Veðrið - 01.04.1971, Blaðsíða 28

Veðrið - 01.04.1971, Blaðsíða 28
vörur og jalnvel hjúkrunarlið til Perú tii aðstoðar lórnarlömbum náttúruliam- íaranna. Rússar voru meðal þeirra jjjóða, er aðstoð veittu, og rússneska flug- félagið Aerollot hafði jjegar sent 19 llugvélar um Keflavíkurílugvöll með vörur og hjúkrunarfólk. Flugvélarnar, sem vestur höfðu farið, voru 15 An-12 vélar og 4 An-22 vélar. Koma jressara véla hafði vakið nokkra athygli og umtal, og m. a. orsakað stympingar milli íslenzks blaðamanns og lögreglujjjóns, er blaðamaðurinn ætlaði of nálægt vélunum. Umræddan laugardag var von á tveim An-22 vélum meðal annars. Fyrri vélin Antonov An-22 Antheus lenti um tíuleytið unt morguninn, og Boiarinsov flug- stjóri snæddi hádegisverð með flugáhöfn sinni í flugstöðinni á Keflavíkurflug- velli. A meðan stóð flugvél lians á flugvélastæðinu fyrir utan flugstöðvarbygg- inguna. Flugvélin var ljósbrún á lit, en stélið var blátt og livítt, og bar vélin einkennisstafina SSSR-09303 (á rússnesku CCCP-09303). Hjá íslenzku flugurn- ferðastjórninni var hún merkt SU-09303 á þau skeyti og pappíra, sem alltaf þarf að fylla út, þegar flugvélar koma inn í umráðsvæði flugstjórnarinnar. Á meðan Boiarinsov flugstjóri snæðir hádegisverðinn sinn og verið er að setja eldsneyti á vélina, skulum við athuga svolítið nánar jjessa risavöruflutningavél, sem vakti svo mikla athygli hér. Um jjessa risavél v;tr ekkert vitað í Vestur- Evrópu l'yrr en Rússar llugu henni á flugsýninguna í París 16. júní 1965. Henni hafði verið flogið í reynsluflugi 27. febrúar santa ár og athugunartækin, sem notuð voru til að lylgjast með ■hinum ýmsu lilutum vélarinnar í reynsluflugi, voru enn fastir við hliðar vélarinnar að innanverðu ásamt meðfylgjandi sírit andi mælum og öðrum útbúnaði. Fjórar vélar voru smíðaðar eftir jretta, og um mitt ár 1967 var Aeroflot með tvær vélar til reynslu í vöruflutningum, en ]>rjár aðrar vélar tóku þátt í flugsýningunni í Domodedovo 9. júlí 1967, þar sem |>ær voru látnar flytja nokkra flugskeytaskotpalla á skriðbeltisvélum. Seinna sama ár eða 26. október 1967 setti reynsluflugmaðurinn I. Davydov 14 met í vöruflutn- ingum með þessari vél. Vélin, sem kom á flugsýninguna 1 París 1965, flaug frá Moskvu til Parísar á 5 klst. og 5 mín. eða með 563 km hraða á klnkkustnnd að meðaltali, en mótvindurinn var um 80 km á klukkustund. Vélin flutti jnjá strætisvagna og ýmislegan annan varning. Vélin er mjög stækkuð mynd af An- 12, og upphaflega átti einnig að gera tveggja hæða farþegavél, er tæki 724 far- jjega, en úr framkvæmdum varð ekki. Vélin An-22 er gcrð úr málmi og er með fjóra 15.000 hestafla hverfihreyfla. Áhöfn er venjulega 5 til 6 manns, og aítan við flugstjórnarklclann er farþegarými fyrir 28 til 29 larjrega. Meginhluti vélar- innar er 33 metra löng vöruflutningageymsla, sem er 4.4 metrar á breidd og hæð. Gólfið er gert úr styrktum titaníummálmi. Vænghafið er 64.4 m og lengdin 57.8 m. Mesti vörujjungi er 80 tonn, og getur vélin þá flogið um 5.000 km. Þegar þessar vélar fóru um Keflavíkurflugvöll, má gera ráð lyrir, að þær hafi llutt um 80 tonn af vörum, en auk jjess voru með SU-09303 17 manna lijúkr- unarlið og 6 manna áhöfn. Afferming og ferming vélarinnar cr unnin með tveiin tveggja og hálfs tonna vindum, er hreyfast á sleðum í vélinni. Varningurinn fer um stórar dyr, sem eru aftan á vélinni. Boiarinsov flugstjéjri virtisi ekkert vera að flýta sér, jjví að hann fór ekki í vél sína fyrr en kl. 13 og hófst jjá undirbúningurinn að næsta áfanga flugsins, sem var flugleiðin Keflavík—Halifax á Nova Scotia í Kanada, rúmlega 1000 28 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.