Veðrið - 01.04.1971, Blaðsíða 20

Veðrið - 01.04.1971, Blaðsíða 20
Þegar þrumuveðrið var gengið nokkuð norður eftir heiðunum kom svo margt sauðfé hér framan í hlíðarnar, að trúlegast þykir mér, að nærri hafi verið sauð- laust eftir í heiðinni. I'urðu litið tjón varð af þessu mikla þrumuveðri, þó var nokkurn veginn víst að það varð 2 ám að bana. Onnur ærin lá á mel, og sagði eigandi hennar mér, að gat liefði verið í gegn- um liana rétt um bógana, ullin allmikið sviðin á hliðinni, sem niður sneri, og melurinn nokkuð raskaður undir henni. Hina ána fann ég röskri viku síðar hér norðan við Brúnina. Var hún þá mikið rifin eftir lirafn, svo ekki var hægt að fullyrða um áverka á henni, en sviðin var ullin á þeirri lilið, sem niður vissi, og greinilegar sprungur voru í torfunni, sem ærin Iá á. Ekki voru sprungurnar með reglulegri geislalögun út frá ákveðnum punkti og ekki voru þær beinar og mislangar, sú lengsta um 12 fet. Helzt var að sjá að rétthyrnt torlustykki hefði lyfzt upp, sem var á að gizka 2 fet á breidd og 3 fet á lengd. Á nokkru af þessu stykki lá ærin. Á einum af Brekkubæjum hafði heimalningur legið við loftnetsstöng og lam- aðist liann allmikið. Á Neshraunum, ca. 220 m háu fjalli hér á heiðarbrúninni, sem að ofan er myndað úr lagskiptu „túffi“, brotnaði og sprakk upp nærri rétthyrnt stykki úr ca. 40 cm þykku lagi. Ekki liafði klöppin molnað, en stykkið var í tveinr pört- um skammt frá liolunni, sem ]>aö hafði brotnað úr. Holan var 87 cm að lengd og 53 cm á breidd með svo beinum brotalínum, að vart liefðu hliðar hennar verið beinni, þó hún hefði verið gerð af mannahöndum. Á botni holunnar var nokkur salli, sem mulizt hafði úr lausara millilagi í klöppinni. Ennþá, eftir nærri 30 ár, sézt allvel, hvernig holan var, þó hefur nú brotnað úr suðurbarmi hennar, svo ekki er hún eins rétthyrnd og hún var í upphafi. Ekki veit ég til að víðar yrði jarðrask í þessu þrumuveðri og ekki veit ég til að öðru sinni liafi slíkt skeð hér í Mýrdal, en í engjum Reynishverfis var pyttur, sem nefndur var „Skruggusteinspyttur", og sú var sögn um myndun hans, að þar hefði slegið niður eldingu. Ekki veit ég, livenær það átti að hafa skeð, en íyrir 1880 liefur það hlotið að vera, því sannar sagnir hef ég fyrir því, að þá hafi hann verið til. Lítt mun um það að þruntuveður hafi valdið tjóni í Mýrdal, nema þá elding hljóp í raflínu við bæina Norður- og Suður-Foss og brenndi rafal stöðvarinnar og eitthvað af rafmagnsáhöldum. I annað sinn hljóp elding í símaleiðslu á Dyrhólaey og olli nokkrum spjöllum í vitanum. Að endingu skal til gamans geta þess, að sú var þjóðtrú gamalla manna hcr í Mýrdal, að mjög vissi það á slæmt tíðarfar, ef ein stór þruma kom og ekki varð vart við annan ljósagang. Skráð í janúar 1970. Einar H. Einarsson. 20 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.