Vikan


Vikan - 27.10.1960, Blaðsíða 35

Vikan - 27.10.1960, Blaðsíða 35
Læknirinn segir Framhald af bls. 14. að gáfaS og glaðlynt barn verSi sljótt og álfalegt á svip. Mandlan i nefkokinu bólgnar svo andardrátt- ur verSur erfiSur og barniS verS- uraS anda með munninum. Með þessum hætti hefst afleit hringrás, þvi viS erum þannig sköpuS að andardrátturinn á aS fara fram gegnum nefiS. í því eru hár, sem hreinsa rykiS úr andrúms- loftinu, og ylja þaS jafnframt upp, svo að kalt og liráslagalegt vetrar- loftiS sogist ekki beint niSur í lungun. I nösunum verSur loftiS lika rakt. Þá hliS málsins annast tárin um. ÞaS eru tár, sem viS grátum aldrei, og aSalhlutverk þeirra aS lialda yfirborSi augans röku. ÞaS er varnaðarráSstöfun. Þegar þau liafa innt þaS hlut- verk af hendi, taka þau fyrir næsta starf. Þá renna þau eftir göngum niSur i nefið, þar hita bláæSarnar tárin, svo að þau gufa upp og blandast saman við innöndunina, sem þar af leiSandi verSa rakari og liollari. Loftið sem barniS andar að sér gegnum munninn, fer alveg á mis við þetta, þvi „mandla“ sú svo- kölluð, er situr í nefkokinu, lokar leiðiiini. Svo að við minnumst aftur á liina „illu hringrás“, þá myndast hún við þaS að' loftinu er andað að sér gegnum munninn, án þess að nein hár séu til að hreinsa úr því rykið, og án þess að neitt sé hægt að gera til að varna bakteríum aðgangs. Þær fá að komast óhindr- aðar beint inn í líkamann. Aukahlutur í riefi. Foreldrar sumra barna, er ganga með sifellt kvef, verða gripnir einskonar „herðingardellu“ ........ sennilega oftast eftir samræður við vini og vandamenn. ÞaS þarf að herða Pésa litla, og því á hann meSal annars að sofa í lcöldu herbergi fyrir opnum glugga, jafn- vel í vetrarfrostum, hann á að vera úti i lireina loftinu og hann á að fara í kalt steypibað á hverjum degi. Aumingja Pési litli. ÁSur en hugsa má til að byrja neina herð- ingarþjálfun, þarf barnið fyrst og fremst að vera heilbrigt. Slíka að- ferð á líka yfirleitt að byrja að sumri til, halda henni siðan áfram yfir haustið og fram á vetur. En með því er ekki átt við að börn eigi að láta ganga snöggklædd úti í frosti. Þá lægi við að þeim væri hollara aS læra til fakíra og liggja á gaddabálki. „Eitthvað í nefinu“ getur líka verið aíikahlutiir svokallaður, er barnið sjálft hefur stungið upp i nösina, án þess að gefa því frek- ari gaum. Það getur verið bréfkúla, svolítið spítubrot úr leikfangi, eða því um líkt. ÞaS getur legið lengi í nefgöngunum .... oftast fremst í þeim. Nálega alltaf verður þess vart, því sú nösin sem aukahluturinn liggur í, verður fyrirferðarmeiri. Liði svo langur timi að þetta sé ekki fjarlægt, safnast húð utan um það, er myndast viS það að blóð storknar og blandast í slímhúðina. í þessu tilfelli á einmitt ekki við að skola nefið, þvi það gæti hæg- lega orsakað bólgu í miðeyranu, heldur skefur læknir aðskotahlut- inn burtu, eftir að barniS hefur verið deyft. Veirukvef. „Eitthvað i nefinu“ reynist oft vera kvef. Það sem orsakar kvefið er eitt og liið sama hjá börnum og fullorðnum, sem sé veira. Venju- lega líður hálfur til heill sólar- hringur frá því smitunin berst inn i líkainan, þangað til kvefiS hrýst út. Sérstaklega er kvefhætt að haustinu og snemma vors, og eru börn langtum næmari fyrir því yfirleitt en fullorðnir. Sér í lagi verður kornabörnum oft mikið um kvef. Þau fá háan hita, missa matarlyst, meltingin verður í ó- lagi og þau kasta upp.... auk þess sem þau fá iðulega fylgikvilla. Þessir fylgikvillar eru: lungna- kvef, eyrnabólga, hálsbólga, lungna- bólga iðrakvef. Oftast liður kvefið hjá eftir vikutíma, ef fólk gerir nauðsynlegar ráðstafanir gagnvart því, eins og getið er hér að framan. Sum börn eru kvefsæknari en önnur og næmari fyrir ofkælingar- veiru.Er þar stundum um ofnæmi (allergi) að ræða, og verður ef til vill vikið síðar að því, hér í blað- inu. En fleira er líka til, sem átt getur sök á því, að einu barni er gjarnara til að fá kvef, en öðru. BarniS hefur kannski ekki nógu gott viðurværi, þjáist af vítamínskorti. Munið að gefa börnum vitamín í skammdeginu. Einnig getur ástæðunnar verið að leita í likamsbyggingu barnsins, sum hörn eru þannig byggð, að þau eru meðtækilegri en önnur, þótt þau hafi gott viðurværi og nóg af vítamíni, hæði af töflum og suð- rænum ávöxtum. Þar getur arf- gengnin sagt til sin. Lika getur ein- hver sjúkleiki hafa veiklað það snenima hausts, og komi það fyrir, helzt veita í því að meira eða minna leyti veturinn út. Það hefur eytt vetrarforða líkamans of snemma, og nær ekki fullri hreysti fyrr en næsta sumar. Síðast — en ekki sízt — geta húsakynnin haft mikla þýðingu. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að hús eru mismunandi holl. Það getur fyrirfundist gömul og afleit íbúð i glæsilegu og hollu bæjarhverfi. Hinsvegar getur verið um að ræða spánnýtt hús, sem byggt er eftir öllum kúnstarinnar reglum, en stendur í röku og óheil- nærnu hverfi, eða þar sem mjög er roka- og rigningasamt, sædrif eða þvi um líkt. En nú erum við komin inn á svið ofnæmisins, og það verður ekki rætt í þessari grein. (jóð einangrun gegn hita og knlda eykur þægindin og minnkar hitunar- kostnaðinn. Þér fáið einangrunarkostnað- inn á fáum árum í spöruðu eldsneyti. Það borgar sig bæði fyrir yður sjálfa og þjóðfélagið í heild að spara eldsneyti svo sem unnt er, og þar að auki er hlýtt hús (vel einangrað) mun notalegri vistarvera en hálfkp.lt (illa einangrað). STEINULL SÍMI 50975. LÆKJARGÖTU 34 — HAFNARFIRÐI VIKAN 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.