Veðrið - 01.09.1969, Qupperneq 14

Veðrið - 01.09.1969, Qupperneq 14
Allmörg hin síðustu ár fyrir heimsstyrjöldina vou starfsmenn sjö, og unnu flestir þeirra við veðurathuganir og veðurspár. Um dreifingu veðurfregna er það að segja, að hið áðurnefnda skipulag var við lýði enn um allmörg ár. En auk þess fór loftskeytastöðin í Reykjavík að útvarpa veðurfregnum á þeim árum. Árið 1930 hóf Ríkisútvarpið göngu sína. Var þá farið að útvarpa nýjum veðurfregn- um um Ríkisútvarpið tvisvar á dag, og auk þess var gildandi veðurspá endur- tekin á fréttatímum útvarpsins. Ekki þarf að fjölyrða um það, live mikinn þátt Ríkisútvarpið hefir haft í skjótri og góðri dreifingu veðurfregna. Þegar heimsstyrjöldin skall á, varð þegar í stað mikil breyting til hins verra. Veðurfregnir urðu þá brátt „bannvara", engum veðurfregnum var útvarpað frá erlendum stöðvum, né voru veðurfregnir sendar Veðurstofunni frá skipum á liafi úti. Veðurstofan fékk þá einungis íslenzk veðurskeyti, sem send voru sím- leiðis. Ekki var heldur leyft að útvarpa íslenzkum veðurfregnum. Á þeim árum var aðeins spáð fyrir liálfan sólarhring og spárnar sendar símleiðis allmörgum stöðvum víðs vegar á landinu til birtingar á sama liátt eins og á fyrstu starfs- árum stofnunarinnar. Flugveðurþjónusta. Veðurstofan hefir reynt að sameina starfið við almennar veðurspár og flugveðurþjónustu, að svo miklu leyti sem unnt hefir verið. F.r því nauðsynlegt að fjalla samliliða um þessar tvær greinar veðurþjónustunnar liér á eftir. Þegar á striðsárunum jókst veðurþjónusta i þágu innanlandsflugs mjög mikið, en síðustu stríðsárin lá í augum uppi, að Veðurstofunnar beið mikið og mjög vandasamt verkefni að loknu stríði, en það var veðurþjónusta fyrir Atlantshafsflug. Og ekki var langur tími til stefnu. Þegar sumarið 1946 hóf Flugfélag íslands farþegaflug milli íslands og Bretlands. Snemma á því ári voru samþykktar á alþjóðavettvangi mjög ýtarlegar reglur um flugþjónustu, m. a. flugveðurþjónustu, og skyldu |iær ganga í gildi 1. nóvember. Veðurstofan hafði fjölgað starfsliði sínu lítið eitt þegar á árinu 1945, en þegar reglur Al- þjóðaflugmálastofnunarinnar lágu fyrir var auðséð, að sú fjölgun yrði aðeins lítil byrjun. Gert var ráð fyrir, að ein aðalflugveðurstofa starfaði á íslandi, og samkvæmt ósk íslenzkra aðila var hún staðsett í Reykjavík. Slíkar veðurstofur semja m. a. veðurspár um lendingarskilyrði á millilandaflugvöllum síns lands á 6 klst. fresti dag og nótt alla daga ársins og auk þess aðvörunarskeyti, ef lendingarskilyrði breytast verulega. Þess vegna er nauðsynlegt að liafa sam- felldar vaktir veðurfræðinga, aðstoðarmanna og loftskeytamanna allan sólar- hringinn. Vitanlega hafði þessi breyting stóraukin útgjöld í för með sér, og áttu stjórnarvöldin stundum ákaflega bágt með að skilja, að þetta væri nauð- synlegt. En í lengdinni var það þó ekki mesti vandinn. Það var hægt að ráða og æfa loftskeytamenn og aðstoðarmenn á fremur stuttum tíma, en öðru visi hagaði til um hina langskólagengnu menn, veðurfræðingana. Viða í heiminum var skortur á veðurfræðingum þá daga, og ekki sízt hér, þar sem stækkun starf- seminnar var tiltölulega mjög mikil. Og vonlaust var að fá bætt úr þessum skorti nema á frekar löngum tíma. Það var því nauðsynlegt fyrst í stað, að allir veðurfræðingar stofnunarinnar ynnu að veðurspám. Svo kom fljótlega nýtt 48 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.