Veðrið - 01.04.1971, Blaðsíða 30

Veðrið - 01.04.1971, Blaðsíða 30
Þegar SU09306 kom til Halifax um kl. 2100 um kvöldið, spurði ilugstjórinn um komutíma fyrri flugvélarinnar, SU-09303, þar eð hann hafði ekki liaft neitt samband við hana alla leiðina, þótt hún ætti að vera aðeins um kiukkustundar- flug á undan. Þá fyrst kom í ljós, að ekkert hafði spurzt til SU-09303 síðan hún hvarf af ratsjánni á Keflavíkurflugvelli 47 mínútum eftir flugtak. Flugþol vélar- innar rann út kl. 2330, og hófst þá umlangsmikil leil, er stóð í marga daga. I leitinni tóku þátt allmörg skip og flugvélar frá nokkrum þjóðum. Bandaríski ísbrjóturinn „Southwind" var sendur til leitar á Grænlandshafi, svo og norskt skip og veðurskipið „Alfa“. Bandarískar og rússneskar flugvélar leituðu í marga daga á svæðinu frá Grænlandi að íslandi þrátt fyrir erfið leitarskilyrði, þoku- loft, lélegt skyggni og lága skýjahæð. Samkvæmt óljósum fregnum frá norsku skipi sást brak fljótandi á sjónum um 49 sjómílur frá þeint stað, sem flugvélin var talin vera, er liún hvarf af ratsjánni, og veðurskipið „AIfa“ fann ónotað rússneskt björgunarvesti talsvert norðvestan við hinn hugsanlega slysstað. Rússneskt skip kom svo til Reykjavíkur með brak, sent talið var vera úr flugvél at tegundinni An-22, og var leitinni þá hætt. Af þeim upplýsingum, sem hér liggja fyrir, verður lítið ákveðið um orsakir þessa flugvélarhvarfs. Samkvæmt flugspáni og þeim upplýsingum, sem síðar voru til staðar (veðurtunglamyndir, háloftaatluiganir og veðurskeyti frá flugvélum) má telja víst, að sterk vindröst hafi legið um það svæði, þar sem vélin hvarf. Sennilega hefur einhver kvika ver'ið þarna, samt verður ekkert fullyrt um það. Flugvélin hvarf, þegar hún var stödd að því er virðist norðanvert í útjaðri vindrastarinnar. Hafi varningur verið illa skorðaður, er ekki útilokað. að kvika hafi velt honum skyndilega til og orsakað slys. ísing gæti einnig liafa sezt skyndilega á þetta fljúgandi bákn. Hins vegar má benda á, að þarna flugu margar flugvélar um á svipuðum tíma, og engar gáfu til kynna, að þarna væri kvika eða ísing. Seinni rússneska vélin flaug sömu leið um klukkustund síðar og í sömu hæð, 22.000 fetum, og tilkynnti ekki um varhugavert flugveður. Loft- leiðavélar flugu þarna einnig, ein um 6 klukkustundum áður í 19.000 fetum og önnur flaug unt 25 mínútum eftir flugvélarhvarfið yfir staðinn í 27.000 fet- nt og tilkynnti aðeins, að þarna væri 105 hnúta vindur af vestnorðvestri og 38 stiga frost, en ekki var minnzt á annað veður. Hvað olli endadægri Boiarinsov flugstjóra og 22 félaga hans 18. júlí 1970 yíir miðju Grænlandshafi verður trúlega alltaf hulinn leyndardómur. Fitt virðist víst, það sem kom fyrir, gerðist svo sviplega, að ekki vannst tími til þess að senda neyðarkall. 30 VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.