Vikan


Vikan - 19.01.1961, Blaðsíða 5

Vikan - 19.01.1961, Blaðsíða 5
KIPTING ðal unga fólksins ÚR MENNTASKÓLANUM í þessari skiptingu. Heldurðu að þetta stafi af fyrirlitningu þeirra, sem við lærdóminn fást, og að þeir telji sig ef til vill hafna yfir hina, sem kannski hafa fallið á prófum og farið að vinna? — Nei, það er ekki fyrirlitning, alls ekki. Það er frekar af því að sameiginleg áhugamál vantar. Ef strákar og stelpur úr mismunandi stéttum geta orðið félagar, þá er það vegna þess að þar er ástin sameigin- legt áhugamál. — Er það eins með strákana úr skólunum, að þeir þekki alls ekki hina, sem yfirgefið hafa mennta- brautina og snúið sér að öðru? — Strákarnir geta frekar verið fé- lagar, þótt þeir séu sinn af hverri sort, en það byggist þá helzt á því að drekka saman eða fara á kvenna- far. Þar eru áhugamál, sem eru sam- eiginleg fyrir báða. Ég held samt, að það sé ekki mikið um vináttu milli ungra manna úr langskólastétt og iðnstéttum og þó eru alls staðar til undantekningar. Til dæmis geta íjöl- skyldubönd eða þátttaka í íþróttum og félagslifi tengt þá saman. — En þú ert alveg ákveðin í því, að skólafólkið liti ekki niður á hina, sem- komnir eru til starfa og hafa hætt við skólanám. — Já, það er ekki rétt að segja, að skólaíólkið líti niður á hina. Það er kannski talað um, að einhver sé heimskur og hafi ekki getað lært en það felst eiginlega ekki niðrun í því, heldur er talað um það eins og hverja aðra staðreynd. Það er þá kannski helzt, að skólastrákar líti niður á stelpur, sem farnar eru að vinna, við skulum segja í verksmiðjum eða mjólkurbúðum. — Þeir mundu ekki sækjast eftir þvi að vera með þeim? — Það held ég varla. Eg mundi líka segja, að stelpa héðan úr Mennta- skólanum, sem komin væri af góðu heimili, mundi íremur lita hýru auga strák, sem væri við eitthvert skóla- nám heldur en annan, sem væri í einhverri iðngrein, enda þótt báðir væru viðlika ásjálegir og skemmti- legir. — Hvernig er það, ef strákur og stelpa úr menntaskólanum trúlofast og við skulum segja, að stelpan væri dóttir einhvers forstjóra og uppalin á finu heimili, en strákurinn væri sonur verkamanns eða múrara. Væri það álitið gott? — Já, það held ég. Strákurinn sjálf- ur væri auðvitað aðalatriði málsins og það mundi ekki gera neinn mis- mun, hver íaðir hans væri, nema fólkið væri alveg sérstaklega snobb- að. Ég þekki bráðgáfaða stúlku, dótt- ur þekkts borgara hér í bænum, og hún trúlofaðist járnsmiðanema. Ég heyrði heilmikið talað um það, hvort foreldrar hennar væru ekki al- veg í rusli og hvað hefði eiginlega komið yfir stúlkuna. Nú vita allir, að járnsmjðir eru hvorki betri né verri en aðrir menn og kannski verð- ur hún miklu hamingjusamari í hjónabandinu með honum, heldur en einhverjum menntamanni, sem hún hefði gifzt annars. En þetta stafar af því, að stéttaskiptingin er komin á og það þykir skrýtið og óviðeigandi, að fólk úr ólikum stéttum giftist. Framhald á bls. 35. Strákar, sem farnir eru að vinna hafa miklu eðlilegra viðhorf til lffsins og það er mun þægilegra að umgangast þá, segir menntaskólastúlkan Hins vegar mælir hún ekki með nánum kynnum milli mennta- og iðn- stéttarfóiks. Menntaskólastúlkan segir: í Þórskaffi er lítið um menntafólk. Þang- að fer millistéttarfólk, búðar- og skrifstofufólk, afgreiðslumenn, hár- greiðsludömur og bílstjórar. Þessi mynd er tekin þar fyrir utan kl. eitt um nótt. Meiripartur fólksins var talsvert drukkinn og sam- koman endaði með slagsmálum. „Séníin“ standa á Skallasjoppunni svo allir geti séð, að þeir þurfi ekki að lesa. „Þeir lesa lexíurnar sfnar á nóttinni með fæturna niðri f köldu vatni til þess að sofna ekki'.. Á Kjörbarnum í Lækjargötu má finna dæmi um alis konar fólk, sem ekki gengur menntaveginn og þar eru „töffarar" og „leður- jakkar“. Við lítum alis ekki niður á þetta fólk, segir stúlkan í við- talinu en það er bara af annarri stétt með önnur áhugamál.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.