Veðrið - 01.04.1971, Blaðsíða 8

Veðrið - 01.04.1971, Blaðsíða 8
lendis- og þurrlendisgróður, eítir því hvort k;dt var eða hlýtt. Þetta gæti hugsan- lega stafað af því, að á kuldaskeiðum hafi úrkoma verið meiri en ella, en hitt er líka mögulegt, að hitaskilyrðin ein liafi ráðið jarðrakanum. Sigurður bendir á hinn aukna jarðraka síðustu ára, og það fer ekki á miili mála, að hann stafar ekki af aukinni úrkomu, hún hefur þvert á móti verið heldur minni en áður. Það er kuldinn sjálfur, sem hefur aukið raka jarðarinnar, sennilega mest með því að stöðva hann ofan á lífseigri klakahellu jarðvegsins, en ef til vill líka með minnkandi uppgutun. Þá er hins vegar eftir að skýra það, að einmitt allra hlýjasta skeiðið eftir isöld var lol'traki mikill, eins og ráða má af svarðmosanum, sem þá ríkli. Sennilegt er, að þetta hafi verið fyrir áhrif mikillar úrkomu eða skýjalars og sólarleysis, en reynslan sýnir að mildum tímabilum síðustu 100 ára hefur fylgt mikil væta. P. fí. ADJJA fíÁliA SIGFÚSDÓTTIR: Af vettvangi loftslagsfræðinnar Eins og (>11 vísindi er veðurfræðin í stiiðugri þróun. Menn eru sífellt að koma auga á nýjar leiðir til þess að kanna viðfangsefni sín betur en áður, mæla og reikna með nýrri tækni og ráðast í stærri verkefni en áður. Alþjóðasamvinna eflir Jjessa þróun og Alþjóðaveðurfræðistolnunin gerir tölu- vert af því að halda veðurfræðingafundi, ]>ar sem fjallað er um nýjungar í hin- um ýmsu greinum veðurfræðinnar. Þar skiptast rannsóknarmenn á upplýsingum og jafnhliða þjóna Jressir fundir oft þeim tilgangi að miðla þekkingu til veður- fræðinga þeirra stofnana, sem ekki eiga ]>ess kost að láta vinnustundir starfs- manna sinna þjóna beinni vísindastarfsemi nema í mjög takmörkuðum mæli. Einn slíkur fundur var haldinn í Leningrad í sumar, og fjallaði hann um nýjustu rannsóknaraðferðir í loftslagsfræði. Undanfarna áratugi hefur athygli veðurlræðinga, og raunar alls almennings, beinst fyrst og fremst að því að bæta hina daglegu veðurspá og lengja gildistíma hennar. Lofslagsfræðin var hins vegar að heita má í kyrrstöðu. Þessi grein veður- fræðinnar varð að mestu að láta sér nægja að vinna tölfræðilega úr þeim mæl- ingum, sem gerðar voru og skila síðan frá sér aukinni ]>ekkingu á einstökum J>átt- um veðurfarsins. eins og J>eir birtast okkur jarðarbúum. A grundvelli slíkrar tölfræðilegrar úrvinnslu reyndu menn jalnframt, og reyna vitaskuld enn, að leiða líkur að |>ví, hvernig veðrið muni haga sér í ein- hverri tiltekinni framtíð. Slík tölfræðispá er J>ó bundin því skilyrði, að J>au öfl, sem ráða veðrinu haldist í megindráttum óbreytt, en ]>að er liæpinn grundvöllur, ekki sízt ef ætlunin er að spá um [>róun í langan tíma. Nokkur undanfarin ár hefur hins vegar borið á verulega auknum áhuga á viðfangsefni loftslagsfræðinnar, ef til vill ekki sí/.l vegna ]>ess, að veðurlag hefur kólnað og menn J>ví orðið uggandi um sinn hag. 8 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.