt völundarhússins sem virðist ákaflega villugjarnt. Miðpunkturinn er merktur með X. Þið megið ekki vera nema 3 mín. á leiðinni, hvergi fara í gegn um strik og aldrei fara sömu leiðina nema einu sinni. VI K A N % luítiú^ •V.V.V. •V.V.V.V. V.V.V.V. V.V.V.V.! Hrútsmerkiö (21. marz—20. apr.): Vikan verður þér einkar heilladrjúg. Þú munt þykjast fær i flestan sjó, og allt bendir til þess, að einmitt nú sért þú fær um að leysa verkefni það, sem þú hefur ekki ráðið við til þessa. Varaztu samt að gera ekki á hlut ann- arra með gerðum þínum. Kvöldin verða allflest óvenju- skemmtileg, einkum þó um eða eftir helgina. Nautsmerkiö (21. apr,—21. maí): Þú virðist ekki eins iðinn við vinnu þina og undanfarið. Reyndu að að taka á þig rögg og reyna að skapa sem mesta fjölbreytni á vinnustað. Þú skalt ekki halda, að það sé þér ógerningur. Þú verður beðinn að leysa úr vandamáli nokkurra kunningja þinna, en stjörnurnar ráðleggja þér að skipta þér sem minnst af því máli. Tvíburamerkiö (22. maí—21. júní): Reyndu að sýna Þolinmæði í vikunni, því að allt bendir til þess að ýmislegt smávægilegt muni angra Þig. Vertu þess ____minnugur, að það er lítilmannlegt að láta Þunglyndi og vonleysi gagntaka sig vegna smámuna einna. Þú munt gera dálítið í vikunni, sem ekki virðist skipta miklu í fyrstu, en í næstu viku mun árangur þessa koma í ljós, þér til mikillar ánægju. Heillalitur blátt. KrábbamerkiÖ (22. júní—23. júlí): Óvænt stefnumót verður til þess að vikan verður allt öðruvisi en á horfðist. Þér verður að líkindum komið hressilega á óvart nokkrum sinnum í vikunni, þannig að þessi vika verður i öllu frábrugðin fyrri vikum. Á laugar- daginn fá margir svar við mikilvægri spurningu. Bak við tjöld- in er eitthvað að gerast, sem snertir þig, og munt þú njóta góðs af innan síðar. Heillataia 9. Ljónsmerkið (24. júlí—23. ág.): Þig hefur lengi lang- að til þess að gera dálítið, sem þú telur arðvænlegt, en ekki þorað að ieggja í nein stórræði. Nú virðist 'virðist einmitt tíminn til þessa, því að stjörnurnar eru þér óvenju hliðhollar í vikunni. Um helgina kynnist þú manni eða konu, sem gæti orðið til þess aö framtíð • þín breytist til hins betra, ef þú heldur rétt á kortunum. Meyjarmerkiö (24. ág.—23. sept.): Þér myndi verða miklu meira úr verki ef þú beindir athygli þinni að aðeins einu verkefni í stað þess að ráðast i fjölda verkefna, sem verða þér ofviða fyrr en varir. Þér berast harla ótrúlegar fréttir um helgina, en þú get- ur reitt þig á, að þær hafa algerlega við rök að styðjast. Heim- ilisvandamál leysist á óvenjulegan hátt, að nokkru leyti fyrir þitt tilstilli. Heillatala 5. Vogarmerkiö (24. sept.—23. okt.): Heimboðið, sem þú færð i vikunni er dálítið varhugavert. Þú skalt samt ekki hafna því, en fara þó að öllu með gát og sér- staklega gæta tungu þinnar í samkvæminu. Vikan verður annars skemmtileg en ekki að sama skapi „ódýr“, því að peningaútlát eru óumflýjanleg. Þessi ókunni maður, sem hefur komið lítillega við sögu þína undanfarið er ekki allur þar sem hann er séður. Heillatala 4. ______ Drekamerkiö (24. okt.—22. nóv.): Peningar munu valda þér einhverjum áhyggjum í vikunni, en þú þarft þó engu að kvíða, því að eftir helgina rætist úr öllu. Fyrir alla muni skaltu ekki ganga á bak orða þinna. Þú verður að standa við það sem þú lofaðir kunningja þínum í fyrri viku, ef þú vilt ekki hljóta verra af. Fimmtudagurinn skiptir þig miklu. Bogmaðurinn (23. nóv.—21. des.): Vikan verður afar rómantísk, einkum fyrir ungt fólk. Ungar stúlkyr ættu samt ekki að treysta þessum nýja kunningja sínum allt of vel. Ef þér finnst Þú einmana þessa dagana, máttu sjálfum þér um kenna, því að þú gerir allt, of miklar kröfur til náungans. Gamall vinur þinn bíður eftir lífsmarki frá þér. Þú mátt ekki bregðast honum. Geitarmerkiö (22. des.—20. jan.): Þau verkefni sem þú færð á vinnustað i vikunni verða fremur leiðin- leg, en annars verður vikan ákaflega skemmtileg ut- an vinnustaðar. Þú verður hafður fyrir rangri sök í vikunni. Góðvinur þinn gæti orðið til þess að rétta hlut þinn. Réttast væri þér að þiggja ekki boð þessa ókunna manns, því að endalokin gætu orðið allt annað en skemmtileg. Vatnsberamerkið (21. jan.—19. feb.): Þú verður i sólskinsskapi alla vikuna, og þótt vikan verði engan veginn skemmtilegri en fyrri vikur, mun þér veitast auðvelt að gera þér mat úr smávægilegustu atvikum. Þér berast skemmtilegar fréttir, sem Þó gætu komið þér í dálítinn vanda. Farðu varlega með peningana í vikunni, því að í næstu viku muntu þarfnast þeirra mun meir en nú. Fiskamerkiö (20. feb.—20. marz): Þú hefur siglt of lengi milli skers og báru siðustu vikurnar. Nú verður þú að taka á Þig rögg og hefjast handa. Maður, sem vill þér vel verður órétti beittur, og nú ber þér að rétta hlut hans. Óvænt atvik á vinnustað verður til þess að fyrri áform þín fara út um þúfur. Þú skalt samt ekki örvænta, því að sannast að segja voru þessi fyrri áform þín allt annað en skynsamleg. Heillatala 6. •.v.v.v.v.v

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.