Vikan


Vikan - 13.10.1960, Blaðsíða 17

Vikan - 13.10.1960, Blaðsíða 17
Jón Sigurbjörnsson. „Engill horfðu heim“ ejtir Thomas Wolfe frumsýnt í ÞjóÖleikhúsinu. Það er óþarfi að kynna Jón Sig- urbjörnsson fyrir lesendum Vik- unnar; hann er löngu landskunnur bæði sem leikari og söngvari. Jón hefur dvalizt á Ítalíu við söngnám i eitt ár og kom til landsins fyrir nokkrum vikum. Hann hefur verið ráðinn við Þjóðleikhúsið bæði sem leikari og söngvari og starfar jjar í vetur. Fyrsta hlutverk hans verður í hinu stórbrotna verki Thomasar Wolfe: Engill, horfðu heim. Jón er i röð okkar allra beztu listamanna um þessar mundir bæði sem leikari og söngvari og má segja að hann sé jafnfær i báðum þess- um listgreinum. Fyrsta nýja verkefnið, sem Þjóð- leikhúsiS tekur til meðferðar að þessu sinni, er Engill, horfðu heim. Leikrit- ið er skrifað af Ketti Frings eftir sogu Thomasar Wolfe. Leikstjóri er Baldvin Halldórsson, en þýðingin er gerð af Jónasi Kristjánssyni. Aðal- hlutverk eru leikin af Róbert Arn- finnssyni, Guðbjörgu Þorbjarnar- dóttur, Gunnari Eyjólfssyni og Jóni Sigurbjörnssyni. Þetta leikrit var frumsýnt 4 Broadway fyrir nær þvi þremur ár- um og hlaut strax geysilega góðar viðtökur og hefur leikurinn siðan far- ið sigurför um allan heim og verið sýndur á öllum helztu leikhúsum. HÖFUNDURINN THOMAS WOLFE. Thomas Wolfe var einn af merkustu skáldsagnahöfundum í Bandarikjun- um á fyrri hluta þessarar aldar, en dó fyrir aldur fram frá mörgum hálf- skrifuðum bókum aðeins 35 ára að aldri. Afköst hans voru samt geysi- lega mikil og má segja að skrif hans séu einskonar kapphlaup við dauðann. Hann var á margan hátt sérkenni- legur maður og fór ekki troðnar slóð- ir, hataður af sumum, en elskaður og dáður af öðrum, skrifaði stundum nótt með degi ef andinn var yfir hon- um og neytti þá ekki svefns né matar i langan tíma, hirðulaus í klæðaburði og fannst sjálfum, að hann væri mis- skilinn og vinalaus, en öðlaðist samt frægð og frama í lifanda lífi. Helztu verk hans eru: Look Home- ward, Angel, The Web and the Rock og You Can‘t Go Home Again. Engill, horfðu heim er samt tal- ið merkasta verk hans og er það ævisaga höfundarins þótt nöfnum og ýmsu öðru sé breytt. Höfundurinn er sjálfur ein aðalpersónan í leiknum og segir söguna. Thomast Wolfe var yngstur af átta systkinum og segir sjálfur að hann hafi verið barn móður sinnar. Móðir hans rak matsölu þar sem allskonar misindislýður vandi komu sina. Faðir hans var steinhöggvari og rak sjálf- stætt fyrirtæki. Foreldrarnir bjuggu sitt í hvoru lagi og voru börnin á eilífum hrakhólum milli þeirra. Þetta hafði mikil áhrif á hinn viðkvæma dreng og öll verk hans bera merki dapurlegrar æsku. Landslag eftir Pétur Friörik. Landslagið óþrjótandi yrkisefni Landslagsmálverkið hefur farið heldur halloka fyrir grimmúðlegri sókn ýmissa nýstefna frá Paris og víðar að þar sem ekkert landslag er til. Ymsir gætnir menn hafa haldið því fram, að Islendingar ættu að halda meiri tryggö við þetta listform, þar sem litauðgi og falleg form i landslagi séu hér meiri en víðast ann- arsstaðar. Einn af þeim sem aðhyllist þetta sjónarmið er Pétur Friðrik Sigurðs- son, sem gerzt hefur hirðmálari þeirra Hafnfirðinga. Hann tilheyrir hinni ungu kynslóð meðal málara, hefur lært hjá hérlendum listamönn- um og í Kúnstakademíinu við Kóngs- ins Nýjatorg í Höfn. Pétur hefur sýningu uppi um þess- ar mundir og það var i tilefni af þvi, að við litum til hans suður í Fjörð. Þar hefur Pétur komið sér vel fyrir; býr í fallegu steinhúsi með útsýni yf- ir höfniná og allt inn til Reykjavík- ur, en í risinu er vinnustofan og það- an er enn víðsýnna. Það er hér eins og gerist og gengur í vinnustofUm málara; einhver lifandis ósköp af litatúpum og penslum og hálfgerðum málverkum. Við sáum, að á sýning- unni voru jöfnum höndum landslags- myndir að götumótív frá Hafnarfirði með gömlum húsum og görðum. Að- spurður Um það, hvort honum falli betur, svarar Pétur: — Ég get ekki gert upp á milli þess. Það er ekki svo mikill eðlismun- ur á milli þessara gömlu húsa og sjálfs landslagsins. Þau falla svo Ijúflega saman við umhverfið. — Yfirleitt finnst mér, að þess þurfi ekki en þó kemur fyrir að breyt- ingar eru nauðsynlegar. Landslagið er myndrænt og maður leitast við að finna þannig mótív, sem ekki þarf neinna breytinga við. — En litirnir, — breytirðu þeim eftir eigin höfði? — Jáj auðvitað, það gerir maður alltaf. Það er þýðingarlaust að vera að kópíera náttúruna. Hinsvegar reynir maður að ná fram vissum stemningum sem koma fram í náttúr- unni. Ketti Frings (höfundur leikritsins). Thomas Wolfe (höf. bókarinnar). KETTI FRINGS, HOFUNDUR LEIKRITSINS. Það hefur ekki verið neitt auðvelt verk að skrifa leikrit upp úr 500 blaðsiðna bók Thomasar Wolfe, en þetta hefur Ketti Frings tekizt meist- aralega svo tæpast verður á betur kosið, enda hefur hún hlotið mikið lof fyrir verk sitt. Það hefur verið erfitt verk að velja og hafna þvi af miklu hefur verið að taka, en henni hefur tekizt að færa verkið saman í sterk- lega samsetta heild, Þar sem aldrei slakar á spennunni frá upphafi til enda og árangurinn verður eitt bezta leikhúsverk siðari tima. Ekki er að efa að leikhúsgestir hér á landi eiga eftir að hrífast af þessu stórbrotna verki Thomasar Wolfe og Ketti Frings og er það sannarlega gleðiefni að Þjóðleikhús- ið hefji leikárið með leikritinu E'ngill, horfðu heim, Pétur Friörik í vinnustofunni. — Þú ert litarins maður Pétur, og það er fremur óhagstætt fyrir þig að birta myndir af þessum málverk- um á sýningunni í blöðum. — Ég vil nú meina, að ég leggi áherzlu á formið iíka. — Mundir þú þá breyta landslag- inu i stórum dráttum ef þess gerðist þörf íormsins vegna? Gömul hús í Hafnarfiröi. — Já, ég sé það, að Þú ert snjall við stemningar og raunar finnst mér myndirnar þínar minna mikið á impressionistana, sem sagt var um, að máluðu veðrið en ekki sjálft lands- lagið. Það er einmitt þessi litauðuga „viberation“ hjá þér, sem sést oft hjá Asgrími og öðrum, sem hrifust af þessari stefnu. — Það getur vel verið. Ég er ekk- ert að hugsa um neinar skilgreining- ar á þessu. Það er listfræðinga að fást við slíkt. — Oft er það lika þannig, að mjög getur verið hæpið að draga myndir í dilka eftir „ismum". Mér sýndust sumar myndirnar á sýningunni vera þannig. En það er einkum i landslag- inu, sem stemningunum bregður fyrir. — Já, landslag án stemningar er i rauninni ekki neitt, eða þannig lit ég á það. — Sumir hafa farið út í Það að nota landslag fyrir uppistöðu í mál- verk, sem eingöngu byggist á litum eða stílfærðum formum, en þó svo, að landslagið sjálft þekkist ekki. — Mér finnst nú að annaðhvort máli maður landslag eða ekki. — Nú ert þú kominn talsvert á leið með stílfærslu, bæði í litum og formum. Það mundir þú bezt sjá, ef þú bærir saman litmyndir af þessum mótívum og málverkum þaðan. Af Framhald á bls. 31. yiKÁM 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.