Veðrið - 01.09.1969, Page 25

Veðrið - 01.09.1969, Page 25
FLOSI HRAFN SIGURÐSSON: ísndlahraukar á Hveravöllum. HaiÖina má nokliuð marka af hafragrjónapakk- anum til vinstri á myndinni. — Ljósm.: Kristján Hjálmarsson. ísnálar á Hveravöllum í 2. liefti 12. árgangs Vcðursins skrifaði ég smágrein um frostlyftingu jarðvegs og gat þá lítillega ísnála, sem oft myndast í frostum á yfirborði ógróins en vatnsríks moldarjarðvegs. Fylgdi greininni mynd, sem tekin var á Hveravöllum í september 1966 af um 4 centimetra háum ísnálum. Mér hafa nú borizt myndir af fádæma háum ísnálum frá veðurathugunar- mönnunum á Hveravöllum, þeim hjónunum Huldu Hermóðsdóttur og Kristjáni Hjálmarsssyni, en þau eru nú fjórða ár sitt við veðurathuganir þar. Tók Kristján myndirnar í desember 1968, en tvær þeirra fylgja hér með. Sýnir önnur myndin 45—59 centimetra liáa ísnálahrauka við jaðar hverasvæðis- ins, en hin er af stökum hrauk um 25 metra frá, en þar voru nálarnar hæstar eða allt að 84 centimetrar. Hef ég ekki áður lieyrt getið um svo liáar ísnálar. I hinni gagnmerku Mikróveðurfrœði Rudolfs Geiger er fjallað dálítið um ís- nálar og þess getið, að þær séu venjulega fáir centimetrar að hæð, þótt einnig séu nefnd dæmi um 15 centimetra háar nálar og sem hámark nefndir 50 centi- metra háir nálahraukar. VEÐRIÐ — 59

x

Veðrið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.