Veðrið - 01.09.1969, Side 29

Veðrið - 01.09.1969, Side 29
er skyggni, sem vissulega er mikilvægur veðurþáttur, sem víða er nefndur sér- staklega í spám. Mikilvægt er, að veðurspár séu í föstu formi, þar sem hver einstakur veður- þattur er nefndur eftir vissum reglum. Með því móti verða rannsóknir á gildi og gæðum spánna mun auðveldari síðar. Slíkar kannanir eru að mínu viti nauð- synlegar, en hafa því miður lítið verið iðkaðar hérlendis enn sem kornið er. Þær myndu á kerfisbundinn hátt sýna, hvernig gæði spánna breytast frá ári til árs, væntanlega ti 1 batnaðar, auk þess sem þær myndu vafalítið benda okkur veðurfræðingunum á þá hluta spánna, sem helzt þyrfti að bæta. Myndu þær þannig í rauninni auka gæði spánna og hvetja lil umbóta. Ur Jjví að farið er að ræða um veðurspár langar mig að lokum að minnast örlítið á núgildandi spásvæði, en mörk þeirra má sjá á meðfylgjandi mynd. Ekki verður annað sagt, en að mörk þessi liafi í stórum dráttum gefið góða raun, og væri lítið vit í að hrófla við Jreim, nema því aðeins, að ítarlegar rannsóknir leiddu í ljós ný og hentugri mörk. Ég ætla því ekki að gera tillögu um breytingu á spásvæðunum, en vil hins vegar benda á, að allgott safn veður- athugana frá síðustu áratugum og nútíma reiknitækni ættu að mynda traustan grundvöll fyrir allsherjarkönnun á því, hvernig skipta beri landinu í Jtessu tilliti. Þyrfti að kortleggja alla þá veðurj^ætti, sem við sögu koma í veðurspám við mismunandi aðstæður, svo sem í öllum mögulegum vindáttum og með til- liti til mismunandi afstöðu lægða og skila. Yrði hér um mikla rannsókn að ræða, sem ekki yrði á eins manns færi að framkvæma, rannsókn, sem ef til vill myndi staðfesta núgildandi mörk, en sem einnig kynni að mæla með einhverj- um breytingum. Augljósasta dæmi um hugsanlega breytingu er líklega að finna á Norðurlandi því að nijög glögg veðraskil eru oft á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar, enda Jtótt um sama spásvæði sé að ræða. í suðvestan átt ná skúrir eða él oft til Skagafjarðar, en léttir til austar. Jafnvel í norðan átt með snjó- komu eða éljagangi kemur oft fyrir, að miklu fyrr styttir upp og léttir til á vestanverðu svæðinu, og þyrfti þá í rauninni tvær spár fyrir svæðið. Nefna mætti fleiri dæmi úr öðrum landshlutum, þótt varla séu þau jafnglögg og Jtetta. Virðist ekki ólíklegt, að fjölga þyrfti spásvæðum til notkunar við ákveðnar aðstæður, enda þótt oft mætti slá samliggjandi svæðum saman. Enn er svo ótalið, að rannsókn á borð við þá, sem hér er nefnd, myndi bæta mjög þekk- ingu og aðstöðu veðurfræðinga til þess að segja fyrir um hegðun hinna ýmsu veðurjtátta á landinu. VEÐRIÐ — 63

x

Veðrið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.