Vikan - 13.10.1960, Blaðsíða 15
LEIK II.
telpur læðast cftir veginum og brosa.
Kannski minna göturnar mest á breiða
gangstiga í fögrum skemmtigörðum.
Hér er stórgert gras og blaðfögur tré.
Aðsetursstaður okkar er glæsileg sum-
arhöll, Kvikneshótel, byggð í norræn-
um stíl og stendur niðri við sjóinn.
Þarna eru mikil og vegleg salarkynni,
þar sem ægir saman fornum og nýjum
húsbúnaði, og þó er samræmdur svip-
ur yfir öllu, jafnt utan húss sem inn-
an. Þjónaliðið er slíkt, að þú ert ekki
fyrr búinn að lyfta litla fingri en það
veit óskir þinar allar. Og það er skrúð-
garður í kringum höllina. Þar ligg-
ur þú eins fáklæddur og velsæmið
framast leyfir þér og sleikir sólskinið.
Og yngsti maðurinn í hópnum, í allan
dag virðist hann hafa fundið sér ann-
að og lífrænna til að dunda við en rétt
steindauðan myndavélarkassann. Skilj-
anlega, — annað væri ekki skiljan-
legt.
— Heyrðu ... I>að er aldursforset-
inn, sem læðir þessu orði I eyra mér.
— Já, hvað ertu að hugsa, gamli?
spyr ég.
— Hugsa, eins og maður sé nokkuð
að hugsa.
— Nei, líklega ekki, anza ég.
— Ónei, en hér er góður ilmur.
Finnst þér það ekld?
— Jú.
— .Tá, það vil ég segja. Og heyrðu .. .
— Já, anza ég.
Þá segir aldursforsetinn:
— Nú þykir m^r góður mjólkuris.
— Fyrst nú? árétta ég.
—■ Já. Trúirðu mér ekki? Ég skal
segja bér, — ég gleypti hann eins og
brjálaður krakki.
Við hlæjum báðir smálega, svo segir
hann:
— Ég hef aldrei upplifað neitt ann-
að eins og þetta.
— Ferðalagið, — áttu við?
— Já, hvað annað heldurðu ég sé
að tala um? Allt er borið upp í hend-
urnar á manni. Stóðu ekki skórnir þin-
ir gljáburstaðir fyrir framan dyrnar
hjá þér í morgun?
— Jú.
— Átti ég ekki á von. Og maturinn
er blátt áfram látinn ofan í mann.
— Það má nú segja, anza ég.
— Þetta er svona. Það er farið með
mann eins og reifastranga, segir sá
gamli og bætir við kimileitur. — En
þetta kostar skilding. Það væri ekki
dekrað svona við mann, ef ekki kæmu
skildingar fyrir.
Þögn. Svo segir aldursforsetinn upp
úr þögninni:
— Fjandakornið ég nenni að tala.
— Það þarf ekki að tala, anza ég.
Hann hlær lágt, svo segir hann:
— Það snýr skárri hliðin út á mér
núna. Ég hef blátt áfram ánægiu af
aðgerðarleysinu. Sú gamla á eftir að
gamna sér út af þessu við mig, þegar
við erum hætt flakkinu og ég er aftur
tekinn til við vinnuna, ha-ha ... Hann
segir þetta mjúklega, næstum hvislar
orðunum. Svo segir hann ekkert lengi.
Ungi maðurinn kemur og sezt hjá
mér:
— Nú er þó gaman að lifa, eða er
ekki svo? spyr ég.
Hann er á verði, ræskir sig og segir:
— Það eru hér blóm, sem mig lang-
ar að taka af mynd.
— Blóm, — já, auðvitað, anza ég.
Hann veit vist, hvað ég hugsa, þvl
að nú flýtir hann sér að segja:
— Það eru þrjú stór blóm og hvert
með sínum lit.
— Þrjú blóm, sesi ég. — Ég hélt
það væri bara eitt blóm.
Hann brosir og segir:
— Þau eru þrjú og stilkarnir fagur-
lega sveigðir.
— Og opnar, döggvaðar rósavarir,
segi ég.
—• Ég veit það kemur vel út á lit-
filmu, segir hann og heldur áfram,
svo ég segi ekki meiri vitleysu: — Ég
tek þessa mynd snemma i fyrramálið,
f morgunsólskininu, þá er ljósflæðið
mest og tærast.
Ég segi ekki meiri vitleysu. Það held-
ur áfram að vera skemmtilegt í liallar-
garðinum.
Nýr dagur. Fararstjórinn býður upn
á ferð upp í fjöllin, snjóinn. — jökul-
inn. Og við sem mókum i hallargarð-
inum, drögum af okkur slenið og er-
um innan stundar komin í bíla, sem
þjóta með okkur á brekkuna. Vegurinn
hækkar miög ört og næstum án þess
maður verði þess var. Þeir, sem lagt
hafa fjallvegi í Noregi, hafa auðsýni-
lega hugsað sig um þrisvar, áður en
þeir hófust handa.
Svo erum við þar efra. Hvitur
Framhald á bls. 32.
hálf níu. Murhus skrifstofustjóri
hafði hringt og beðið að skila þessu,
svo að þá þegar fór ég að sjá, hve
mikið hann þurfti að sjá um.
í könnuninni á þriðjudag fékk ég
einnig nokkur eyðublöð til að útfylla
en við þau lauk ég á einum og hálfum
tima. Eftir það skemmti ég mér við
að raða kubbum, setja tappa i eyður,
þrýsta á t.mpa og svara spurningum,
svo að þe'r gætu séð, hvað fljótur
ég væri að hugsa og svoleiðis. Ég
lield, að sálfræðingarnir hafi verið
mjög ánægðir með mig, því að þeir
sögðu að ég mætti fara, þótt hálftími
væri eftir af skrifstofutímanum, þeg-
ar við vorum búnir.
Einn þeirra sagði líka, að ég
mundi spjara mig vel í hvaða deild
sem ég færi, og það fannst mér vera
hrós.
Daginn eftir áttum við skemmti-
legan dag á skrifstofunni, það verð
ég að segja.
Ég hafði ekki fyrr hengt fötin í
klæðaskápinn minn en fjöldi af bjöll-
um byrjaði að hringja, svo að það
var hræðilegur hávaði úr öllum átt-
um.
Ég hélt, að þetta væri brunavið-
vörun, en brátt fékk ég til allrar
hamingju að vita, að þetta var aðeins
æfing. Samt sem áður verð ég að
segja það, að fólkið tók þessu full-
komlega alvarlega. Það var líka á-
kveðið, hvað ég átti að gera, meðan
á æfingunni stóð, og með einum af
hinum nýju starfsfélögum mfnum,
Ölstykki fulltrúa, „bjargaði" ég hin-
um stóru gerðabókum með tölum
yfir fjarveru starfsfólksins á árunum
1893 til 1913. Við urðum að fara fjór-
ar ferðir, áður en við höfðum komið
þeim öllum niður í þetta eldtrausta
gimald.
Murhus skrifstofustjóri, — hann
er reyndar eldurinn hér i skrifstof-
unni, — hélt ræðu á eftir og sagði,
að hann væri mjög ánægður- með
okkur. Og síðan var morgunvérðar-
hlé.
Það var sú brunaæfingadeild, sem
ég var í, sem átti að laga allt til á
eftir, og það var varla, að við værum
búnir klukkan fjögur.
Einmitt þennan dag var ég alveg
útkeyrður, miklu þreyttari en hina
dagana tvo, þó að ég hefði einnig
þá haft nóg að gera.
Framhald á bls. 32.
á skrifstofu, það var auðvitað óskaplega mikið að
bréfi, sem hann hafði skrifað heim eftir fyrstu vikuna.
VIKAN 15