Veðrið - 01.09.1969, Side 32
allt frá sunnanverðum Faxaflóa til Austfjarða. í Reykjavík mældist 8 cm jafn-
fallinn snjór, en þar hafði ekki orðið alhvítt í september síðan 1954 og þar
áður 1926. Síðasta dag mánaðarins var frost um allt land og komst víða í 5—
10 stig.
Mánuðurinn í heild var kaldur. Hann var erfiður bændum á þeim svæðum,
sem nú höfðu haft mesta óþurrkasumar síðan 1955 a. m. k. Voru þar viða
mikil hey enn úd í lokin, og stór hluti kartöfluuppskerunnar undir snjó. Var
gert ráð fyrir að baendur myndu þurfa að fækka bústofni sinum allverulega.
Norðaustan lands var sumarið hins vegar allt annað, einmuna gott sums
staðar. Má í því sambandi geta þess, að í veðurskeytabókinni frá Dratthalastöð-
urn fyrir september var þess getið, að þar i sveit hefði orðið skortur á neyzlu-
vatni vegna þurrka.
HITI, °C. (í svigum fyrir neðan meðallagið 1931—1960).
April Maí Júní Júlí ÁgÚSt Sept.
Reykjavík 2.5 6.8 10.0 10.1 11.5 6.1
(3.1) (6.9) (9.5) (11.2) (10.8) (8.6)
Akureyri -0.1 4.2 9.7 9.6 11.6 6.1
(1.7) (6.3) (9.3) (10.9) (10.3) (7.8)
Höfn 3.0 5.0 8.5 9.6 10.1 6.3
Hólar (3-0) (6.5) (9.3) (10.9) (10.4) (8.2)
ÚRKOMA, mm. (I svigum fyrir neðan meðallagið 1931—1960).
Apríl Maí Júní Júlí Ágúst Sept.
Reykjavík 87 26 95 61 80 116
(53) (42) (41) (66) (72) (97)
Akureyri 23 3 19 48 39 19
(32) (15) (22) (35) (39) (46)
Höfn 117 22 95 145 177 89
Hólar .... (118) (90) (83) (93) (116) (162)
SÓLSKIN, klst. (í svigum fyrir neðan rneðallagið 1931—1960).
Apríl Maí Júní Júlí Ágúst Sept.
Reykjavík ................ 176 202 106 153 93 109
(138) (185) (189) (178) (159) (105)
Akureyri ................. 122 197 177 133 75 100
(105) (172) (172) (147) (113) (75)
Hólar..................... 136 164 135 144 81 163
(Meðallagið 1931-1960 ekki til.)
66 — VEÐRIÐ