Vikan - 27.10.1960, Side 20
CARTER BROWN:
11. hluti.
Wheeler leynilögreglu-
manni í Pine City hef-
ur veriö faliö aö rann-
saka moröiö á frænku lögreglustjórans þar í borg,
en meöal þeirra grunuöu er Howard fyrrverandi
spilavítiseigandi í Las Vegas, sem flúöi til Pine
City, og var hin myrta þá- í fylgd meö honum.
Wheeler grunar aö relcja megi orsakir morösins
til Las Vegas, fer þangaö, kemst þar í kynni viö
nektardansmær Gabriellu, sem segir honum ýmis-
legt, nóg til þess aö hún er rekin úr starfi, heldur
til Pine City og sezt aö hjá Wheeler, sem er pipar-
sveinn. Wheeler f.er nú aö athuga Rex Schafer
blaöamann, sem reynist hafa veriö náinn vinur
hinnar myrtu, en Schafer þessi gerir allt til aö
beina grun manna aö Howard, og fær lögreglu-
stjórann þar í liö meö sér. Og nú er skammt
stórra atburöa aö bíða í þessu máli. ÞaÖ er þá
fyrst til aö taka. aö þau Wheeler og Gabriella
heimsœkja Nínu Booth, sem einnig er á snœrum
Hoivards Fletcher. Sú heimsókn veröur eins kon-
ar uppgjör milli þeirra kvennanna, en Nínu bíöur
og annaö uppgjör og alvarlegra. Skömmu síöar
finnst hún myrt í íbúö sinni, og Wheeler fær þarna
annaö morömáliö til rannsóknar.
„Al,“ mælti hún og brosti, „og ég sem hélt að
þú værir ekki uppnæmur fyrir smámunum. Að
þú létir þér nákvæmlega á sama standa hvernig
allt veltist, og hverjum degi nægja sína þjáningu."
„Það ke™ur fyrir að ég verð að leita mér hugg-
unar,“ svaraði ég. „Og þá er það helzt kaffið ..."
.,Já, kaffið, það er alveg satt “ Hún brá við
og hraðaði sér fram í eldhúsið. Þá var það að
mér datt í hug hve skáld geta verið hversdagsleg
í vali yrkisefna. Það var til dæmis einhver hag-
yrðingur, sem hnoðaði saman langri drápu um
griskan leirvasa. Skyldi hann hafa lotið svo lágt,
ef hann hefði litið mjaðmir Gabriellu augum?
Þær voru að minnsta kosti sonnettu virði, að mín-
um dómi.
Eftir svo sem tíu mínútur kom hún inn aftur
og bar mér kaffið. Og þegar hún laut fram og
setti bollabakkann á borðið, slútti blússan frá í
hálsinn svo að sá niður á brjóstin — þar með
varð ég þess vísari, að mig mundi seint skorta
yrkisefni. En þegar hún tók sér sæti gegnt mér
og dró fæturna undir sig í sessinum, sá ég fram
á það, að ef ég færi að yrkja um hana á annað
borð, yrði það fullstór Ijóðabók ...“
„Og hvað var það svo, ástin mín, sem þú ætlaðir
að biðja mig um?“ spurði hún. „Hvað getur það
eiginlega verið, sem ég hef ekki þegar veitt þér
— og það óumbeðið?"
„Já, það ... bíddu nú við,“ svaraði ég og svelgd-
ist á kaffinu. Skaðbrenndi mig bæði á tungunni
og í kokinu. „Já, það er nú það. Sem sagt — að
þú hafir ekki verið hérna hjá mér í kvöld er
leið ...“
„Ég skil,“ svaraði hún og bar ekki á að hún
reiddist. „Þú ert eitthvað smeykur við að hús-
eigandinn .. .“
„Nei, það er ekki beinlínis það, sem ég á við,“
stamaði ég. „1 rauninni er mér það ekki fyrst og
fremst í mun að láta líta svo út sem þú hafir
ekki verið hjá mér í kvöld er leið — heldur hitt,
að þú hafir verið á allt öðrum stað, skilurðu?"
„Nei; er einhver munur þar á?“
..Allur munurinn, hvorki meira né minna," svar-
aði ég. „Og bar að auki er þetta afar áríðandi
fyrir mig. Ætlarðu að gera mér þennan greiða?"
„Ætli það ekki. Fyrst það er svona áriðandi
fvrir þig. vinur minn.“ sagði hún. en þó var ekki
iaust við t.ortryggni í augnaráðinu. „Og hvar á
ég svo e'ginlega að hafa verið í nótt sem leið?“
..Hiá Howard Fletcher . . . Heima hjá honum,
skilurðu ...“
Það var sjötta skilningarvitið, sem bjargaði
mér eins og fyrri daginn. Ef ég hefði ekki beygt
mig um leið og ég sleppti orðinu, mundi kaffi-
bollinn sem hún var að drekka úr, hafa brotnað
á hausnum á mér. Mér varð Það fyrst fyrir að
spyrja sjálfan mig, hvort væntanlegir gestir
mundu líta á kaffiskelluna á nýju veggfóðrinu
sem einskonar abstrakt skreytingu.
..H.iá Fletcher ...“ æpti hún. „Hjá Howard
Fletcher? Hvað heldurðu eiginlega að ég sé?
Dækia. eða hvað ...“
„Ef þú gerir þetta, þá gerir þú það eingöngu
fyrir mig. Ég verð að geta afsannað það ... að
hann hafi myrt Nínu Booth. Og ég verð að játa
að ég sé ekki annað ráð til þess.“
„Afsanna það.“ æpti hún enn. „Hann hefur
áreiðanlega verið valdur að morðinu á henni,
hvort sem hann hefur framið það sjálfur eða
ekki. Og mér er satt að segja ómögulegt að skilja
hvernig þú geur farið fram á slíkt og þvíiíkt við
mig. eftir allt það, sem á undan er gengið ...“
Hún svipaðist um, bersýnilega eftir einhverju,
sem hún gæti kastað í mig, en þegar hún sá ekki
neitt lauslegt, sparkaði hún i sköflung mér með
trjónuhvössum stígvélahælnum — og ég get full-
yrt, að það er allt annað en notalegt, þegar vel
er fylgt á eftir.
Heitt kaffið gusaðist úr bollanum, sem ég hélt
á, logbrenndi mig á lærum og hnjám svo að ég
hafði ekki viðþol. „Allt í lagi,“ varð mér að orði.
„Við skulum þá gleyma þessum orðum eins og
ósögð væru, vina mín. Við skulum lofa þessum
þrjótum að troða mig niður i svaðið, fyrst þeir
hafa gaman af Því. Og ég ætti ekki að þurfa að
vera í neinum vandræðum með vinnu, þótt, ég
eigi ekki afturkvæmt i leynilögreglustarfið,
blessuð vertu ... eins og það geti verið- örðugt
fyrir lögreglumann, sem vikið hefur verið úr
stöðunni fyrir rangan sakaráburð, að komast í
sæmilega vinnu . .. Ekki trúi ég Því. Sem sagt —
við skulum gleyma þessu ...“
„Vikið úr stöðunni? Fyrir rangan sakaráburð?"
endurtók hún.
„Já, en sleppum því. Nú færðu þér kaffi í ann-
an bolla, og Þetta er útrætt mál,“ sagði ég. „Vit-
anlega hefði mér átt að vera það ljóst, að ekki
þýddi að færa þetta í mál . . .“
„Hvers vegna vilja Þeir troða þig niður í
svaðið?"
„E'infaldlega vegna þess, að ég tel að Howard
Fletcher sé ekkert við þessi morð riðin," svaraði
ég. „En nú hafa Þeir tekið hann fastan, og það
verður ekki aftur tekið. Þar með er ég, sem
sagt, dæmdur úr leik. Og það sem lakast er —
það verður ekki nokkur leið að hafa hendur í
hári morðingjans nema Fletcher sé látinn laus
og megi fara, frjáls ferða sinna. En við skulum
ekki vera að gera okkur neina rellu út af því,
ástin mín. Ætli ég fari bara ekki að leggja sutnd
á fjárhættuspil. Það er sagt að talsvert geti verið
upp úr því að hafa — það er að segja ef maður
kemst upp á lag með að beita brögðum ...“
„Al, ástin mín.“ Hún renndi sér niður úr stóln-
um og kraup á kné við hlið mér. „Hvers vegna
isagðirðu mér það ekki umsvifalaust, að þetta
varðaði þig svo miklu?"
„Þegar öllu er á botninn hvolft, þá varðar það
mig ekki svo miklu," varð mér að orði. „Eins
og ég sagði, þá hefur maður alltaf einhver ráð.
Hitt er svo annað mál, að það er alltaf dálítið
leiðinlegt að verða að láta þannig í minni pokann
fyrir þeim, sem minna vita og minna geta; láta
þá troða á sér og hælast svo um ...“
„Ég geri eins og þú baðst mig,“ hrópaði hún
um leið og hún vafði örmunum svo fast um háls
mér, að mér lá við köfnun. „Það skal engum líð-
ast að troða á þér, þástin mín. Ekki á meðan
mín nýtur við . . .“
„Nú fyrst þekki ég þig aftur, Gabriella litla,"
svaraði ég og sló þéttingsfast á öxl henni. „Hlust-
aðu nú á. Þú komst Þangað sem sagt ekki fyrr
en klukkan hálfellefu í kvöld er leið. I sömu
.svifum og þú komst að byggingunni, þar sem
Howard Fletcher býr, sástu hvar John Torch fór
■eftir hinni gangstéttinni, en hann veitti þér ekki
athygli, og Þú heilsaðir honum ekki. Þú yfirgafst
Fletcher ekki fyrr en á miðnætti. Hugsaðir svo
■ekki um þetta nánar þangað til í dag, þegar þú
fréttir að Howard Fletcher hefði verið handtek-
inn. Skilurðu hvað ég er að fara?"
„Ég held að mér mundi veitast Það auðveldara
að kenna þér að hafa rangt við í fjárhættuspil-
um,“ svaraði hún hugsi. „En hvað um það. Ætli
■ég skilji ekki meininguna."
„Stórkostlegt," varð mér að orði. Síðan spratt
ég á fætur, greip hana í fang mér og dansaði með
hana nokkra hringi. Að þvi loknu gekk ég að
símaborðinu.
Mér varð fyrst fyrir að hringja til þeirra í lög-
reglustjóra skrifstofunni. Það var Annabella, sem
varð fyrir svörum og ég reyndi sem ég gat að
breyta röddinni í þeirri von, að hún bæri ekki
kennsl á mig. „Gæti ég fengið að segja nokkur
orð við lögfræðing Howards Fletchers?" spurði
ég. „Það er mjög áríðandi mál ...“
„Því miður er það ekki hægt,“ svaraði Anna-
bella. ;,Það eru að minnsta kosti einar tíu minút-
ur síðan að herra Hazelton fór héðan. En ég geri
hins vegar ráð fyrir að hann hafi farið beinustu
leið til skrifstofu sinnar, svo að þér ættuð að
geta náð tali af honum þar. Hann ætti að vera
kominn þangað, ef hann hefur ekki tafizt."
Ég lagði talnemann á. Greip símaskrána og fór
að leita að númeri þessa herra Hazeltons. Það
tók mig ekki langan tíma, en þegar ég hringdi,
svaraði einkaritari hans mér því til, að hann ætti
ákaflega annríkt, og hún mætti ekki trufla hann.
„Segið honum að Wheeler leynilögreglumann
langi til að hafa tal af honum og það sé mjög
áriðandi,“ sagði ég. „Segið honum að það sé í
sambandi við Howard Fletcher ...“
„Ég skal gera það, herra leynilögreglumaður,"
sagði einkaritarinn, „en ég geri ekki ráð fyrir að
það hafi neina Þýðingu. Hann vill ekki láta neinn
ónáða sig.“
„Segið honum þá, að skjólstæðingur hans verði
að dúsa að sama skapi lengur í dyflissunni, og
hann dregur það að tala við mig,“ varð mér að
orði.
Nokkur stund leið, svo heyrðist ónotaleg karl-
FORSAGA
2D VIKAN