Veðrið - 01.09.1969, Side 20

Veðrið - 01.09.1969, Side 20
frostmark í 500 metra hæð aðfaranótt hins 13. Þann dag og hinn næsta er mjög áberandi, hve miklu hlýrra er seinni hluta dagsins en fyrri hlutann í 500 metra hæð. Dagsveifla hitans er svona niikil, þegar sólar nýtur á sumrin. Má víða sjá hennar merki, þó að liún sé sums staðar ógreinileg eða engin, enda varla að vænta hennar í dimmviðri og rigningu. í 1500 metra hæð er hún minna áberandi, en gætir þó nokkuð allvíða. í þriðju vikunni barst til landsins loft frá Bretlandseyjum og Norðurlöndum. Þetta var hlýjasta vika mánaðarins. A sumrin er mestra hlýinda að vænta, þegar loft blæs frá megin- landi Evrópu, því að þar er þá miklu hlýrra en á Atlantshafinu. Aftur á móti verður hér lilýjast á veturna með suðlægu úthafslofti, þvi að þá er tiltölulega kalt á meginlandinu. Síðustu viku mánaðarins voru lægðir á sveimi nálægt landinu og báru að loft frá næstu slóðurn, aðallega sunnan og suðvestan að. Júlí var með eindæmum kaldur. Hitinn við jörð var nær heilli gráðu lægri en meðaltal mánaðarins á árunum 1954—1963. 1 1000 metra liæð munaði tveim- ur stigum og ríflega það á öðrum kílómetranum. í samræmi við það lá hæð frostmarks mjög lágt, eða í aðeins 1540 metra hæð. Á undanförnum 15 árum liefur frostmarkið í júlí legið lægst í 1810 m hæð, en það var árið 1956 (sjá töflu hér á eftir). Hæðarmunurinn er 240 metrar, og sést bezt á því, hve kald- ur júlí hefur verið að tiltölu. Fyrstu fimm dagana var lengstum norðlæg átt og þá eðlilega kalt. Næstu fjórir dagar voru hlýjasti kafli mánaðarins, því að þá barst að loft langt úr suðri. Næst tók við tveggja vikna kaldur kafli. Fyrri hluta þessa kafla færði útsynningur liingað loft frá Davíðssundi og Baffins- landi, en seinni hlutann var oft norðlæg átt. í síðustu vikunni barst að loft 54 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.