Veðrið - 01.09.1969, Blaðsíða 15
vandamál til sögunnar. Keflavíkurflugvöllur varð mjög bráðlega lendingarstað-
ur erlendra ilugvéla hér á landi, og var það því eindregin og samhljóða ósk
þeirra landa, sem höfðu flug um ísJand, að aðalflugveðurstofan yrði staðsett
þar. Um fjárlragsvandamál í þessu sambandi var ekki að ræða, því samningur
var fyrir liendi milli rikisstjórnarinnar og Alþjóðaflugmálastofnunarinnar unt
að kostnaður við aðalflugveðurstofuna yrði endurgreiddur. En þó var það ýms-
um erfiðleikum bundið, meðal annars urðu þær afleiðingar, að enn dróst á
langinn að annast nægilegt eftirlit með veðurstöðvum og stundvísa útgáfu Veðr-
áttunnar. Má segja, að meira en tíu ár liðu frá því, að Veðurstofan tók að sér
flugveðurþjónustuna þar til eðlilegu jafnvægi var náð í öllum greinum starfsemi
hennar.
Aðalflugveðurstofnunin var flutt til Keflavfkurflugvallar árið 1952 og hefir
starfað þar síðan. Hún er stærsta deild Veðurstofunnar hvað starfsmannafjölda
snertir og er væntanlega góð landkynning.
Loftskeytadeild Veðurstofunnar hefir alltaf séð um móttöku erlendra veður-
fregna jöfnum höndum fyrir veðurspádeildina í Reykjavík og flugveðurstofuna
á Keflavíkurflugvelli, og hafa þær því verið jafn vel settar með öflun veður-
frétta utan úr heimi. Auk þeirra frétta fær Veðurstofan veðurkort o. f 1., sem
send eru með myndsendi frá öðrum löndum, og hin síðari ár hefir hún fengið
myndir frá hinum svonefndu veðurtunglum. Á Keflavíkurflugvelli er veður-
ratsjá, þar sem hægt er að sjá lágský og úrkomu í allt að 300 km fjarlægð.
Að þessu athuguðu má gera ráð fyrir, að veðurþjónustan hafi batnað mikið
miðað við ástandið fyrir stríð. Veðurfregnir og veðurspár, nýjar eða endur-
teknar, eru mjög oft lesnar í Ríkisútvarpið, frá kl. 07 að morgni til kl. 01 að
nóttu. Auk þess er veðurspá útvarpað um loftskeytastöðina í Gufunesi kl. 04,30
að nóttu, og sú stöð sér einnig um útvarp á morse á veðurspá fyrir fiski-
miðin á íslenzku og ensku fjórum sinnum á sólarhring. Síðustu árin hefir
einnig sjónvarpið komið til sögunnar, og munu veðurfréttir vera mjög vinsælt
sjónvarpsefni og fróðlegt. Það má einnig telja víst, að veðurspárnar hafi orðið
nákvæmari en áður, enda eðlilegt, þar sem þær byggja á miklu fullkomnari
veðurfréttum en jteim, sem fyrir hendi voru fyrir daga Atlantshafsflugsins. Og
Jjær ná einnig yfir miklu stærri svæði en áður, eins og kunnugt er. Veður-
stofan hefir getað tekið að sér með stuttum fyrirvara að spá fyrir svæði, sem
ná allt frá Grænlandi og að Svalbarða, Jtegar ]>ess er Jjörf. Það eina, sem kostar
aukna kortagerð, er spáin til tveggja daga. Það þurfti töluverðan undirbúning
áður en unnt var að hefja Jtað starf, og veðurfræðingur Jtarf að koma á auka-
vakt til að annast Jtað. Þessi vakt er nefnd „vísindavakt“ af veðurfræðingum,
og er Jsað íil marks um, að hér er um vandaverk að ræða.
Jarðskjálftamœlingar. Þótt Jætta starf sé ekki á hinu eðlilega verksviði Veður-
stofunnar, hefir atvikazt svo, að hún hefir Jretta starf með höndum, og er gert
ráð f'yrir Jjví í lögum. Árið 1925 kom dr. Þorkell Þorkelsson tveimur jarð-
skjálftamælum í gagnið, sem hiifðu legið hér ónotaðir frá ]>ví á árum fyrri
heimsstyrjaldar. Hann vann einnig úr ritun mælanna, og voru skýrslurnar síðan
VEÐRIÐ -- 49