Vikan


Vikan - 13.10.1960, Blaðsíða 23

Vikan - 13.10.1960, Blaðsíða 23
Úcgef-índi; VIKAN H.F ,f; Cfsli Sigtirðsson (ábm.) Augtýclng.atjóri: ^sbjörn Miignússoti. -• t;iikV(*mó?..í:j<5ri t >i(mar Á. Kt ■. rjánssoii Riutjórn og auglýtingar; Skípholti 33. Sírnar; 35320, 35321, 35322, Póuhólf M9. Afgrclðsla og dreiflng: Blaðadreifing, Miklubraut 15, siml 15017. Verð i lausa- íólu kr. 15 Áskriftarverð er 200 kr. árs- þrtðjungslega, grtlðist fyrírfram. Prent- un: Hilmir h.f. Myndarnót: Rafgraf h.f. Þio fáið Vikuna í hverri viku jr I næsta blaði verður m. a.: ♦ Farið á kostum. Egill Thorarensen í aldarspegli. ♦ Fáein ungbarnstár eftir dr. Matthías Jónasson. ♦ Síðasti hluti verðlaunagetraunarinnar. ♦ Vagga glæpamannahreyfingar. ♦ Hrói höttur — nútíma útgáfa á Sikiley. ♦ Fimmti maðurinn, sakamáíasaga eftir Leslie Clyde. ♦ Stúlkurnar frá Ahuura, smásaga eftir Willy Brein- holst. ♦ Ný myndasaga fyrir börnin: Bubbi. Nú var mastrið hans Gunna nærri orðið að engu, hann tálgaði það fram í örmjóan odd, loks gafst hann alveg upp og henti því út í loftið. „Komdu í landaparis,“ sagði hann. „Já, panta að hyrjal" Þeir hiupu út úr garðinum með dálkana í höndunum og yfir í sundið milli húsanna hinum megin. Þar var jarðvegurinn gijúpur, niðurtroðinn grassvöröur ennþá rakur eftir éiið og þvi ákjósanlegur staður til að fá hníf til að stingast. Auk þess máttu þeir ekki pikka út blettinn í garöinum hjá Gunua. Þeir uðgættu að standa ekki of nálægt hvor öðr- um þegar þeir köstuðu og eins að láta hnífana ekki lenda mjög nærri sjálfum sér. Þannig strikuðu þeir hvern parisinn af öðrum unz þeir urðu þreyttir á þvi og settust niður á sinn steininn hvor. „Nú megum við aidrei gramsa í öskutunnum oftar,“ sagði Gunni. „Mér er svosem alveg sama,“ svaraði JJoddi. „Mér iíka,“ samsinnti Gunni, „við fengum þó dálkana.“ „Já, og við eigum meira að segja afgang,“ sagði Uoddi- „Kígum við ekki að stofna íeiag?“ jipurði G'unni. „Hvað eigum við að gera i þvi?“ spurði Doddi hálf vantrúaður. »Við getum hatt að þaö megi ekki gramsa i öskutunnum og ekld iirekkja minni maitar,“ uiskyrði Gunni, um ieið og honum varð hugsað tii hrekkjasvinanna á númer 21. Nokkrar dúiur flögrubu inn i garðinn, sumar lögðust á grasflötinn en aðrar spásseruóu um og kroppuóu eilihvert æti upp af jorðinni. Þæi uggðu ckki að ser, en hrukku aiiar i kút, þegar huroiu á svöiuuum í næsia liúsi skah harkiagea að stölum. „Við geium líka hat't að það sé hannað að hrekkja fugla,“ bætti Gunni við, „iiiguni við hara að vera tveir í þvi?“ spurði Doddi. „Nei, við íáum Nonna með okkur,“ svaraði Guniii. Nonni, sem annars het rettu nafni Jón og var niu ára eins og Gunni, var góður vinur þeirra heggja. Veujuiega voru þeir allir þrír saman, en nú stóð svo iila á að liann lá í rúminu með rauðu hundana. Doddi leit í áttina til hússins, þar sem Nonui átti heima. „Hann er úti i glugga, ég sé hannl“ „Já, komdu, við skulum spyrja hvort hann vilji vera með.“ Drengirnir spruttu á fætur og lilupu í áttina til hússins. Nonni opn- aði gluggann upp á gátt og spurði þá hvar þeir liefðu fengið þessa dálka. Þeir sögðu honuin allt um það og kallinn og spurðu, hvort liann vildi veia með í að stofna félag. Já, já, hann var til í það, þegar hann var húinn að heyra i hvaða tilgangi það átti að vcra. Drengirnir töluðu lengi saman og hollalögðu hitt og þetta þangað til mamma Gunna kall- aði á hann 1 kvöldmatinn, þá fóru þeir háðir inn. Framliald í næsta blaði. {jttauUa'L •V.V.V.V.V.V.V Hrúts.nerkiö (21. marz—20. apr.): Þú verður á ein- hvern hátt viðriðin stóratburð í vikunni, enda þótt fáir geri sér grein fyrir því — jafnvel ekki þú sjálfur. Þér berast undarlegar fréttir, llklega með bréfi, sem verða til þess að breyta áformum þinum lítilsháttar. Vikan verður óvenju rómantízk, og margt ungt fólk verður skyndilega „skotið“ en ekki er víst að sú ást sé beinlínis ævilöng. Heillalitur grænt. Nauts.nerkiÖ (21. apr.—21. maí): Það gerist ýmis- legt í þessari viku, sem gæti orðið til þess að vekja gremju þína, ef Þú sýnir ekki festu. Hinsvegar verða nokkur atvik til Þess að bæta fyrir þetta smávægilega mótlæti. Þekking þín á einu áhuga- máli þínu verður til þess að þér gefst óvenjulegt tækifæri, sem stjörnurnar ráðleggja Þér eindregið að grípa. Vertu ekki mikið úti eftir miðnætti. Heillatala 6. Tviburamerkiö (22. mai—21. júní): Þú færð ýmsu að sinna á heimili þínu, og er það gott og blessað, en þú mátt varast að láta það ekki bitna á vinnu ______ þinni. Á föstudag ferð þú eitthvað út og kynnist afar skemmtilegum manni. Þessi maður getur samt aldrei orðið trúnaðarvinur þinn, eins og þú gerir þér ef til vill vonir um. Framkoma Þín og eins félaga þíns vekur talsvert umtal, og jafnvel öfund sumra. Hafðu samt engar áhyggjur. Krabbumerkiö (22. júní—23. júlí): Nú ríður á að umgangast meðbræður þína af stakri varfærni, því að hætt er við erjum, enda þótt þú gerir sjálfum þér engan veginn um kennt. Það er jafnvel fyrir beztu að þú fallist á sjónarmið annarra, enda þótt þau brjóti fyllilega í bága við hugmyndir þínar. Um helgina kemur Amor við sögu, á nokkuð óvenjulegan hátt. Gamall maður kemur talsvert við sögu í vikunni. Heillatala 4. LjónsmerkiÖ (24. júlí—23. ág.): Varastu smávægi- leg glappaskot, og gleymdu ekki, að þú ert ekki eini maðurinn í þessum heimi, sem átt kröfu á gleði og góðum stundum. Á fimmtudag gerist dálitið, sem veldur því að fyrri áform Þín fara út um þúfur, en þú mátt fyrir alla muni ekki missa kjarkinn, heldur reyna á nýjan leik. Vikan er fólki undir tvitugu til mikilla heilla. Meyjarmerkiö (24. ág.—23. sept.): Laugardagurinn er þýðingarmesti dagur vikunnar. Ef til vill mun þá gömul ósk þín rætast að nokkru. Þú munt þurfa að sinna ýmsu heima við, og þótt það sé ekki bein- linis nein skemmtun, skaltu umfram allt ekki telja það eftir þér. Þeir, sem fæddir eru sem næst mánaðarmótunum eiga von á miklum gleðidögum. Bæði sunnudags- og mánu- dagskvöldið verða mjög skemmtileg. Heillatala 3. Vogarmerkiö (24. sept—23. okt.): Vikan verður frem- ur ánægjuleg. Þú munt skemmta þér ríkulega, en hinsvegar er ekki eins víst að vinnan gangi sem bezt. Þú þarft á allri þolinmæði þinni að halda um helgina. Eitthvert óhapp verður til þess að þú breyt- ir áformum þínum nokkuð. Maður i opinberri stöðu kemur að máli við Þig og biður þig að gera sér greiða. Bregztu vel við. DrekamerkiÖ (24. okt.—22. nóv.): Það virðist lítið markvert gerast i vikunni, en ef Þú hefur augun opin, muntu komast að því, að ekki er allt sem sýnist. Einnig er dálítið að gerast bak við tjöldin, sem gæti síðar orðið til þess að gera þér lifið einkar ánægjuríkt. Á sunnudag gerst dálítið, sem kemur þér í einhver vandræði, en þú og einn félagi Þinn getið hæglega leyst þessa gátu. Fimmtudagur til heilla. BogmaÖurinn (23. nóv,—21. des.): Það verður ýmis- legt til þess að koma þér á óvart í þessari viku — yfirleitt þægilega á óvart. Þú verður að breyta áformum þinum frá fyrri viku, en það er ekki nema til góðs. Þú kynnist manni í viuknni, sem gæti orðið þér góður vinur í framtíðinni, ef Þú villt bara sjálfur. Fyrir táninga verður vikan óvenju spennandi. GeitarmerkiÖ (22. des.—20. jan.): Þér bjóðast mörg tækifæri í vikunni, en fljótfærni þín gæti orðið til þess að þú misnotir þau herfilega. Þú færð óvenju- lega heimsókn fyrir helgi. Ógift fólk ætti að hugsa sig um tvisvar, áður en það ræðst í nokkur stórræði. Ekki er víst að þér sé hollt að Þiggja þetta heimboð að svo komnu máli. Þú ert samt færastur að dæma um það. VatnsberamerkiÖ (21. jan.—19. feb.): Heima við ger- ist ýmislegt, sem varpar ljósi á tilveruna. Þú munt litið fara út í vikunni, enda rpunt þú una þér bezt heima. Fréttirnar, sem þér berast um helgina eru ekki allskostar réttar, og ber Þér að leiða hið sanna i ljós, svo að ekki hljótist verra af. Stefnumótið gæti valdið þér vonbrigðum. Þú eignast óvenjulegt áhugamál í vikunni, og virðist það eiga hug þinn I bili. FiskamerkiÖ (20. feb—20. marz): Það smávægilega mótlæti, sem þú verður fyrir í vikunni gleymist fljótt vegna atviks, sem gerist, liklega á föstudag. Þú verður var við óþægilega hnýsni í hópi félaga þinna, þú skalt láta sem þú takir ekki eítir þessu. Helgin verður óvenjulega skemmtileg, einkum á kvöldin. ♦V.NV.V.V

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.