Veðrið - 01.04.1971, Blaðsíða 19

Veðrið - 01.04.1971, Blaðsíða 19
EINAR H. EINARSSON: Mesta þrumuveður í Mýrdal á þessari öld Ekki er það sérlega óvanalegt, þótt þrumuveður gangi ylir hér í Mýrdal að liausti eða vetri, en að mikið þrumuveður geri hér að sumri til er nijög fátítt. Því þótti það nokkrum tíðindum sæta i júní 1941 (að ég held, frekar en 1940*), Jregar hið mesta jjrumuveður sem koniið hefur hér á þessari öld gekk yfir, og líktu sumir því sem Jrar gekk á við öskufallsdaginn í Kötlugosinu 1918. Þennan júnídag var hæg suðvestan gola, hlýtt og Jjurrt veður, en móða í lofti og sólarlítið. Eftir hádegi var ég staddur í Vík. Fóru ])á að heyrast nokkrir ókennilegir dynkir úr suðvestri og er svo liafði gengið nokkra liríð, varð umræða nokkur milli manna um Jjctta fyrirbæri og voru flestir á þeirri skoðun, að nú stæði yfir sjóorusta út af suðurströndinni. Skömmu eltir að dynkirnir fóru að heyrast tók ég mér far með bifreið lieim- leiðis, og vissi nú ekki, hvað gerðist, fyrr en vð komum á Gatnabrún. Leizt okkur ])á að annað væri á ferðinni en sjóorusta, [jví til suðvesturs var að sjá sorta mikinn með blásvörtum blæ hið neðra, en hið efra var bryddað ljósum krapabólstrum á allmikilli hreyfingu. Þegar ég var kominn hér út af Skammadalshóli og ekki truflaði lengur liávaði bílvélarinnar, heyrði ég að dynkirnir höfðu færzt mjög í aukana og voru nú farnir að verða langdregnir, svo að ekki var að efa að um ekta þrumur var að ræða, enda var nú stutt í að eldingaglampar færu að sjást í sortanum, sem hækkaði nú óðum og færðist ört nær. Svo virtist sem felmtur mikið gripi allar skepnur. Sauðfé, sem var hér suður á mýrunum, kom hlaupandi með jarmi miklu og stefndi til fjalls hér norður á heiðina. Kýr tóku að æða um með mikl- um öskrum, og reyndu flestir að korna Jjeim inn í fjósin, en það gekk ekki vel, Jtví Jjær virtust hafa komizt mjög úr skorðum, og æddu jafnvel á girðingar. Þegar við höfðum nýlega kontið okkar kúm í hús, gekk að sjá mikil úrkoma inn á Geitafjall að sunnan og færðist hratt til norðurs og norðausturs og stutt var í að liún næði hingað, ekki var þetta nein lilýindadögg, heldur steypirigning, blönduð stærðar hagli. Eftir að úrkoman náði á Geitafjallið keyrði um albak með þrumugnýinn, og mátti segja, að ekkert lát yrði á honum meðan skumpan gekk yfir, sem ég hygg að hafi staðið sem næst 15 til 20 mínútur. Meðan mest gekk á virtist helzt að bæði loft og jörð titraði og víst var um Jtað að mikið söng annað slagið í gamalli stundaklukku, sem var á baðstofuveggnum hjá okkur. *) í júníhefti Veðráttunnar 1940 stendur eftirfarandi: „Þ. 7. eða næstu nótt voru þrumur á eftirtöldum stöðvum: Papey, Fagurhólsmýri, Kirkjubæjarklaustur, Vík, Loftsalir og Vestmannaeyjar. Urðu allvíða skemmdir á útvarpstækjum í Mýrdal, og nokkrar kindur drápust.“ — Ritstj. VEÐRIÐ 19

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.