Veðrið - 01.09.1969, Qupperneq 17

Veðrið - 01.09.1969, Qupperneq 17
stofnunina. Hætt er við, að sumum finnist þessi þensla harla athugaverð. Þeim skal bent á, að liliðstæS þróun hefir átt sér staS í öllum tæknimenntuðum löndum, en í þróunarlöndum rísa veðurstofur frá grunni. Ástæðan er einfald- lega sú, að þetta borgar sig. Á síðastliðnu ári var gerð tilraun til þess á vegum Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar að áætla hlutfallið milli fjárhagslegs ávinn- ings og kostnaðar við veðurstofu, og létu nokkrir veðurstofustjórar í té greinar- gerðir um það efni. Skal ekki farið nánar út í það hér, heldur aðeins nefnt, að skrifstofa Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar komst að þeirri niðurstöðu, að athuguðum þessum greinargerðum, að hlutfallið milli fjárhagslegs gagns og til- kostnaðar við veðurstofu virtist vera um það bil 20 á móti 1. Ekki skal fullyrt um, hvort þessar tölur eiga við hér á landi, enda málið órannsakað. En þegar hliðsjón er höfð af veðurfari þessa lands og atvinnuvegum landsmanna er eng- um vafa bundið, að góð veðurþjónusta getur sparað landsmönnum miklar fjár- hæðir. Það er því léleg sparnaðarpólitík, að ntiða fjárveitingu til Veðurstof- unnar við það lægsta, sem hún getur komizt af með. Skynsamlegra er að miða við það, að hún geti leyst hið mikilvæga hlutverk sitt sem bezt a£ hendi. Við tímamót eins og þessi mun venja að dvelja ekki eingöngu við það, sem liðið er, lieldur einnig horfa fram á við. Um það væri liægt að rita langt mál, en hér skal aðeins drepið á eitt atriði og vísað til gildandi laga um Veðurstof- una, en þar segir m. a. um starfssvið stofnunarinnar: „Að fylgjast með framför- um og þróun veðurfræðinnar og annarra greina jarðeðlisfræði á starfssviði Veð- urstofunnar, svo og að vinna að rannsóknum á þeim fræðigreinum." Um fyrra atriði þessarar greinar má segja, að Veðurstofan leysir það starf af liendi eftir beztu getu, en liins vegar sitja rannsóknarstörf á hakanum, svo mikill skaði er að. Og ekki er það að undra, því þeir starfsmenn Veðurstofunnar, sem að slík- um rannsóknum geta unnið, veðurfræðingarnir, hafa alltaf verið svo fáir, að svo til allur þeirra starfstími og reyndar meira en það, er upptekinn við hin daglegu skyldustörf. Ekki má skilja þetta svo, að það sé gagnrýni á Veðurstof- una. Hún hefir ekki getað gert betur en að ráða alla Jjá íslenzku veðurfræð- inga, sem hafa gefið kost á sér til starfa í stofnuninni, og jrað hefir hún gert fram á þennan dag. En ef ungir stúdentar, sem eru að hefja háskólanám, vissu, að þeirra biði starf á Veðurstofunni, ekki eingöngu dagleg „rútinu“vinna, held- ur og rannsóknarstörf, fer ekki hjá því, að fleiri þeirra myndu velja veðurfræð- ina sem námsgrein en hingað til liefir verið. Og það má benda á, að fleiri leiðir liggja opnar ungum veðurfræðingum. Til dæmis má nefna, að Veður- stofan hefir þegið dýrmæta tækniaðstoð frá Sameinuðu þjóðunum, og væri ánægjulegt, ef íslenzkir veðurfræðingar gætu cndurgoldið þetta með því að taka þátt í hinu mikla starfi, sem nú er unnið við að koma upp veðurþjónustu í þróunarlöndunum. En hingað til Itefir það verið illmögulegt að veita veður- fræðingum leyfi frá starfi, þótt það sé aðeins um stundarsakir. — Um rann- sóknarefni er óhætt að fullyrða, að jrau eru mörg fyrir hendi, sem gætu komið veðurþjónustunni að gagni síðar meir. Og ekki má gleyma því, að rannsóknar- störf hakla áhuganum á fræðigreininni lifandi hjá veðurfræðingunum, en nokk- VEÐRIÐ — 51

x

Veðrið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.