Vikan - 19.01.1961, Blaðsíða 10
•— Þú mátt ekki bíta svona — og ég sem hélt
að þú værir grænmetisæta.
— Þarna fer Gvendur og konan hans, — þau
hafa víst ekki séð okkur, við ættum að hlaupa
á eftir þeim.
INHVERN TÍMA hefði það þótt >ótrú-
leg saga, að hann Rósi í Dal kynni að
verða á hvers manns vörum innan hér-
aðs og utan og auk þess lostætur blaða-
matur í höfuðhorg landsins — og það i iif-
anda lífi. Válegir atburðir kunna að koma
þvilíku til leiðar, en i þeta skipti var engu
slíku til að dreifa, þvi miður, mátti segja, því
að það er lífið, en ekki dauðinn, sem er örð-
ugasta viðfangsefni hvers manns.
Hann hafði verið skírður Rósinkar eflir afa
sínum, hákarlaformanni af vestfirzkum ætt-
um, en fólk nefndi drenginn oftast Rósa sér
til hægðarauka, og eftir að hann gerðist vinnu-
maður í Dal í Dalssveit, var hann oftast nefnd-
ur Rósi i Dal.
Svo fann unga fólkið upp á þvi að kalla
hann Rósendal, og það þótti góð fyndni, þvi
að þetta nafn með útlenduni aðalsblæ kom
svo spaugilega heim við persónu Rósa, þessa
blakkstríhærða unglingsteturs, sem bar í svip
sínum þetta heiinóttarlega umkomuleýsi, sem
oft einkennir þá, sem litið eiga undir sér.
Það var alltaf einhver óburðug vanlíðan í
öllu hans látæði, og ódjarflegt upplit hans
bar í sér vott af sneypulegri sektartilfinningu.
Sú sektartilfinning átti þó ekki rót að rekja
til ódáða af nokkru tæi, þvi að Rósi var mað-
ur grandvar að upplagi, heldur miklu fremur
hins, að hann var gæddur miskunnarlausri
ófreskigáfu til að skynja eigin takmarkanir
og ytri vankanta.
Þessi vanmetakennd gróf um sig hið innra
með honum og setti svipmót sitt á persónu-
leika iians og allt iátæði. Það var eins og
hann væri á hverri stundu að biðjast afsök-
unar á tilveru sinni, og hvert augnatillit hans
var sem auðmjúk bæn um vægð gagnvart
miskunnarlausu augliti heimsins.
Barnalegum óskum og andvana hugarfóstr-
um var sífellt að skjóta upp í hugskoti hans,
og það varð honum sjúkleg ástriða að vera
sí og æ að óska sér eins og annars, sem hann
var þó dæmdur til að vera án. Hver snotur
og einarður uppskafningur vakti honum öf-
und, og hann var sífellt að óska sér þess, að
hann hefði til að bera útlit og atgjörvi þessa
og hins.
En enga dauðlega menn öfundaði Rósi þó
eins og þá, sem nutu hins hæpna veraldar-
láns, er kvenhylli nefnist; enda hafði rót-
gróin ásthneigð tekið sér bólfestu í brjósti
hans og skaut þar i sífellu rótarsprotum mun-
aðarríkra ástardrauma.
; I 1 I . -1 r -
RÁ því liann inundi fyrst eftir sér, hafði
hann oftast verið ástfanginn. Stundum
var það einhver einstök útvalin, en oft
var það ekki nein ákveðin, heldur ein-
hver óþekkt vera, sem hann þráði og lét sig
dreyma um og gat vakið eirðarlausa ástríðu
í brjósti hans, þó að hana skarti raunar það,
sem mestu máli skipti: áþreifanleik hinnar
mennsku kvenveru.
Þegar fram liðu stundir, tóku draumar hans
fremur að snúast um einhverja ákveðna yng-
ismey í byggðarlaginu, og þær voru orðnar
nokkuð margar, sem höfðu dregið til sín huga
Rósa.
En alltaf fór það svo, að þessir svefns- og
vökudraumar snerust upp í andvöku þeirra
dapurlcgu staðreynda, að engin af þessum
dísum virtist honum ætluð, heldur hurfu þær
fiestar i faðœ annarra manna án þess að hafa
nokkurn grun um, hverjum vonbrigðum þær
höfðu valdið honum.
Þetta var sannarlega bitur Hfsreynsla, en
þó smámunir borið saman við þær jijáningar,
sem það olli honum að komast að raun um,
að ást lians var ekki endurgoldin með öðru ,
en háði, óbeit og lítilsvirðingn.
Það gat ekki farið hjá þvi, að Rósi yrði fyrir
nokkrum slíkum áföllum, og i livert skipti bar
hann flakandi und í brjósti leugi á eftir. «
Og þó að drægi úr sviðanum smátt og smátt
og nýjar vonir og ný ást tækju að lýsa og
verma í hugskoti Rósa, þá var það óhjákvæmi-
legt, að þessi reynsla setti mark sitt á sálar-
Iíf hans og græfi undan sjálfstrausti hans og
lifstrú.
Mest af þessu lifsstríði Rósa fór fram án
jiess, að almenningur veitti því athygli, því
að Rósi var dulur og hæglátur og flikaði ekki
leyndarmáluin ástarinnar. Þó hafði honum
orðið á að koma upp um tilfinningar sinar
oftar en einu sinni, og vitanlega var það haft
í skimpi og flimtingum, því að það er alltaf
svo skemmtilegt, þegar aðrir lenda í þess hátt-
ar mannraunum.
Um það bil, sem Rósi fór að nálgast þrítugs-
aldurinn, fór hann helzt að komast á þá skoð-
un, að hvergi í þessu byggðarlagi væri að finna
þá ástmey, sem lionum væri ætluð, og fyrir
handan heiðar og fjallgarða hlyti að vera að
leita þeirrar dáðu dísar, sem vildi hlúa að
langhrjáðum vonum hans og veita honum þann
unað, sem til þessa hafði aðeins hlotnazt hon-
um í draumum og bjartsýnisvonum.
Lengi hafði hann vonað, að eitthvert óvænt
ævintýri kynni að henda, Hkt því og hann
hafði lesið um í skáldsögum og sögusögnum.
Ilvers vegna gat það ekki komið fyrir Rósa i
Dal eins og hvern annan að lcnda í lukku-
pötti? Gat ekki hugsazt, að ný kaupakona
kæmi i byggðarlagið, og áður en nokkur vissi
af, væri hún liringtrúlofuð Rósa i Dal? Eða
]iá að Rósi þyrfti að bregða sér í ferðalag,
eitthvað lengra til, og kæmi aftur með unn-
ustu við hlið sér? Annað eins hafði nú skeð *
í skáldsögunum.
En árin liðu, og ekkert skeði, og Rósa lá
við að örvænta um, að nokkurt ævintýri kynni
að gerast í sveitafásinninu. Hann fór að hugsa
um, að þar sem fjölmennara væri og meira
um að vera, væri meiri likur á, að til tiðinda
drægi. Og eftir því sem skáldsögurnar sögðu,
var það einmitt i borgunum, sem óvænt ævin-
týri bar að höndum.
Hvernig væri nú að bregða sér til Reykja-
víkur með skipi? Já, það var líka sagt, að sitt-
hvað kæmi fyrir á skipunum. Það var hart
að láta alla ævina liða svo, að ekkert kæmi
fyrir.
VO var það einu sinni á öndverðum vetri,
að sú fregn barst um byggðina, að
Rósi i Dal hefði tekið sér far með strand-
ferðaskipi áleiðis til Reykjavikur.
Hvaða erindi gat hann Rósi átt til Reykja-
víkur?
Enginn vissi til þess, að hann þyrfti að fá
sér tennur eða gleraugu ellegar að hann þyrfti
uppskurðar við. Og ekki var um það að ræða,
að hann ætti kunningja eða ættingja syðra.
Margs var getið til, en enginn hitti á liið rétta;
slíka dirfsku og bjartsýni ætlaði enginn Rósa
í Dal.
Framh. á bls. 33.
lO VIKAM