Veðrið - 01.09.1969, Síða 9

Veðrið - 01.09.1969, Síða 9
á húfi. Á engan er hallað, þótt sagt sé, að í þessari list standi Björn Pálsson fremst íslenzkra manna, og jafnvel þótt víðast væri leitað um lönd. Ég hef í þessu rabbi haft í huga þá, sem fljúga smávélum í innanlandsflugi, og þá gjarnan undir skýjum. Enn verður það svo að nokkru leyti, einkum vegna aukins einkaflugs. En sem betur fer er farþegaflug orðið miklu óháðara veðri. Þá er ekki skreiðzt undir skýjum, heldur notuð fylgdartæki og flogið hiklaust gegnum ský sem heiðríkju. Loftvog og radíohæðarmælir segir til, hvort haldið er öruggri hæð, en mjóir geislar frá flugvitum á jörðu niðri eru þræddir eins og þjóðvegir. Ratar í flugvél og á flugvelli veitir frekara öryggi, ásamt mörgum öðrum vélabrögðum. Segja má, að þessi tækni dragi nokkuð úr jreirri þýðingu, sem starf veður- fræðinga hefur fyrir flugið. En við getum verið harla ánægðir með það. Allt okkar starf miðar að því, að veðrið komi sem sízt á óvart og angri sem minnst. Jafnframt leitast aðrir við að brynja menn gegn áhrifum þeirra veðra, sem við erum að reyna að sjá fyrir. Og lengi enn munu hvorir tveggju hafa nokkuð að iðja. P. B. Skörp veðraskil og óvenjulegt hitafall að Hornbjargsvita í veðurathuganabók fyrir febrúar 1969 skýrir Jóhann Pétursson vitavörður frá fádærna snöggum veðrabrigðum að Hornbjargsvita. Farast honum svo orð: „Minn fæðingarmánuður heilsaði með frosti af norðaustri, en þakkaði fyrir sig með sjö stiga hita að sunnan. Mest varð eyrnanepjan í suðlægri átt þann sjötta — 20.6 stig. Annars var hann margátta með rok í bland og hafís á fjörum ásamt þeim skörpustu veðraskilum, er núverandi Hornstrendingar höfðu lifað. Kl. 12 á hádegi jj. 16. voru 9 vindstig af suðri með 6 stiga hita. Staddur utan- dyra kl. 12.20 horfði ég til fjalls í vestur, þegar öndverðir vindar léku um kinnar mér. Ég hafði spyrnt móti sunnan stormi, og leit nú um öxl: og stóð jrá norðan rokveggur alhvítur meðfram Bjarginu og féll jtegar yfir jtar sem ég stóð. Og uppaf Bjarginu hófst digur strókur með gífurlegum sviptingum og náði brátt 200 metra hæð. Þar sveigði hann til hafs, en skarst á nær sama tíma við Bjargsegg, og máðist út neðanfrá. Ég hafði þegar tal af orðmjúkum starfsmanni Veðurstofu og tjáði honum feiknin: — síðan beint út í mælahús, og var j)á komin norðan hríð og 4 stiga frost.“ Við jícssa myndríku Irásögn Jóhanns er aðeins j)ví að bæta, að frá kl. 12 til 15 féll hitastig á Hornbjargsvita úr 6.2 í —9.3 stig eða um 15.5 stig á þremur stundum. Frá kl. 12 til 18 féll hitinn um 17.9 stig, en frá kl. 9 til 18 um 19.2 stig. VEÐRIÐ •— 43

x

Veðrið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.