Vikan


Vikan - 27.10.1960, Qupperneq 24

Vikan - 27.10.1960, Qupperneq 24
— Hverjir eru hinir nýju meðlimir hl jómsveitarinnar ? — Þar skal telja fyrstan hinn landskunna söngvara Ragnar Bjarna- son. Hann söng með hljómsveitinni í Breiðfirðingabúð fyrir nokkrum árum og stóð þá til að hann færi með henni i Sjálfstæðishúsið, en það varð ekki af þvi þá. Undanfarin ár hefur hann m. a. starfað með hinum þekkta KK-sextett og hljómsveit Björns R. Einarssonar — en nú er hann sem sagt kominn aftur, og betri en -nokkru sinni fyrr. — Mun Ragnar syngja svipuð lög og fyrri söngvari hljómsveitarinnar ? — Já, að nokkru leyti. Hann mun auðvitað syngja þau dægurlög, sem efst eru á baugi hverju sinni, en ann- ars er hægt að velja jafn góðum söngvara og Ragnari nær því hvaða verkefni sem er, hann skilar ölium lögum með jafn mikilli prýði, islenzk- um sem erlendum, gömlum völsum sem rokklögum. — Og hinir mennirnir? — Píanóleikarinn er Magnús Ingi- marsson. Hann er fyrir löngu orðinn þekktur hljómlistarmaður, en kom eiginlega fyrst fram í dagsijósið, er hann fór að leika með hljómsveit Gunnars Ormslev í Framsóknarhús- inu, er það tók til starfa. Annars halði Magnús áður leikið í nokkrum samkomuhúsum hér og á harmoniku víða úti um sveitir, en jafnhliða því verið prentari að atvinnu. í fyrravet- ur lék hann einnig í Framsóknar- húsinu, en hafði þá sína eigin hljóm- sveit og sá m. a. um útsetningar á lögunum í söngleiknum „Rjúkandi ráð“ er þar var sýndur og þótti hafa unnið þar, sem endranær, gott starf. Einnig hefur hann gert útsetningar fyrir marga útvarpsþætti og hljóm- plötur, sem út hafa komið, og er sú vinna til fyrirmyndar. Magnús er og ráðinn se.n útsetjari i hljómsveit Svavars Gests og verða starfskraftar hans áreiðanlega hljómsveitinni mik- ill styrkur, því auk þess að vera snjall og fljótvirkur útsetjari, er Magnús jafnvígur á flestar tegundir músíkur, rokklög og jazzlög jafnt sem söngút- setningar og revíutónlist. — Og svo er einn nýr maður ennþá? — Það er gítarleikarinn örn Ár- mannsson. Hann er aðeins átján ára, en kann margt fyrir sér, þótt ungur sé og hafi fengið sáralitla eða enga tilsögn. Örn var hljómsveitarstjóri fyrir góðu ári í „Fimm í fullu fjöri" og lék með „Atlantic" á Akureyri í sumar. Örn er áhugasamur og vænti ég góðs af samstarfi við hann um leið og ég vona að vera hans i hljóm- sveitinni verði honum góður reynslu- skóli, því Örn á áreiðanlega eftir að leika fyrir dansi í fjölda ára í viðbót. — Og þá eru tveir sem verða kyrr- ir í hljómsyeitinni auk þín? — Já, þeir eru bassaleikarinn, Gunnar Pálsson, sem leikið hefur með mér siðan í janúar s.l. og svo þúsund- þjalasmiðurinn Reynir Jónasson, sem byrjaði fyrir tæpum fjórum árum og hefur orðið landskunnur hljóðfæra- leikari á þeim tíma. Og nú hefur hann enn á ný látið sér vaxa alskegg, svo það má kannski flokka það einnig undir breytingu. — Nokkrar breytingar á lagavali? — Það er litlu hægt að breyta, því við verðum að leika alla tegund dans- músíkur. Það er mikið að aukast að hljómsveitir sérhæfi sig. Sumar leika aðeins rokklög, aðrir gömlu dansana og enn einn hópurinn sígild dans- og dægurlög. Við verðum hins vegar að vera með eitthvað af öllu og líklega eina hljómsveitin sem verður að gera það. En það kostar gífurlega vinnu við æfingar. Annars verður alltaf reynt að taka eitthvað nýtt fyrir, eitthvað sem fólkið hefur gaman af að heyra og sjá. — Hvað viltu segja um hina miklu aðsókn unglinga, sem verið hefur að Sjálfstæðishúsinu undanfarið? — Ég held að það hafi aðeins ver- ið stundarfyrirbrigði. Unglingarnir áttu satt að segja ekki í önnur hús að venda. Samkomuhúsin sem selja mat og eru opin frá kl. 7 á kvöldin vilja þetta fólk ekki til sín og gera allt fil að fæla það frá. En nú eru unglingarnir hættir að koma í Sjálf- stæðishúsið á laugardagskvöldum því laugardagsdansleikir frá 9—2 hafa verið teknir upp að nýju. Þeir nutu gifurlegra vinsælda fyrr og vona ég að við fáum að sjá okkar gömlu og góðu gesti aftur, sem ekki töldu laug- ardaginn fullkomnaðan, nema hann endaði með dansleik í Sjálfstæðishús- inu. Og nú, þegar framhaldsskólarnir hafa tekið til starfa, þá fara ungiing- arnir að minnka heimsóknir sínar í ,.Húsið“ einnig á föstudögum og sunnudögum, því auðvitað ætti skóla- fólk sízt að skemmta sér á samkomu- stöðum þar sem vín er framreitt. Annars er skemmtilegt að spila fyrir unga fólkið, það fylgist vel með þvi sem hljómsveitin gerir og klappar óspart lof í lófa ef því líkar vel og ég held að þið getið slegið botninn í þetta með því að segja að það hefir fullkomlega sætt sig við Þær breyt- ingar sem orðið hafa á í hljómsveit- inni, ef marka á undirtektirnar, sem við höfum fengið þessu fáu kvöld sem við höfum leikið saman. Hljómsveit Svavars Gests, eins og hún var skipuð, er hún lék í Breið- firöingabúö áriö 1956. Frá vinstri: Ragnar Bjarnason, Axel Kristjánsson, Jón Sigurösson, Svavar Gests og Árni Elvar. vj A Hljómsveit Svavars Gests eins og hún er nú skipuö. F. v.: Reynir Jónasson, Magnús Ingimarsson, Svav- ar Gests, Gunnar Pálsson, örn Ár- mannsson og Ragnar Bjarnason. skrítlur „Lœknir, ef ég gengst undir upp- skuröinn, get ég þá veriö kominn heim aftur eftir tvœr vikur og farinn aö spila á fiöluna mína?“ „Ja, fiölu ■— því get ég ekki lofaö. En síöasti sjúklingurinn, sem ég skar upp var farinn aö spila á hörpu eftir 12 tíma.“ „Hvernig var veöriö í London?“ „Eg sá þaö ekki. Þaö var svo mikil þoka.“ „Anna er aö veröa gráhærö.“ „Af hverju?“ „Af áhyggjum yfir því, hvort hún á aö hafa háriö á sér Ijóst eöa rautt.“ „Maöur fyrir borö,“ kallaöi ungi sjóliöinn, sem var í sinni fyrstu ferö. Hiö stóra skip var stöövaö í of- boöi, en þá fór sjóliöinn til skipstjór- ans og sagði: „Afsakiö herra, en mér skjátlaöist er ég kallaöi „MaÖur fyrir borÖ“. „Guði sé lof,“ sagöi skipstjórinn og gaf skipun um aö skipiö yröi sett á fulla ferö aftur. „ÞaÖ var,“ hélt sjóliöinn áfram, „ ... nefnilega kvenmaöur." Hann: „Eg ætla aö hringja í yöur á morgun, hvaö er símanúmeriö yÖar?“ Hún: „ÞaÖ er í símaskránni.“ Ilann: „Þaö var gott, en hvaö heitiö þér?“ Hún: „Nafniö mitt er í skránni líka.“ Flugvélin var komin hátt á loft, er flugmaöurinn lieyrist fara aö hlœja ofsálega. „Hvaö er svona fyndiö?“ spyr einn farþeginn. „Ég er aö velta því fyrir mér, hvaö þeir munu segja á vitfirringahælinu, þegar þeir komast aö því aö ég hef sloppiö þaöan út.“ Hann: „Hvernig getur kvenfólkiö sagzt hafa veriö aö verzla, þegar þaö kaupir ekki neitt?“ Hún: „Ja, hvernig er meö ykkur karlmennina, þegar þiö fariö í veiði- túr ?" Lögregluþjónninn (viö mann sem stendur fyrir utan hús eitt Jclukkan þrjú um nótt): „HvaÖ ert þú aö gera hér ?“ „Ég gleymdi lyklunum mínum. Og ég er aö bíöa eftir því aö hrakkarnir mínir komi heim og opni fyrir mér.“ híjómlist Það vekur að sjálfsögðu tals- verða athygli, er miklar breyting- ar verða í hljóm- sveitum hér í bænum, hvað starfslið snertir, og ekki sízt ef mannaskipti verða i hljóm- sveitum þeim, sem notið hafa mikilla vinsælda frem- ur öðrum. Illjómsveit Svavars Gests hefur í langan tíma verið ein sú þekktasta, bæði hér í Reykjavík og einnig úti á landsbyggðinni. Og um vlnsældir hennar vitnar bezt hin mikla aðsókn að Sjil.stæð.'shúsinu undanfarið ár og að skemmtunum Þeirri, sem þeir félagar héldu úti á landi í sumar sem leið. Við h.ttum Svavar að máli um dag- inn og lögðum íyrir hann nokkrar spurningar varðandi hinar nýorðnu .breytingar. — Heidurðu að vinsældir hljóm- sveitarinnar haldist ekki þrátt fyrir .þessi skipti? — Það er ekki gott að segja um það — ef til vill ekki hjá ákveðnum aldursflokki Annars er tilgangur hljómsveitarinnar ekki eingöngu það, að afle. sér vinsælda Við erum hljóð- færaleikarar að atvinnu og leggjum aðeins áherzlu á, að leika sem fjöl- breyttasta dansmúsík, því við verðum að leika fyrir alla aldursflokka, allt frá 3—4 ára um jólin til 40—60 ára á árshátíðum — og svo unga fólkið þess á milli. — En auðvitað viljið þið nú vita af því að þið njótið vinsælda? — Vissulega er skemmtilegt að geta leikið tónlist, sem fellur öllum þeim í geð, sem eftir henni þurfa að dansa hverju sinni. Á því atriði byggjast vinsældir fyrst og fremst. 24 vijían

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.