Veðrið - 01.09.1972, Blaðsíða 9

Veðrið - 01.09.1972, Blaðsíða 9
Hafisspár. í næst síðasta hefli Veðursins skrifar Markús Á Einarsson um þær hafísspár, sem ég hef gert síðustu fintm ár, og eru byggðar á hálfrar aldar samanburði á liaf- ís við landið og iiita á Jan Mayen. Sjálfur hefur Markús ekkert fengizt við haf- ísrannsóknir, og er því eðlilegt, að hann leiti til annarra í gagnrýni sinni á þess- um spám. Meðal annars vitnar hann í samþykkt, sem var gerð á fundi norrænna veðurstofustjóra árið 1971. Þar er varað við því að gefa út veðurspár til langs tínia án undangenginna tölfræðilegra prófana. Slík stefna er auðvitað ekki nema sjálfsagt mál. Lesendur spyrja eðlilega sjálfa sig, hvaða erindi þessi samþykkt eigi sem mótrök gegn hafisspám mínum, og þá dettur þeim skiljanlega í hug, að þessar spár hafi að einhverju leyti verið bakgrunnur samþykktarinnar, ekki sízt Jrar sem islenzki veðurstofustjórinn Hlynur Sigtryggsson var á þessum fundi. Þess vegna er rétt að taka fram, að Hlynur hefur sjálfur sagt mér, að þessar hafísspár liafi alls ekki komið til tals á þessum fundi norrænna veðurstofustjóra, enda var þar ekki átt við annað en veðurspár. En nú eru fleiri farnir að spá liafís. Nú er að komast sú hefð á, að Hafrann- sóknastofnunin gefi út árlega spá eða álit um hafís og ástand sjávar. Er hún byggð fyrst og frentst á athugunum á sjónum milli Islands og Jan Mayen um eða eftir ntiðjan vetur. Það er einkum haflræðingurinn Svend-Aage Malmberg, sem liefur staðið fyrir þessum rannsóknum og spám. Saltur og þungur sjór í yfir- borðinu á þessum slóðum er vísbending um, að við kælingu muni hann sökkva ófrosinn í stað þess að fljóta ofan á allt þar til hann leggur. Nú er mildur sjór líka sterk bending um mikla seltu á þessum árstíma. Hlýindi og selta boða þannig íslítið vor, en kuldi og ferskur sjór eru ábending um ísmyndun. Auðvitað eru þessar spár ekki óskeikular, en þrátt fyrir aðeins fárra ára reynslu sýnast þær sarnt þegar eiga rétt á sér. Þær staðfesta þá skoðun, sem undirritaður hefur haldið fram síðan 1969, að ástand sjávar sé oflast áhrifameira en vindafarið unt það, hvort hafís kemur eða ekki. (Reyndar fullyrðir Markús Einarsson af undar- legu kappi, að í ísaspám mínum sé ekki „tekið tillit til þeirra augljósu áhrifa, sem breytilegt veðurlag, vindar, liafstraumar og ástand sjávar hljóta að hafa.“ Það er þó kjarninn í aðferð minni að ráða það af 6 mánaða lofthita á Jan Mayen, hvort sjórinn á stóru svæði kringum eyjuna muni vera hlýr og þar með saltur — eða kaldur og þar með saltlítill. Annan hetri mælikvarða á þetta árlega ástand sjávar |iar hcfur ekki verið að fá fyrr en þá síðustu ár með hafrannsóknum Malmbergs og annarra, að vísu aðallega suður af Jan Mayen). Þessi aðferð Malmbergs liggur öllu beinna við en sú, sem ég hef reynt, að ráða ástand sjávar óbeint af lofthitanum á Jan Mayen, og ég hef þá trú, að víðtækar hafrannsóknir muni jafnvel verða betri ísaboði en Jan Mayen-hitinn, þegar tímar líða og reynsla er fengin. En að svo stöddu er það eflaust rétt ályktað hjá Svend Malmberg, að ekki sé vert að reyna að gera þessar spár fyrr en um eða eftir miðjan vetnr. Sá hængur er vissulega á, að í miklurn ísárum er ísinn þá þegar lagztur að landi af fullum þunga, og spáin kemur því að litlum notum VEDRIÐ --- 45

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.