Vikan


Vikan - 19.01.1961, Blaðsíða 16

Vikan - 19.01.1961, Blaðsíða 16
Peysa á ungbarn Efni: 120 gr þrinnað babygarn, prjónar nr. 3. Mynztrinu þarf að vera hægt að deila með 8+5. 1. umf. slétt. 2. uinf. og umferðir, sem prjónaðar eru á röngu, eru prjónaðar snúnar, 3. umf. slétt. 5. umf.: 1 sl., x 3 br., 5 sl. tekin upp frá x út umf. og enda með 3 br. 1 sl. 7. umf.: 1 sl., x 2 sl., teknar sam- an, bregð um prjón 6 sléttar. Tekið upp frá x út umf. og enda með því að taka 2 1. saman bregða um prjón 2 sl. 9. umf.: slétt. 11. umf.: slétt. 13. umf.: x 5 sk, 3 br. tekið upp frá x út umf. og enda með 5 sl. 15. umf.: 5 sl. x 2 sl. teknar saman, bregð um prjón 6 sl., tekið upp frá x út umf. 16. umf.: snúin. Byrjið svo aftur á 1. umf. Fitjað upp 160 1. á prjóna nr. 3 og prjónað garðaprjón 4 umf. Síðan er prjónað mynztur fyrir utan 5 fyrstu og síðustu lykkjurnar, sem prjónast með garðaprjóni alla leið. í fyrstu umf. er aukið í 15 1. með jöfnu millibili. Prjónað er áfram þar til komnir eru 14 cm, en þá er fellt af fyrir handvegum, þannig: prjónaðar 75 L, felldar af 8 L, prjónaðar 42 1. Geymið svo prjónið, sem búið er, á meðan ermarnar eru prjónaðar. Ermar: Fitjaðar upp 44 L, og prjónað garðaprjón 6 umf. Síðan er prjónað mynztur. í 1. umf. er auk- ið út 9 1. með jöfnu millibili. Aukið svo út 1 I. hvoru megin í 6. hverri umf. þar til 65 1. eru á. Þegar ermin mælist 15 cm er fellt af hvoru meg- in 6 1. Hin ermin er prjónuð eins. Síðan eru öll stk. prjónuð saman um leið og byrjað er á garðaprjóni. Prjóna fyrst hægra framstk., aðra ermina, bakið, hina ermina og vinstra framstk. Prjónið garðaprjón 4 umf., í allar lykkjur. Þá er prjónað slétt prjón og jafnframt tekið úr, þannig: Prjóna 40 L, 2 sl. teknar saman, 1 1. tekin fram af óprjónuð, 1 1. prjónuð, óprjónuðu lykkjunni steypt yfir þá prjónuðu. Prjóna 49 1., 2 sl. teknar saman, 1 1. tekin fram af óprjónuð o. s. frv. Prjóna 71 1. 2 sl. teknar saman, 1 1. tekin fram af óprjónuð o. s. Framhald á bls. 29. Brmið með pressugeri ENSK PRESSUGERSKAKA. 1 kg hveiti, 250 gr smjörlíki, 100 gr sykur, 1 tesk. salt, 2% dl mjólk, 50 gr pressuger eða 5 tesk. þurrger, kúrenur og rúsínur, eplamauk, kanill, sykur. Hveitið er sáldað í skál, 14 hluti tekinn frá. Sykri og salti blandað sam- an við. Smjörlíkið mulið í. Vætt i með egginu og pressugerinu sem áður er hrært út með volgri mjólkinni. Hrært vel saman. Deigt stykki lagt yfir skálina og deigið látið lyfta sér á volgum stað um það bil 1 klst. eða þar til það hefur lyft sér um helm- ing. Hnoðað með því sem eftir er af hveitinu, rúsinum og kúrenum. Skipt í þrjá hluta. 1. Mótað í lengju sem er fyllt með eplamauki eða öðru góðu mauki. Lögð saman. Klippt sem með- fylgjandi mynd sýnir og kanil- sykurblöndu stráð yfir. 2. Hnoðað með 1 tesk. af kardi- mommum og ef til vill dálitlu súkkati. Rúllað í þrjár lengjur, fléttað. Sett í hring á plötu eða i mót. 3. Skipt í tvær lengjur sem eru rúll- aðar og snúnar saman og látnar á plötu eða í mót á sama hátt og fléttan. Það er einnig gott að fylla PtlsAr t. d. eina kökuna með vanilju- kremi. Bakað við fremur hægan hita þar til kökurnar hafa lyft sér og eru fallega gulbrúnar, um 25 mín. Lengj- una og fléttinginn er fallegt að pensla með sykurvatni, volgu sírópi eða hunangi. Ofan á þriðju kökuna er sett flórsykursbráð og saxaðar möndlur. HVEITIBOLLUR, HOItN, SNÚÐAR o. fl. 500 gr hveiti (eða hveiti og heil- hveiti til helminga), 75 gr smjör- líki, 1 tesk. salt, 1 msk. sykur, 50 gr pressuger. Búið til á sama hátt og deigið í pressugerskökuna, hnoðað, mótað í (rúnnstykki) lítil hveitibrauð, bollur, horn eða snúða, sem eru látin lyfta sér á volgum stað. Stykki lagt yfir plötuna á meðan. Penslað með út- hrærðu eggi eða mjólk og bakað við hægan hita. Pressugershorn (sjá mynd) er gott að vefja upp með reyktu svínakjöti (skeinku) þunnum stieiðum, hangi- kjöti eða osti. Borið fram nýbakað. Framhald á bls. 27. Pelsar eru eins og allar konur vita alltaf í tizku, en sniðin og skinnin eru ekki alltaf þau sömu. Nú í ár eru kvartpelsar mikið í tizku ef svo mætti að orði komast og undantekningarlaust eru þeir allir með stórum kraga, og það oft mjög stórum. Ég býst við að fáar ykkar hafi uppgötvað hvað annað tízkufyrirbrigði í ár, perlufestarnar, fara vel við pelsa. Herðaslár, ,,Cape“, eru yfirleitt með ermum. Vinsælustu skinnin eru minkur, mörður og blárefur. H,érna eru nokkrar myndir af pelsatízkunni í ár. Hreinsunarvörur Núna eftir jólaannirnar er ekki seinna vænna að liefja herferð gegn öllum óhrein- indum og blettum, sem safnazt hafa saman yfir hátíðarnar og þá ætlum við, svo að þið þurfið ekki að fara að gá á rifnum blöðum hér og þar að blettaráðum og síðan að blanda og mixa, að kynna fyr- ir ykkur ýmsar nýjungar á sviði lireinsunarefna og við húumst fastlega við að þær komi í góðar þarfir. Þá er fyrst að telja hletta- vötn í plastflöskum og nýj- ungin er sú að í liverri flösku er vatn fyrir aðeins eina teg- und bletta. Blóð-blettavatn fjarlægir örugglega og mjög auðveld- lega alla blóðbletti. Einfalt í notkun. Ullarhreinsunarefni hreins- ■ ar alla bletti úr bæði baðmull. Einnig er hægt að hreinsa með því perlon, nælon og lín. Blek-blettaduft, hreinsar alla blek-, raka- og myglubletti. Áður en þetta efni er notað verður að reyna litarþol efnisins á lítið áberandi stað. Ryðhreinsari, fjarlægir örugglega allt ryð af málmum og króm- uðum hlutum. Ef mála á einhvern hlut eykst viðloðun hans, eftir notkun ryðhreinsarans. Ryðblettavatn fjarlægir ryðbletti úr öllum efnum nema þeim, sem ofin eru með gleri eða málmum. Litarfjarlæging fjarlægir bletti, sem stafa af ávöxtum, grasi, rauðvini og m. fl. Með honum má hreinsa allt, en gæta verður Framhald á bls. 27. 16 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.