Vikan - 13.10.1960, Blaðsíða 35
Pósturinn
Framhald af bls. 2
liollt að við horfum framan í staðreyndirnar
um þessa marglofuðu menningu öðru hvoru og
gerum okkur ljóst hve skurn hennar er þunn,
þrátt fyrir allt. Og svo vil ég leyfa mér að
endingu að biðja um sem flestar frumsamdar
greinar um þjóðleg efni, það er lesning sem
maður hefur alltaf áhuga á.
Vinsamlegast.
Lesandi.
Það er eitt atriði í fyrra bréfinu, sem niig
langar til að dveljast eilítið við — bréfritari
virðist álíta að lengra sé síðan Eichman
vann hryðjuverk sín, en það í rauninni er,
og því séu þeir atburðir fjarlægir og ótengdir
okkur, nútímafólki; svipað langt frá okkur
og skemmtanir fornu valdhafanna í Róm.
Hann mun síöur en svo einn um þetta, enda
þótt hitt sé staðreynd, að böðullinn Eichman
var af okkar kynslóð og nútímamaður. Fyrir
bragðið verður grimmdin í Róm ekki fyrst
og fremst tímabundið fyrirbæri, fylgifiskur
einnar kynslóðar og menningartímabils,
heldur eðlislæg kynfylgja mannkynsins á
öllum öldum, sem hættulegt væri að gera sér
ekki fyllilega grein fyrir.
ÚTVARP í STRÆTISVÖGNUM — ENN.
Kæri póstur.
Ég styð þá tillögu, se-m kom fram i „póst-
inum“ um daginn, að útvarp sé sett í strætis-
vagnana, þó ekki til þess að vera alltaf i gangi,
heldur aðeins til þess að fólk, sem er að fara
á milli, geti hlustað á fréttirnar, því að margir
verða, atvinnu sinnar vegna, að vera á ferðinni
með strætisvögnunum einmitt á þeim tíma, sem
hádegisfréttir eru sagðar, og þykir slæmt að
missa af þeim. Þetta hefði kannski dálitinn
stofnkostnað i för með sér en það er líka
þjónusta við alinenning, sem áreiðanlega yrði
vel tekið.
Vinsamlegast.
Strætófarþegi.
Ekkert hefði ég heldur á rnóti því að út-
varpsviðtæki yrðu sett í strætisvagnana ein-
ungis f þessum tilgangi. Hins vegar finndist
mér óþolandi að hafa þar glymjandi útvarps-
tónlist allan daginn — maður fær nóg af
henni, hvort eð er. Um það hygg ég líka að
flestir muni mér sammála.
— Ég hef grun um að hann hafi ætlað að reyna
að drekka mig fulla!
ÍBÚÐARHÚS
Gnatuyrið Cetur
GEG/V HITA
OG KULDA
+20°
-t-20
Þér fáið einangTunarkostnaðinn endurgreiddan á fáum ár-
um í spöruðu eldsneyti. Það borgar sig bæði fyrir yður
sjálfa og þjóðfélagið í heild að spara eldsneyti svo sem unnt
er, og þar að auki er hlýtt hús (vel einangrað) mun nota-
legri vistarvera en hálfkalt (illa einangrað).
8TEIMULL H.F.
Lœkjargötu . Hafnarfiröi . Sími 50975.