Veðrið - 01.09.1972, Blaðsíða 10

Veðrið - 01.09.1972, Blaðsíða 10
þegar mest liggur við. En vonandi verður bráðlega hægt að gera þessar spár strax að haustinu. Sumarið og haustið 1972 var það hlýjasta, sem hefur komið á Jan Mayen síðan fyrir kuldaskeiðið, sem byrjaði þar 1964, en 1965 hér á landi. Það lofaði góðu um h'tinn ís liér viff iand veturinn og vorið 1973. Þegar þetta er ritað, 24. febrúar, hefur enn enginn ís sézt við land, og sjór er fremur ntildur fyrir norðan land, samkvæmt rannsóknum Svends Malmbergs. Nú fer vorhiti tvímælalaust talsvert eftir því, hvort ís er við land eða ekki. Og vorhitinn ræður aftur miklu um, hvort kalið lætur til sín taka. Eins og stendur er því allgóð von um íslítið vor og gott grasár 1973. P. B. ADDA BÁliA SIGFÚSDÓTTIR og FLOSI HliAFN SIGURÐSSON: Greinargerð um mesta vindhraða, sem vænta má á Islandi Vindmælar eru á tiltölulega fáunt veðurstöðvum á Islandi, og tímabil mæl- inganna er ekki langt. Þess vegna er að svo stöddu ekki gerlegt að reikna út há- marksgildi vindhraða fyrir mjög langt tímabil, t. d. 50 ár. Skráðar vindhraðamælingar eru yfirleitt mælingar á meðalgildi fyrir 10 mín- útur, en um styttri tima mun þó stundum vera að ræða. Reglubundnar mæling- ar á snöggum vindhviðum eru hins vegar af mjög skornum skammti. I Reykjavík eru slíkar mælingar skráðar öðru hverju frá 1942 og fram yfir 1954. Á Hvera- völlum, Keflavíkurflugvelli og á Stórhöfða í Vestmannaeyjum eru hins vegar til nokkrar mælingar frá síðustu árum, og á Hjarðarnesi í Hvalfirði voru nýlega gerðar mælingar um eins árs skeið. Hæstu gildi, sem skráð hafa verið á vindhraða í snöggum hviðum, eru: 109 hnútar í Reykjavík í jan. 1942 107 hnútar á Stórhöfða í des. 1970 107 hnútar á Hjarðarnesi í okt. 1969 106 hnútar á Hjarðarnesi í febr. 1970 105 hnútar á Hjarðarnesi í jan. 1970 104 hnútar á Hjarðarnesi í maí 1970 104 hnútar á Stórhöfða í nóv. 1970. Á Stórhöfða eru til meðalgildi fyrir 10 mín., sem eru jafnhá eða liærri en ofan- greindar hviðumælingar, en ekki var þá viinlmælir, sem gat mælt snöggar hviður. 46 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.