Veðrið - 01.09.1969, Síða 27
MAIIKÚS Á. EINARSSON:
Hugleiðingar um veðurspár og spásvæði
Um langt skeið hafa veðurspár hérlendis og skipting landsins í spásvæði
haldizt lítt hreytt. Orðalag spánna hefur smám saman hlotið hefðbundið form,
sem sjaldan er brugðið út af. Þær breytingar hafa þó orðið seinni ár, að í
upphafi veðurfregna er þess nú getið sérstaklega, ef gert er ráð fyrir stornti
einhvers staðar á þvf svæði, sem spáin nær til. Einnig hafa nokkur spásvæði
á djúpmiðum umhverfis landið bætzt við. Loks er nú farið að segja fyrir um
liættu á ísingu skipa á miðunum. Allar hafa þessar breytingar orðið til mjfig
mikilla bóta, en þeim er ]tað sameiginlegt, nema hinni síðastnefndu, að þær
snerta ekki sjálfa spána, eða þá þætti veðursins, sent sagt er fyrir um.
Frá upphafi hefur veðurfregnum fyrst og fremst verið dreift gegnum éitvarp-
ið, og munu veðurfregnir nú iieyrast þar a. m. k. 10 sinnum á sólarhring. Síðast-
liðin tvö ár hefur svo sjónvarpið flutt almenningi veðurlýsingar og veðurhorfur
einu sinni á sólarhring. Það liggur í augum uppi, að sjónvarpsveðurfregnir
munu aldrei geta komið í stað útvarpsveðurfregna. Veður er svo breytilegt hér-
lendis, að hverjum þeim, sem hafa vill full not af veðurfregnum, er nauðsyn-
legt að fylgjast með þeim, ekki aðeins einu sinni á sólarhring, heldur oft, og
a. m. k. í hvert skipti, sem von er nýrrar spár, en það er yfirleitt kl. 04.30,
10.10, 16.15 og 22.15. Milli þessara spátíma verða einnig oft breytingar. Hinu
ber ekki að leyna, að sjón er sögu ríkari, og má því ætla, að veðurfregnir í
sjónvarpi gefi gleggri mynd af því, sem er að gerast á stóru svæði umhverfis
landið. Yfirburðir sjónvarpsins koma væntanlega fram í því, að nýr skilningur
vaknar smám saman á hegðun veðursins, skilningur, sem einnig verður til þess,
að menn hafa meira gagn af útvarpsspánni en áður var.
Er ég þá kominn að tilefni þessara hugleiðinga, því að eftir að veðurfregnii
fóru að birtast í sjónvarpi hafa heyrzt raddir, sem kvarta um misræmi milli
spánna í útvarpi og sjónvarpi og vöntun á upplýsingum í útvarpsspánni, sem
fram koma í sjónvarpi. Sumir vilja jafnvel halda því fram, að um tvær ólikar
spár sé stundum að ræða, sem vitanlega er misskilningur, sem hlýtur að eiga
rætur að rekja til annars tveggja, að sá sem lilustar og horfir geri það hugsunar-
laust og án skilnings, eða hins, að forrn spánna sé svo ólíkt í þessum tveim
fjölmiðlurum, að valdið geli misskilningi.
Þeir veðurþættir, sem nefndir eru í veðurspám, eru fyrst og fremst vindátt
og veðurhæð, skýjafar og loks úrkoma. Einn þáttur til viðbótar er sýndur í
sjónvarpi, en hvergi nefndur í útvarpsspám, nema í einstökum tilvikum, cn
það er liitastigið. Oft hefur verið bent á þessa vöntun í útvarpsspánni, og ætti
ekki að vera mjög erfitt að bæta þar um. Ekki er liægt að ætlast til, að al-
menningur geri sér fulla grein fyrir hitafari með hliðsjón af öðrum þáttum
spárinnar. Norðanátt getur verið mjög köld, en einnig fremur mild, svo að
VEÐRIÐ — 61