Vikan


Vikan - 19.01.1961, Blaðsíða 24

Vikan - 19.01.1961, Blaðsíða 24
3. VERDIAUHAKROSSGÁIA VIKUHNAR Vikan veitir eins og kunnugt er verfi- laun fyrir rétta ráSningu á kruss- gátunni. Alitaf berast margar lau-nir. Sá sem vinninginn heíur hlotið '-er verðlaunin, sem eru: 100 KRÓNUR. Veittur er þriggja vikna frestu’ til að skila lausnum. Skulu Iausnir senrtar í pósthólf 149, merkt „Krossgáta". Margar lausnir bárust á 50. kross- gátu Vikunnar og var dregið úr rett- um ráðningum. KRISTJÁN L. GUÐLAUGSSON, Laugarnesvegi 78, Reykjavík, hlaut verðlaunin, 100 krónur og má vitja þeirra á ritstjórnarskrifstotu Vikunnar, Skipholti 33. Lausn á 50. krossgátu er hér að neðan. °°DANSAаKRINGUM°LIV° ° ° °AME’NKÓKOS°°A°ÓJA°E°° °°GLEIKKAK°°TREGÓTTT° ° JÚLAGLEÐIS°HÁRKOLLUR°° A V E ° E.L RIN °KN°ILLAAGA° ° TEIKNII°° SVUNTAATUMRÁÐ ARÐAG° ° °° ÖG URVE'RSÓFÁ 0 °A° L I N i° ° °KRGRÁÓLÉTTE°B Ö°ÓK0EIKINNIMS°DаORKA GÓ M SÆT °E °ÁINISMA°ÖRÐUG N B ° NK ° ö R N I N N °.H ALUR 0 ° N A J ÓL AÖS°TARA° J ÓLASVEINN °°VUSLEIT°FJÖLLM°ALLAR °BIÐRÖаOG°JÓLABJÖLLUR PALLI Einu sinni var litill prins, sem hét Palli. Hann átti heima í pínulitlu konungsríki, sem var langt, langt á bak við fjöllin. Þar bjó hánn í stórri höll með pabba sínum og mömmu, kon- unginum og drottningunni. Bæði konungur, drottning og Palli voru elskuð og virt af íbú- um konungsríkisins, og allir voru ánægðir vegna þess að prinsinn var svo góður og gáf- aður. Framtíðin leit mjög vel út fyrir honum og öllum í konungrikinu. En dag nokkurn gerðist nokkuð óvænt. Kon- ungurinn átti nefnilega bróður, setn gramdist það svo að hann skyldi ekki verða konungur. að hann hét því að hefna sín einlivern tima. Á krýningardaginn voru allir svo glaðir og ánægðir, að þcir tóku orð bróðurins ekki al- varlega, en ]>ví áttu þeir eftir að sjá eftir. Bróðir konungsins varð nefnilega svo afbrýðisamur og illgjarn með árunum, að einn góðan veður- dag breyttist hann i slóttugt tröll. Hann giftist galdranorn og bjó í glæsilegri höll, sem hann byggði djúpt inni í stóru fjalli. Árin liðu og sama árið og Palli litli fæddist, eignuðust tröllið og nornin líka barn. Þau kölluðu hann Putta og hvort sem að þið trúið því eða ekki, þá voru Palli og Putti eins líkir og tveir vatnsdropar. En Putti var jafnslæmur og Palli litli var góður. Öllum dýrum og fólki var il-Ia við hann og hann var alltaf grettinn og óánægður á svipinn. Það kom stundum fyrir að hann kom að liallarhliðinu og spurði hvort hann mætti leika sér við Palla, en kóngurinn mótmælti því. Aumingja Palli litli var svo lítill, að hann skildi ekki að kóngurinn var hrajildur við það. hverju Putti kynni að finna upp á. Þess vegna varð hann alltaf fyrir dá- PRINS litlum vonbrigðum þegar Pufti varð að fara aftur. Palli trúði ekki nema góðu um alla. Svo skeði það eina vetrarnólt, þegar Palli prins lá einn sofandi í litla turnherberginu sínu, að hann heyrði eittlivert UDdarlegt hljóð. Allf í einu vaknaði Palli við eitthvert hljóð á glugganum. Og sér til mikilliar undrunar sá hann glitta í andlitið á Putta i gegnum frostrósirnar á rúð- unni. — Opnaðu, opnaðu hvíslaði hann. Paili prins þaut skelkaður fram úr rúminu og ojinaði, og Putti stökk fimlega inn í her- bergið. Palli prins, sem ekki hafði séð Putta svona nálægt áður, varð standandi hissa. Það var ekki nóg með það að Putti væri alveg eins og hann, heldur var hann líka alveg eins klæddur, já, og hann var meira að segja með litla kórónu eins og Palli'. 'Þetta var mjög ein- kennilegt. Loksins náði Palli. sér og spurði: Hvernig komstu eiginícga hingað upp, herbergið mitt er á fjórðu hæð. I. hluli Putti brosti lymskulega. -— Þú veizt að ég er sonur tröllkarls og þess vegna er mér ekkert ómögulegt. Það eina sem sigrað gæti fjöl- kynngi okkar, er sannleikur og heiðarlciki og til allrar hamingju hef ég ekki mætt neinu af þvi í nótt. LTff, sagði Palli prins, að heyra livernig þú taíar, þó að þú sért bara lítill strákur, alveg eins og ég. Þessu svaraði Putti engu, en aftur á móti hringlaði hann stórri lyklakijipu sem hann var með í liendinni. Sjáðu, og finndu hvað hún er ])ung, sagði hann. Palli prins tók lyklakippuna varlega i aðra hendina. Og allt í einu heyrðist pling, pling, pling og hanrt byrjaði að' verða svo undar- legur. Hann sviinaði og honum fannst liann svífa af stað. Þegar hann kom aftur til sjálfs sln, var liann eitthvað breyttur. Og livort eitt- hvað undarlegt liafði skeð, nú var hann nefni- lega alklæddur, í stóruin grænum stígvélum, með féikilega stór eyrnaskjól og með skinnhanzka á höndunum. Og að hugsa sér, hann stóð úti i hallargarðinum. Hann var alveg ruglaður á þessu öllu saman og allt í einu hrökk hann við. Hann heyrði grófa rödd kalla frá varð- mannshúsinu. — Nei, sjáið þið, þarna er þorparinn litli hann Putti. Reyndu að koma þér strax út úr hallargarðinum, tröllabarn, þú ert í stígvélun- um hans pabba þíns, með eyrnaskjólin hans og fleira. Palli þrins gat. ekki annað en brosað. Ég heiti alls ekki Putti, hrópaði hann, ég er Putti prins, heyrði liann sjálfan sig segja sér til mik- illar skelfingar. Framhald i næsta blaði. Utgefan'll: VIKAN H.F. Rltstjóri: Gísli Slgurðsson (ábtn.) Auglýsingastjóri: /óhannesi Jorundfisgn. Framkvífimdastjóri: Hlimar A. KrlstjáriESon, Ritstjórn og auylýslngar; Skipholtl 33. Símar: 35320, 35j2I, 35322. Pósthólf 149. Afgreíösla og drelfing: Blaðadreífing, Miklubraut 15, sfmi I50i/, Verð I lausa- sölu kr. 15 Áskriltarver ö er 200 kr. árs- þrjðjungslega, grelðist' íjrirfram. Prent- un: Hllmlr h.f. Myndamót; Rafgraf h.f. Þið fáið Vikuna í hverri viku í næsta blaði verður m. a.: 4 Broddborgarar á listsýningu. Myndir af sýningar- gestum við opnun málverkasýningar Svavars Guðna- sonar. 4 Sögulok. — Tragisk saga eftir Franklín Þórðarson. ♦ Verðlaunakeppnin. — Keppninni um myndavélina lýkur. 4 Kapphlaupið um Norðurpólinn. Frásögn af hinu hatramma kapphlaupi þeirra Cook og Peary um Norðurpólinn fyrir rúmum fimmtíu árum. 4 Ef saltið dofnar. — Grein eftir Dr. Matthías um giftinguna og fordæmi klerkastéttarinnar. 4 Hús og húsbúnaður: Einbýlishús með athyglisverðu skipulagi. 4 Rómantíkin lifir. Mynclir af ungu fólki á skemmti- stað í Reykjavík. 4 Forhertur piparsveinn. — Ástarsaga eftir Jan cox Speas. BARNASAGA * •sv.v.v Vi c HrútsmerkiÖ (21. marz—20. apr.): Þetta verður skemmtileg vika, og þér munu bjóðast mörg skemmtileg tækifæri, sem hætt er samt við að þú kunnir ekki fyllilega að notfæra þér. Hafðu augun opin, einkum á fimmtudag og föstudag, þvi að þá gerist dálítið, sem þér væri illa við að missa af. Þú heyrir eitt- hvað um fjölskyldumeðlim, sem kemur þér í vanda. Trúðu þessu ekki, því að þetta er uppspuni frá rótum. Nautsmerkið (21. apríl—21. maí): Þú munt komast langt í vikunni, en það krefst einnig fórna. Þér væri hollast að vinna ögn meira en undanfarið. Ástvinur þinn á sér vandamál, sem þú gætir orðið til Þess að leysa, en hann (hún) veigrar sér við að spyrja þig ráða. Laugardagur verður mjög óvenjulegur dagur. Fyrir ungt fólk verður öll helgin afar skemmtileg tilbreyting. Heillatala 5. Tvíburamerkiö (22. mai—21. júni): Verið getur að það sláist eitthvað upp á vinskapinn milli þin og kunningja þinna, en þá skalt ekki taka Það of nærri þér, af því að úr þessu rætist fyrr en varir, og eigin- lega af sjálfu sér Þér eldri maður varar þig við ein- hverju í vikunni. en þú virðist of stór upp á þig til þess að láta þér segjast, svo að líkindum verður þér á glappaskot, sem þú hefur ekki nema gott af. HKrabbamerkiö (22. júní—23. júli): Vikan verður einkar ánægjuleg. Þú verður í góðu skapi vegna at- viks, sem kemur fyrir í byrjun vikunnar, og jafn- vel leiðinleg skyldustörf verða leikur einn i þínum augum. Þú kynnist manni, sem þér likar ekki alls- kostar við. Þessi maður vill þó umfram allt kynnast þér, og ef þú reynir að sýna honum einlægni, muntu komast að því að þetta er allra bezti náungi. Heillatala 6. Ljónsmerkiö (24. júlí—23. ág ): Vikan verður held- ur tilbreytingalítil, en ef þú lætur ekki svartsýni ná á þér tökum, getur vikan orðið síður en svo leiðin- leg. Þú færð óvænta heimsókn um helgina, sem get- ur orðið til þess að áform þín breytast nokkuð. E)f þér verður boðið út í vikunni, skaltu ekki hafa þig allt of mikið í frammi við fólk, sem þú þekkir ekki nema lítilsháttar. Þú átt von á furðulegu bréfi. Meyjarmerkiö (24. ág-—23. sept.): Sérþekking þín á vissu sviði verður til þess að vissar persónur fá aukið DJH8 álit á þér. Verður þetta til þess að gera vikuna einkar ánægjulega fyrir þig. Þú mátt samt varast að fyllast ekki ofmetnaði og óeðlilegu sjálfs- áliti. Láttu aðra um að dást að þér. Fimmtudagurinn verður mesti heilladagur vikunnar. Vogarmerkiö (24. sept.—23. okt ): Þú virðist hika við að taka nokkrar fastar ákvarðanir og vantreysta sjálfum þér. Þótt þér sé auðvitað heilbrigt að fara að öllu með gát, er sannleikurinn sá, að Þú hættir ekki á neitt, þótt þú ráðist í þetta, sem þú hafðir á prjónunum. Þér hættir dálítið til að gera of mikið úr fram- tíðavandamálum þínum. Þú skalt láta hverjum degi nægja sina þjáningu fyrst í stað. Heillatala 3. Drekamerkiö (24. okt—22. nóv.): Þetta verður mjög óvenjuleg vika, einkum þó hvað alla rómantík snert- ir. Margir ,sem fæddir eru undir drekamerkinu verða yfir sig ástfangnir, enda þótt ekki sé víst að sú ást verði ýkja langlíf. Á vinnustað gerist dálitið, sem kemur þér og nokkrum vinnufélögum bínum i vanda. Mið- vikudagurinn er mjög varasamur, og þú mátt þá varast að falla ekki í slæma gildru. BogmaÖurinn (23. nóv.—21. des.): Hætt er við að einhver misklíð i hópi kunningja þinna verði til þess að þú slakir til á vinnustað Þetta virðist leys- ast af sjálfu sér. Ungt fólk verður fyrir einhverjum vonbrigðum, en um helgina verður bréf eða símtal til þess að koma öllu í sólskinsskap. Þér verður boðið í ferða- lag, sem vafasamt er að þiggja. GeitarmerkiÖ (22. des1.—20. jan.): Þér berast undar- legar fréttir í vikunni, sem verða til þess að öll á- form þín breytast. Hætt er við að eigingirni þin verði þess valdandi, að leiðinlegt atvik kemur fyrir í hópi kunningja þinna. Þú sætir eðlilega talsverðri gagn- rýni Láttu þetta verða þér víti til varnaðar og sýndu félögum þínum, að þú hefur breytt betur. Vatnsberamerkiö (21. jan.—19. feb.): Þú munt kynn- ast manni eða konu, sem hefur sama áhugamál og þú. Til þessa hefur þú ekki kynnzt neinum sem kann að meta þetta áhugamál þitt, svo að líkur eru á að með ykkur takizt hinn bezti vinskapur, einkum ef þessi nýi vinur þinn er ekki sama kyns og þú. Um helgina ferð þú að líkindum í stutta ferð, en þessari ferð mun ljúka á skyndilegan hátt. Heillatala 7. FiskamerkiÖ (20. feb.—20. marz): Lánið virðist ætla I að elta þig í þessari viku. Þó skaltu samt varast að tefla á tvær hættur, þvi að allt er takmörkum háð. BH Hugmynd félaga þins um nýbreytni er ekki nærri nógu vel hugsuð, en þú getur orðið til þess að betrumbæta hana. Tvö kvöld vikunnar verða mjög ánægjuleg, og þá mun einn hæfileiki þinn fá að njóta sin í fullum mæli.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.