Vikan


Vikan - 27.10.1960, Side 6

Vikan - 27.10.1960, Side 6
Viðtal og myndir: Gísli Sigurðsson. Það var eiginlega tilviljun, að ég hitti Isleif þann, er nefndur hefur verið Siðasti Móhikaninn. Sá býr á Islandsbryggju í Kaupmannahöfn og hefur verið atvinnulaus i 40 ár. Hann var þó fremur sællegur að sjá, enda á atvinnuleysisstyrk, og kunnugir segja, að hann óttist það mest í þess- um heimi, að yfirvöldin fái honum atvinnu. En Móhíkaninn er fæddur í Skálholti og hafinn yfir vinnu. Plins vegar stundar hann ókeypis menn- ingarlíf, og þegar Gullfoss leggst að bryggju, má finna hann þar í mat- sölum skipsins. Isleifur sagði mér frá greifanum. Ég var þá svo illa að mér, að ég hafði trauðla heyrt mannsins minnzt, og fyrirvarð mig eðlilega fyrir þann heimaalningshátt að kunna ekki skil á verkum hans, þegar Isleifur taldi hann „frumlegastan og frjóastan Karl Einarsson Dunganon, greifi af Sankti Kildu, í íbúö sinni d Lukku- hólmsvegi í Kaupmannahöfn. V sköpuð á islenzka tungu". Það var þunnt að hafa ekki á hraðbergi til- vitnanir í spaklega töluð orð þessa fágæta snillings. Isleifur skildi það, Þar sem ég var utan af Islandi og þar að auki úr sveit. Það var ofur eðlilegt, að ég hefði ekki mikið inngrip í menningar- líf danska höfuðstaðarins. Isleifur tjáði mér ennfremur, að greifinn væri alíslenzkur heimsborgari með aðsetri á Lukkuhólmsvegi þar í borg. Hann bauðst til þess að fylgja mér þangað út eftir, hvað ég þáði. Á leiðinni sagði hann mér af höll- inni, — vel að merkja höll greifans. Hún stendur á eynni Sankti Kildu, sem er einhvers staðar í nánd við Suðureyjar, öðru nafni Hebrides. Þangað koma túristar, aðallega Amerikanar, sagði Isleifur, og þeir vilja gjarna sjá höllina. Það kostar ekkert að komast inn, en hins vegar er útgöngugjald. Ef menn mögla, eru hlerar í gólfinu dregnir til og menn steypast niður í sal einn mikinn, og er sá að mestu neðansjávar. Þar synda hákarlar fyrir glugga, og greiða menn þá útgöngugjaldið glaðir ... Lukkuhólmsvegur er vestur við Dýragarðinn og við fundum húsið. Þar stóð á bjöllunni K. Einarsson, með lítillátum ritvélarstöfum eins og sæmir snillingi. Isleifur nefndi hann aldrei annað en greifann, og ég fann, að hann mundi vera mikill aðdáandi hans. — „Ég sé ekki annað en hann svelti heilu hungri tímunum saman; hann kæmist varla yfir það, ef hann stúderaði ekki jóga, — já, hann hrist- ir af sér alla sjúkdóma með jóga. En mér finnst nú, að Islendingar ættu að láta hann hafa listamannslaun. Hann málar, yrkir og kompónerar lög. Það fá svo sem margir lista- mannslaun fyrir minna. Þú ættir að segja Þeim það, sem ráða Þessu í Reykjavík. Jú, ég hafði góð orð um Það að koma því áleiðis, og svo gengum við upp brattan stigann, og Karl Einars- son stóð á stigapallinum iklæddur baðslopp og heilsaði á íslenzku. Innan dyra var heldur skuggalegt, og það væri ósanngjarnt að segja, að íbúðin hefði verið snurfusuð. Að- eins sá, sem vaxinn er upp úr þessari hversdagslegu tildurmennsku og borg- aralegu hefð, gæti sætt sig við slikt umhverfi. Karl Einarsson Dunganon, greifi af Sankti Kildu, gerir það hins vegar. Hann er löngu hafinn yfir þarfir almennings, og þess vegna þekkir hann ekki brauðstrit —- eða stássstofur. — Er þetta Dunganon ættarnafn? spurði ég greifann, þegar við vorum setztir. — Nei, ég tók það upp og nota sem listamannsnafn. Það geta allir borið það fram. Öðru máli gegnir um Ein- arsson; það sætir sifelldum misþyrm- ingum og fer illa í munni útlendra þjóða eins og þessi blessuð sona-heiti á íslenzku. Þið ættuð að hætta við þau sem fyrst og taka upp ættarnöfn. Það er hlægilegt að halda þessu áfram, mjög ófrumlegt og hvimleitt. mMSffl ■»*•*«»«** .V.V *;.*,*;; y/Æ h»»* s * * » » » ! /" fí >**»*> < y/sl«*/i r » mi íwy/Mi* *■ * * * mt *» »■ tMRfífiSm Rætt við Karl Einarsson Dunganon skáld, listmál- ara tónskáld, stjörnuspeking og galdramann, sem er greifi af eyjunni St. Kilda cg leggur stund á það að verða ekki neitt

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.