Vikan - 13.10.1960, Blaðsíða 16
Svuntur á
5-10 ára
Svuntur eru sígildar fyr-
ir litlar telpur. Hér er snið
af einni slíkri í tveimur
stœrðum.
Efni: 3,75 m af baðmull-
arefni í þeim lit, sem ósk-
að er, — tvinni, sem feliur
vel i litinn, — renningur
af „viiseline" (millifóðri)
til að láta inn í svuntu-
strenginn — og 4 hvítar
tölur um sm að þver-
máli; einnig tveir renni-
lásar. Ef rennilás er hafð-
ur i öðrum axlarsaumnum,
er hann um 10—12 sm á
lengd.
Ef opið fyrir höfuðið
þykir ekki nógu stórt þann-
ig, er bezt að setja renni-
lás niður bakið, og er hann
þá hæfilega langur 20 sm.
Byrjið á að búa til sniðið
þannig að strika ferninga
á pappir, ferningarnir eru
10x10 sm, og teikna siðan
sniðið eftir mynd I og
klippa það út.
Sniðið eftir sniðunum, og
bætið saumfari ekki við.
A er pilsið á stærri svunt-
una, a pilsið á minni
svuntuna. Eftir þessum
tveimur sniðum er sniðið tvisvar eftir hvoru.
Punktalinan sýnir faidinn. Ath., að rétt liggi í
efninu, þegar það er sniðið, þannig að langsum
snúi i pilsinu, en þvert i biússunni, eins og
greinilega sést á myndinni. B. er efri hlutinn
af stóru svuntunni, og er sniðið tvisvar eftir
sniðinu. Punktalinan sýnir, að meira er sniðið
úr fyrir hálsmáli að framan; að öðru leyti eru
bæði stykkin eins. D er sniðið af efri hluta
minni svuntunnar, og er það sniðið á sama
hátt og það stærra. C og c eru strengirnir á
svunturnar, þeir eru fóðraðir með „viiseline“
(millifóðri).
Saumið nú saman pilsin á svuntunum, og hafið
jaðrana fyrir saumför; skiljið eftir ósaumaða
15 sm. i vinstri hlið. Bykkið efri hlutann þann-
Framhald á bls. 27.
A6 vera kona
Ertu fær um að hafa góð áhrif á fólk
við fyrstu kynni?
Ert þú ein af því fólki, sem maður cr vanur
að segja um: „Hún er víst ágæt, þegar maður er
búinn að kynnast henni?“ Ef svo er, jiá ertu illa
leikin í veröld, ]nar sem flest fólk er svo fliótt
að dæma og fáir gefa sér tíma til að athuga,
hvort dómurinn sé réttur eða rangur. Kannski
svarið þið þvi til, að þið hafið ekki áhuga á
dómum svo yfirborðslegra manna. Það er mikill
misskilningur, einkum þar sem maður veit aldrei,
hver árangurinn getur orðið af góðum áhrifum
við fyrstu kynni.
Að einhverium geðiist vel að þér við fvrstu
kynni, getur haft i för með sér skemmtilega
vinnu, ævilanga vináttu og stundum ham'ngiu-
samt hjónaband. Mörg af gullnustu tækifærnm
Iffsins hafa þann óþægilega vana að koma aðeins
einu sinni.
Þar að auki höfum við öll mikla þörf fvrir að
vera virt. Við blómstrum upp, þegar v'ð finnum,
að við erum vel þokkuð, en visnum bókstaflega,
þeear okkur finnst við vera sett utan við.
Tit allrar hamingju er hæfileikinn til að hafa
góð áhrif á fólk ekki meðfæddnr eigmleiki eða
einhver dularfullur hæfileiki. Hann felst miklu
frekar i hlutnm, sem við eigum ekki að ffera,
heldur en hlutum, sem við eigum að ffera. Eftir
að ég hafði afhugað fatnað off venjulega fram-
komu hundrað kvenna. uupgötvaði ég mér tit
mikillar undrunar, að það. sem belzt kemur f
veg fyrir, að konur hafi góð áhrif á aðra, er
allt of mikil áreynsla, ýkt hræðsla og sjálfsgagn-
rýni.
Ribsberjahlaup
Berin mega ekki vera of þroskuð. Þau eru
hreinsuð, en leggina þarf ekki að taka af. Notið
helming af sykri á móti berjum. Hitið við
mikinn hita, sjóðið 2—3 mín. (Vissara er að
prófa hlaupið, t. d. á undirskál). Látið síga
á grisju í vel hreinsaðar krukkur alveg upp
að brúnum krukkunnar. Þannig má búa til
margar tegundir af berjahlaupi. Úr berjahrat-
inu er ágætt að sjóða saft.
Rabarbaramauk.
Bezt er að láta rabarbarann liggja í sykr-
inum næturlangt. Hann er bá hreinsaður og
brytjaður, lagður í lögum með sykrinum. Ágætt
er að nota 800 gr - 1 kg af sykri á móti kg
af rabarbara. Tilbreyting er að sjóða kræki-
ber eða ribsber í nokkru af maukinu; er þá
sykri bætt við í hlutfalli við það.
Látiö heitt mauk í heitar, vel hreinsaöar
krukkur. Hafiö krukkurnar vel fullar, alveg
upp aö brún, og bindiö strax yfir þær.
Sótthreinsa má krukkur m. a. með cloramin-
upplausn: 1 1 volgt vatn, 1 tesk. cloramín.
Geymt í dökkri flösku, en ekki of lengi (1—2
daga), því að sótthreinsunarhæfileikarnir
minnka við geymslu. Einnig er ágætt að sjóða
krukkurnar eða sótthreinsa þær í ofni (bök-
unarofni).
Krukkunum er lokað með loki eða sellófan,
sem dýft er i cloramínupplausn.
Fötin.
Þar sem fötin eru um niutíu af hundraði af
þvi, sem annað fóllc sér af okkur, fer því fjarri,
að það skipti engu máli, hvernig við klæðum
okkur. Konur, sem hafa ekki góð áhrif á um-
hverfi sitt, eru oft af þeim hópi, sem klæðir
sig á öfgafullan hátt. Þær nota allt of mikið af
fegurðarlyfjum, klæða sig eftir nýjustu tizku
og liengja allt of mikið af skartgripum á
sig, með þessu vilja þær líta út fyrir að vera
rfkar, sérstakar og aðlaðandi. Þær vona, að með
þessu fái þær karlmennina til að falla fyrir sér
og geri konurnar gular af öfund. En þær upp-
skera aðeins að verka kuldalega á alla, sem hafa
góðan smekk.
Næst á eftir framkomu og talsmáta eru það föt-
in, sem segja til um það, hver þú ert. Það er þess
vegna ekki aðeins mjög mikilvægt að klæða sig
smekklega, heldur alveg nauðsynlegt, á sama
hátt og leikurum er napðsynlegt að velja föt
eftir hlutverki sinu.
Framliald á bls. 32.
Mjúkar töskur eru fallegastar.
Þið kannizt líklega allar við það, hve erfitt
er að velja tösku. En það er ekki vegna þess,
að þær séu of fáar, heldur er of mikið af þeim,
og þær þá hver annarri fallegri. Við höfum
komizt að þeirri niðurstöðu, að mjúkar töskur
úr ekta skinni séu fallegastar og alltaf sígild-
ar. En þær eru dýrar. Samt svarar það kostn-
aði að kaupa þær, því að maður verður síður
leiður á þeim og þær má nota til alls. Þar að
auki halda þær sér bezt.
16 yi*AM