Vikan - 27.10.1960, Blaðsíða 34
Dansmærin í Beni
Mússa
Framhald af bls. 9.
Og staðreynd er það, að það var
Hans, Austurríkismaður, sem var
einmitt að enda fimmta og síðasta ár
sitt i útlendingaherdeiidinni, sem
minntist á það við mig að fyrra
bragði.
Eg stóð í herskálanum og var að
laga á mér hárið, áður en ég legði
af stað í vanaferð mína til „Sahara".
Þá kom Hans inn og settist á rúmið
við hliðina á mér.
— Þú veizt það, sagði hann, — að
fyrst í stað öfunduðum við þig, — af
þessu með Júanítu, á ég við.
Mér fannst ég ákaflega upp með
mér.
— Fyrst í stað! Það gerið þið
enn. Það er nú einmitt það, sem að
ykkur er.
Hann hristi höfuðið.
— Alls ekki, nú kennum við i
brjósti um þig.
Eg lét sem ég vissi ekki af honum
og tor að bursta skóna mina. En þeg-
ar ég fór, hrópaði Hans á eftir mér:
— Þegar þu kyssir hana að skiin-
aði í kvoid, þá iittu i kringum þig,
og vittu, hvort þú tekur ekki eítir
nemu sérstöku.
Þetta kvold var áþekkt öðrum
kvöidum. Júaníta var indæl að venju,
en þegar ég ieit nú i kringum mig,
aldrei þessu vant, veitti ég því eftir-
tekt, að Ortega haliaði sér fram á
stúkuborðið og héit atram að drekka
og taia við Jimmy, en sýndi ekki á
ser neitt fararsnið, þótt kominn væri
lokunartimi.
Á leiðinni heim til herbúðanna
flaug það skyndilega í hug mér, að
þarna hafði Ortega verið á hverju
kvöldi og kinkað til mín kolli, um
leið og ég fór út. Ég hafði verið svo
djúpt sokkinn niður í mína eigin un-
aðsdrauma, að mér hafði gersamlega
sézt yfir þessa staðreynd.
En hvað um það? Ortega var ekki
síður gefinn fyrir sopann en hver
okkar hinna, og ég mundi ekki til
þess, að hann hefði svo mikið sem
litið á Júanítu, hvað þá heldur yrt
á hana.
Hans var vakandi, þegar ég kom
heim.
— Jæja? sagði hann í spurnartón.
Ég kannaðist við, að Ortega hefði
verið þar, en engir aðrir.
— En hvað um það? spurði ég.
— Mon vieux (gamli mmn), svar-
aði hann alvarlega. — Þú ert fífl.
Siklur þú það ekki, að okkar ágæti
liðþjálfi er aleinn með hinni fögru
samlöndu sinni, eftir að þú ert farinn.
Og Jimmy leggur blessun sína yfir,
það — náttúrlega.
En ég mótmæiti. — Hún tekur ekki
einu sinni eftir honum. Hún er allar
stundir hjá mér.
Hann hió.
— Já, og þú kemst anzi langt með
hana, er ekki svo? Drottinn minn
dýri! Sérðu ekki, maður, að þú ert
bara notaður se.vi skjöldur, nægju-
samur og skiiningslaus skjöldur,
gagnvart okkur öilu.n hinum —• fram
til miðnættis. Og svo segið þið, að
við Austurrikismenn séum einíaldir!
Jæja, ég er nú ekki rnikið gefinn
fyrir þessar sígiidu sogur, en þó hef
ég lesið um þann naunga, Óthelló.
Trúið mér til, hann hafði ekki mikla
hugmynd um, hvað orðið afbrýðisemi
þýddi.
Á morgunæfingunni daginn eftir
langaði mig mest til að slá Ortega
niður með byssuskeftinu, en ég hafði
gert fasta áætlun og hagaði mér eins
og fyrirmyndarhermaður allan dag-
inn. Ég vildi ekki eiga á hættu að
vera neitað um leyfi. Nú var komin
alvara i spilið.
E'igi að síður var ég öllu rólegri
um kvöldið, þegar ég gekk niður
götuna til „Sahara“ og reyndi að
telja mér trú um, að Hans væri á
vllligötum. Og Þegar Júanita kom að
borðinu mínu fegurri en nokkru sinni
fyrr og brosti sínu yndislegasta brosi,
var ég í rauninni sannfærður um, að
svo væri. Hún varð undirleit, þegar
ég kallaði hana „cherie", og festi svo
augu sín á mig, stór og dimm. Hún
strauk litla lófanum um hönd mína
og leyfði mér að kyssa sig á báðar
kinnar, þegar ég bauð henni góða
nótt. Um leið greip hún í eyrnasnepil
minn með vörunum.
Það er satt, að ég veitti því athygli,
að Ortega stóð hjá vínborðinu að
venju, en þó skammaðist ég mín fyrir
grunsemdirnar. Ég varð nú að geta
sannfært Hans um, að hann væri
flón og hálfu glámskyggnari en hann
héit sjalfur fram. Eg veiíaði til þeirra
Jimmys og Ortega, skeliti hurðinni
í lás á eftir mér og þrammaði síðan
upp götuna til herskálans með þeirri
hareysti, sem ég mátti við koma.
Þegar ég hélt, að ég sæist ekki frá
„Sahara" lengur, fór ég út af veginum
og gekk i storan hring heim að hús-
inu á ný og nam staðar fyrir utan
eldhúsið. Þar var niðamyrkur að
heita mátti og steinhljóð. Eg þreifaði
mig íram með bakhlið hússins og
læddist örhægt fyrir hornið, þangað
til ég kom að dyrasvölunum. Hótel-
herbergin sneru út að þessum svölum.
Lagði birtu út á þær, og mér heyrð-
ist ég greina mannamál.
Ég þrýsti mér upp að veggnum og
þumlungaðist undur-varfærnislega
áfram, þangað til ég kom að glugga
þeim, er ljósið féll út um. Engin
tjöld voru fyrir honum, og inni í
herberginu sá ég þau Júanítu og
Ortega. Þau voru í hörkurifrildi.
Ortega sneri baki við mér. Júanita
starði á hann með hendur á mjöðm-
um og froðufelldi af bræði. Ég skildi
ekki stakt orð af því, sem hún var
að segja, en allt í einu sá ég, að
Ortega hóf upp höndina og sló hann
roknahögg í andlitið.
Þetta var meir en ég þoldi. Ég
gaf mér ekki tima til að gæta að,
hvort hurðin væri læst, heldur spark-
aði henni opinni. Ortega snerist á
hæli eins og liðugur köttur, og and-
artak horfðumst við í augu. Svo
heyrði ég rödd hans:
— Burt til herskálanna. Þú ert
tekinn fastur!
Án þess að gefa mér tíma til að
hlýðnast skipun hans, sem mér ann-
ars kom ekki til hugar að gera, —
réðst hann á mig — þegar í stað.
Ég mundi, hvernig farið hafði fyrir
Kallinskí og bjóst við þessu. Hann
hljóp beint á hnýttan hnefa minn,
ég hitti hann neðanvert við munn-
inn. Nálega samtímis náði ég til höku
hans með fætinum. Hann skali kylli-
flatur. Ég hélt hann væri úr leik og
ætlaði að gefa honum annað spark
í viðbót til vonar og vara. En þá
greip hann allt í einu til mín, eins
og slanga hyggi, og greip um fætur
mér fyrir neðan hné. Við kútvelt,-
umst báðir um gólfið, og greipar hans
lokuðust um hálsinn á mér.
Mér tókst að skalla hann í and-
litið, og ég fann, að tak hans linað-
ist, og hann stundi af sársauka. Við
vorum nærri jafnfljótir á fætur. Hann
réðst aftur á mig eins og leiftur, og
ég sá, að hann var með hníf í hend-
inni. Það blikaði á blaðið, og ég sló
frá mér til Þess að verjast laginu.
Nístandi sársauki fór um vinstri
hönd mína, hnífsblaðið hafði stungizt
þvert í gegnum hana. Þá varð allt
rautt fyrir augu 1 mér Ég hristi
höndina lausa og fann, hvernig stálið
straukst við handarbeinin. Ortega
varð víst hissa á, að mér skyldi ekki
verða meira um þetta, því að hann
gætti sín ekki rétt sem snöggvast.
Það var nóg. Ég sló hann og lagði
í höggið alla þá orku, sem ég átti til.
Hann hneig niður og bærði ekki á
sér. Hann var fullkomlega úr leik.
1 sömu andrá flaug Júaníta á mig.
Ég gleymdi Ortega og reikaði á móti
henni til þess að fela hana i faðmi
mér. Þá var allt í einu eins og tveim-
ur matkvíslum væri stungið inn í
húðina á enni mér og þær dregnar
niður eftir andlitinu. Ég fann, að
holdið flettist sundur, og blindaöist
jafnframt af blóðinu, sem rann mð-
ur í augu mér. Um leið rann það upp
íyrir mér, að það var Júaníta, sem
klóraði mig svona með nöglunum,
löngum og hárbeittum. Ég heyrði,
að hún öskraði:
— Illmenni! Fólska fífl! Laun-
morðingi! Ég elska hann! Ég elska
hann!
Síðan seildist hún eftir hníf Ortega.
En ég skipti mér ekki frekar af því,
heldur hljóp mína leið.
Hans hefur sjálfsagt búizt við
uppistandi. Að minnsta kosti var hann
á tótum og beið min,' þegar ég reikaði
inn í skála okkar. Það klakaði niðri
í honum hláturinn eins og hænu með
eggjasótt, meðan hann var að þvo
og binda um hönd mína og andlit.
Einhver kom með fulla komakskrús.
Um leið og ég féll i sárindum biand-
inn svefn, heyrði ég, að hinir voru
farnir að veðja um, hvað ég yrði
dæmdur í marga mánuði fyrir þetta
tiltæki mitt.
Ég skalf á beinunum við herkönn-
unina morguninn eftir. Ég botnaði
ekki í því, hvers vegna ekki var búið
að setja mig í fangelsi enn þá, en
gerði mér helzt i hugarlund, að
Ortega vildi taka mig fastan í viður-
vist allrar hersveitarinnar. Kenndi ég
í brjósti um mig? Það var naumast
til gómstór blettur á öllu mínu and-
liti, sem ekki var þakinn plástrum,
og mig sárverkjaði i vinstri hönd-
ina undir öllum vafningunum. Það
var ekki heldur neitt uppiífgandi að
mega búast við heilu ári i refsideild-
inni •— eða hver vissi hvað.
Mér fannst sem við hefðum staðið
á gæzluverði tímunum saman i
steikjandi sólarhitanum, Þegar
Ortega loksins hóf herkönnunina.
Hann stakk ofurlítið við. Ég stóð í
fremstu röð um það bil miðri. Hann
fór sér hægar en venjulega, nam
staðar hjá hverjum manni og iag-
færði eitt og annað. Það var víst
þetta, sem þeir kalla, að sé eins og
köttur leiki sér að mús. Mér leið allt
annað en vel.
Að lokum stóð hann frammi íyrir
mér. Ég reyndi að horfa yfir höfuð
honum. Annars gat ekki heitið, að
ég sæi mikið, eins og ástatt var. Svo
heyrði ég þurra og rólega rödd hans:
—- Heiur þú orðið fyrir slysi?
Ég ræskti mig og reyndi að koma
út fyrir varirnar þessu sígilda svari
hermannsins undir svipuðum kring-
umstæðum. Röddin var rám og hás:
— Ég hrasaði um þröskuldinn á
herskálanum, liðþjálfi.
Það varð löng og hræðileg Þögn.
— Gakk fram!
Ég tók hin fyrirskipuðu þrjú skref
áfram.
— Byssu á jörð!
Ég lagði hana niður og beið eftir
handjárnunum.
Þá kvað við þessi rólega, djöfullega
rödd á ný:
— Þú hlýtur að hafa meitt þig.
Jafnvel hermaður verður að gæta
þess, hvar hann gengur. Farðu burtu,
góði, og láttu herlækninn líta á þig.
Það var ekki eingöngu vegna sól-
skinsins og sáranna, að mér var eld-
heitt í andiiti, þegar ég dróst burt af
æfingasvæðinu.
Ég heyrði greinilega, að það kom
hlátur frá hermannaröðunum.
Til pess að vernda húð yðar
ætluð þér oð verjo noldrrum minútum ó hverju lcveldi til
oð snyrto ondlit yðor og hendur með Niveo-kremi. Þoð
hressir, styrkir og sléttir ondlitshúðino og hendurnor
verða mjúkar og lollegor Niveo-krem hefir inni að
holdo euzerit, sem er skylt eðlilegri húðftu. f’ess vegna
gengur þoð djúþt inn I húðino, og hefir óhrif longt
inn fyrir yfirborð hörundsins fess vegno er Niveo-krem
tvo gotl Jyrir húðino.
34 VIKAN