Vikan - 13.10.1960, Blaðsíða 11
Dr. Matfhías Jónasson:
ÞEKKTU
SJALFAN
ÞIG
UPPGÖTVUNIN MIKLA
HORFT ÚT í HEIMINN.
Maðurinn greindist frá dýrinu, þegar hann byrjáði að fella skynjanir
sínar undir ákveðin hugtök. Með því skrefi sneri mannkynið inn á nýja
þróunarbraut, sem leiðir til alvizkunnar, þó að þetta markmið liggi enn
i reginfjarlægð. Hver dýrategund skynjar umhverfi sitt að nokkru marki,
en maðurinn er eina lifveran, sem fellir skynjanir sinar í hugtök og
safnar þannig vitrænni reynslu, sem gengur i arf og eykst frá kynslóð
til kynsióðar. Vegna þessara yfirburða varð maðurinn herra yfir öllu
lifi jarðar.
Um langan aldur lét hann sér nægja að horfa út í heiminn, að rannsaka
umhverfi sitt, að kunna skil á sýnilegum og áþreifanlegum hlutum. Hon-
um kom ekki til hugar, að til væri annar heimur en sá, sem hann leiddi
augun og handfjallaði. Honum fannst hann standa andspænis tilverunni
allri, og að henni beindist þekkingarþrá hans óskipt. Sjáifur var hann
sér engin ráðgáta. Hann tók sig sem gefna, óumbreytanlega stærð og
dró ekki í efa, að aðrir menn skynjuðu hlutina á sama hátt og hann.
Maðurinn hafði enn ekki uppgötvað sjálfan sig.
iSvo gerðist það dag nokkurn fyrir mörgum árþúsundum, að ungur
veiðimaður gekk troðna slóð í skógi. Hann þekkti leiðina vel, enda vaxinn
upp og orðinn að manni í þessum slcógi. Samt kannaðist hann naumast
við sig í dag. Allt var hreytt, allt bar annarlegt svipmót. Giaðvær eggjan
skógarins var þögnuð, en yl'ir öllu lá ógnþrungin Uui.
Og sem hann gengur þarna, álútur með hnylaaðar brúnir, skilst honum
allt i einu, að það er hugblær hans sjálfs, sem gerir lionum fornkunnan
skóginn annariegan og íramandi. Bióðugar leifar sundurtætts líkama höfðu
legið skammt frá koíanum, þegar hann kom heim af veiðuru og bjóst til
að heiisa konu sinni. Þá skipti skógurinn ham; sorghitinn maðurinn
varpaði á hann sinum eigin hugblæ.
Eftir slikar tiifinningasveifiur beindist athygli mannsins æ oftar inn
á við, að sínu eigin innra lífi. Smám saman uppgötvaði hann ómælisvíð-
crni i sinu eigin brjósti. Með þessum straumhverfum hófst annað þróunar-
skeiðið i þekkingarsögu mannkynsins.
DULHEIMAR SÁLARINNAR.
Þó að aðeins skammur kafli sé runninn af því skeiði, er maðurinn i
dag orðinn sjálfum sér ráðgáta og rannsóknarefni. Dulin öfl, sem birtast
í sál hans, ráða viðhorfi hans til hins hlutræna heims og hafa áhrif á
þær ályktanir, sem liann þykist draga með kaldri skynsemi sinni einni
saman. Því verður niðurstaða hans einhliða, öfgafull og skökk, nema hann
gefi þessum öflum viðeigandi gaum og sjái við áhrifum þeirra.
Fjórir menn eiga leið um sama skóginn, en engum tveim birtist hann þó
Maðurinn sjáifur er mikið og óendan-
legt rannsóknarefni. En til hvers
leiðir vaxandi þekking á duldum öflum
sálarlífsins ef okkur
skyldi verða hennar auðið.
Verðum við því hamnigjusamari og
giftudrýgri, sem við þekkjum
sálarlíf okkar gjör?
Margir efast um það.
á sama hátt. Ásthirfnu ungmenni táknar hann rómantískan unað,
sögunarmyllueigandanum ákveðið timburmagn og peningaverðmæti,
náttúruskoðandanum ótæmandi fjölbreytileika jurta- og dýralífs og
hinum flýjandi útlaga fylgsni fyrir ofsækjendum. Ráðandi hugarfar
markar afstöðu hvers þeirra til skógarins. Af lýsingu þeirra gæti
enginn þekkt hann sem eitt og sama fyrirbærið.
Ut frá þessu sjónarmiði verður fjölbreytni mannverunnar geysileg.
Vitund hans, vilji og tilíinningar spretta fram úr sterkum, hálfduld-
nm frumhvötum eðlisins. Maðurinn rúmar alla tilveruna í huga sér,
greinir sundur þætti hennar og tilbrigði og fellir þau undir lögmál
síns eigin anda. Ginnungagap eða kaos er það eitt, sem mannsand-
inn hefur ekki náð að fella undir órjúfanleg hegðunarlögmál.
Hvar liggur Ginnungagap? Ekki fyrst og fremst i efninu, sem við
glímum við að leysa upp i smæstu írumeindir og fella undir marg-
brotin lögmál. likki í ómælisviðernum himingeimsins, sem maður-
inn er nú að byrja að þreifa sig út i. Ráðgátur efnisins eru að skýrast
og munu að lokurn leysast til fulls. Það Ginnungagap, sem nú virðist
óbrúandi, liggur um brjóst okkar sjálfra: dulheimar sálarinnar.
Framhald á bls. 32.