Vikan - 27.10.1960, Síða 4
'SPBSs
Svartur og gljáfægður Cadillac
rann hljóðlaust eftir götunum í
auðmannahverfinu Jackson Heights
á í.ong Isiand í New Yoric. Við stýr-
ið sat roskinn maður, snyrtilega
klæddur, með hanzka á höndum, og
við hlið hans ung, glæsiieg kona.
Þau töluðu ekki mikið saman,
höfðu verið í „partíi“ og voru þreytt.
Það var ekkert tiltökumál, — það
sama mundi vera að gerast á þús-
undum annarra staða í Ameriku,
þar sem betriborgarar stunda sam-
kvæmislífið og verða helzti síðbún-
ir í háttinn.
Allt í einu gall við byssuhvellur
eða réttara sagt tveir í röð. Fram-
rúða bílsins splundraðist, maðurinn
féll saman við stýrið og konan aft-
ur á bak; bæði voru dauð. Upp úr
aftursætinu reis maður og tók við
stjórn bílsins, stöðvaði hann fljót-
lega og hljóp út í myrkrið.
Sá dauði hét Anthony Carfano,
„stór kall“ 1 glæpalífi borgarinnar,
og var nú löngum og blóðugum ferli
lokið. Daman, sem var svo óheppin
að vera honum til samfylgdar þetta
kvöld, hét Janice Drake, fyrrver-
andi fegurðardrottning.
Þarna var MAFIA að verki og
beitti þeim aðferðum, sem tíðkast
innan þeirrar hreyfingar. Antony
Carfano hefur eitthvað gerzt óhlýð-
inn, og þá var hann afgreiddur.
Hann gekk annars undir nafninu
Litli Augie og hafði verið mjög
duglegur í undirheimum New York-
borgar. Hann hafði líka fengið sinn
skerf af þeim milljónum dollara,
sem hreyfingin hafði i veltunni.
Lögreglan sá strax, að líkur bentu
til þess, að útsendari MAFIA hefði
annazt morðið. Þau voru bæði skot-
in gegnum hálsinn, en það er ein-
mitt aðferð; sem þeir hafa mætur
á. Þá getur fórnardýrið ekki talað,
ef það skyldi nú vera með lífsmarki,
þegar lögregluna ber að.
í síðasta blaði Vikunnar var Sikil-
ey gerð að umtalsefni. Þar er vagga
MAFIA, hinnar alþjóðlegu glæpa-
mannahreyfingar. Óhlýðni við lög-
in hefur lengi þótt sjálfsagður hlut-
ur á þeirri sólbrenndu eyju, og
flestir af stórglæpamönnum Banda-
ríkjanna eru frá Sikiley eða Ítalíu.
Það hefur verið talað um, að Gyð-
ingar ráði yfir viðskiptalífinu í New
York, en ítalir yfir glæpunum.
Fyrst í stað starfaði félagsskap-
urinn aðeins á Sikiley, þar sem
hann var stofnaður fyrir 150 árum.
Síðan hreiddist hann út um Ítalíu
og síðan til Ameríku og hefur náð
þar einna mestum blóma. Að vísu
hefur MAFIA agenta um allan heim,
einkum þar sem eiturlyf eru verzl-
unarvara, en óhætt mun að fullyrða,
að höfuðstöðvarnar séu i Napoli og
New York.
MAFIA er löngu orðið alþjóðlegt
vandamál og höfuðviðfangsefni lög-
reglunnar í nokkrum löndum. Talið
er, að félagsskapurinn í heild sé svo
auðugur, að hann gæti keypt upp
nokkur fjársterkustu fyrirtæki ver-
Fyrirliöi Mafiafélagsskaparins á Sik-
iley, Giuseppe (GencoJ Russo, sem
er vellauöugur milljónari, stjórnmála-
maöur og búgaröseigandi.
V
Mike Spinella þráir aö komast heim
til Bandaríkjanna og hengir banda-
riska fánann upp á vegg á milli sonar
síns og dóttur.
V
Luciano er fremur einmana. Ilann
situr oft einn viö borö sitt i Kali-
forníuveitingahúsinu í Napólí.
Al Capone var kallaöur helzti óvinur
samfélagsins. Hann var tekinn til
fanga fyrir slcattsvik og lézt áriö 191t0.