Veðrið - 01.09.1969, Síða 11

Veðrið - 01.09.1969, Síða 11
veðurstofan gaf út. Eru þær birtar í því riti þar til í árslok 1919, en þá tók íslenzka veðurþjónustan við þessu starfi. Arin 1920—1923, að báðum árum með- töldum, var gefin út Islenzk veðurfarsbók í sama formi og Meteorologisk Aar- bog. Veðurspár fyrir ísland voru ekki gefnar út af dönsku veðurstofunni. Árin 1917 og 1918 voru flutt á Alþingi frumvörp til laga um veðurathugunarstöð í Reykjavík, en þessi frumvörp náðu ekki fram að ganga. Auðséð er, livað vakti fyrir flutningsmönnunum: að hér á landi yrðu gefnar út veðurspár, eins og tíðkazt hafði í nágrannalöndunum um langt árabil. Þegar íslenzka veðurfræði- deildin var stofnuð tók liún þegar í stað til starfa við að framkvæma þetta mikilvæga verkefni. Fyrsta veðurkortið, sem fundizt hefur í skjalasafni veður- stofunnar, ásamt veðurspá gildandi fyrir hálfan sólarhring, er dagsett 17. janúar 1920. Síðan voru jafnan teiknuð veðurkort og gerðar veðurspár. Að öllum lík- indum hafa þær verið birtar jiegar í stað, ekki einungis í Reykjavík, heldur víðar um landið. Eítir að sæsíminn var lagður til útlanda voru veðurskeyti frá fimm íslenzkum veðurstöðvum send til útlanda dag livern, og sá Landssíminn um það starf. Þessi skeyti voru einnig send nokkrum sxmstöðvum úti um land og birt almenningi í Jxar til gerðum skápum. Þegar veðurspár bættust við þær upplýsingar árið 1920, var hægur vandinn að senda þær ásamt veðurskeytunum til birtingar. Þetta var gert síðar um árabil, og má telja víst, að sú tilhögun eigi upptök sín jxegar snemma á árinu 1920. Þegar svo var komið, voru allar greinar venjulegrar veðurjxjónustu starfrækt- ar af Veðuifræðideildinni, jxótt í smáum stíl væri, og má jxví með sanni segja, að hér starfaði þá veðurstofa. Og mjög eðlilegt er að telja þann dag stofndag hennar, þegar umsjón með veðurathugunum hérlendis komst í íslenzkar hendur. Að vísu var veðurþjómistan Jxá tengd annarri stofnun, og ekki voru sett lög um hana fyrr en 1926. En venjan er að telja aldur stofnunar frá jxví, er hún tók til starfa, án lillits til jxess hvort eða hvenær lög liafa verið sett um liana eða hvort hún kunni að hafa skipt um heiti. í bréfum veðurfræðideildarinnar til útlanda á jxessum fyrstu starfsárum henn- ar er orðið „I.öggildingarstofan" ævinlega haft á íslenzku, og póstur frá erlend- um aðilum var merktur: „Section météorologique de Löggiklingarstofan". Þetta undarlega sambland af frönsku og íslenzku bendir til þess, að forstöðumaður- inn liafi ekki kært sig um, að vitneskja um hið nána samband tveggja svo óskyldra starfssviða bærist út fyrir landsteinana. Reyndar stóð sambúðin ekki nema fimm ár. Með lögum nr. 13 4. júní 1924 var Löggildingaistofan lögð niður sem sérstök rikisstofnun frá 1. janúar 1925 að telja. Þá varð veðuifiæði- deildin sérstök stofnun og nefnd Veðurstofan samkvæmt ákvörðun viðkomandi ráðuneytis. Var jxá yfiimaður hennar að sjálfsögðu forstöðmnaður Veðurstof- unnar eða veðurstofustjóri. Það er [xví harla einkennilcgt, að hann skuli vera nefndur „forstöðumaður veðurathugana“ í lögum, sem sett voru einu og hálfu ári síðar. í nefndum lögum var ákveðið, að stofnunin skyldi heita Veðurstofa íslands, og hefir [xað verið nafn hennar siðan. Lög jxessi voru endurskoðuð árið 1958, VEÐRIÐ — 45

x

Veðrið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.