Vikan


Vikan - 19.01.1961, Blaðsíða 7

Vikan - 19.01.1961, Blaðsíða 7
„Ekur þú þessum bíl?“ spurði ég aftur. „Já, vissulega." „Á vegunum? Ég hélt, að það væri bara leyfilegt að aka svona farar- tækjum á kappakstursbrautum." Meðan við þutum i gegnum um- ferðina, lærði ég ýmislegt um llstina að aka bíl. Trevor ók þessari bil- ófreskju með fullkomnu öryggi, jók hraðann og hemlaði af svo mikilli leikni, að billinn ldpptist ekki vitund til, þegar við urðum að aka i langri vörubiiaröð, maður varð aðeins var við að hraðinn jókst eða minnkaði mjúklega. Eftir fyrstu vandræðalegu þögnina sagði ég: „Það kemur mér á óvart að sjá þig sem bílstjóra." „Er það?“ Hann virtist annars hug- ar. „Ég byrjaði aítur að aka árið sem leið.“ „En hvers vegna?" 5PURNINGIN virtist gera honum órótt. Loks sagði hann: „Mér finnst leiðinlegt að geta ekki gert heimskulega hluti ssemilega. £g var aldrei góður í iþróttum, en við Því er ekkert hægt að gera. Mér finnst það fráleitt að gefast upp fyrir heml- um og gírstöngum, þegar Það leikur i höndunum á fullkomnum fábjána eins og Miles Hudson." „Já, einmitt, Hudson, — ég man vel eftir honurn." „Já, það er satt, þú þekkir hann líka ... Ég byrjaði sem sagt að aka aftur, — einn af nemendum minum kenndi mér það. Síðan keypti ég mér þennan bíl, reyndar lét ég gera hann íyrir mig hjá Watt-Lever-verksmiðj- unum.“ „Og veitir hann þér ánægju?" „Nei, eiginlega ekki.“ „Þarftu oft að fara í svona verzl- unarerindi?" spurði ég. „Nei.“ Aftur varð hann vandræða- legur og hikandi. „Ég ók þessa leið i fyrra, og satt að segja langaði mig til að fara hana aftur. Ég hefðí ekki átt að minnast á verzlunarerindi, þeg- ar ég talaði við þig i símanum." „Hefurðu einhverjar rannsóknlr með höndum?" „Nei, það er bara dálitið, sem ig hef í huga.“ Meira gat ég ekki haft jpp úr honum, svo að ég gafst upp. Það var ekki fyrr en seinna, þegar við vorum komnir til Frakklands og ókum veginn til Amiens, að hann :agði allt i einu: „Þú manst þá líka eftir Hudson?" „Já, mér líkaði alltaf illa við hann. Ég hitti hann aftur stuttu eftir strið- ið. Hann hefur kvænzt, en annars er hann óbreyttur." „Já, það skyldi ekki undra mig," sagði hann biturt. „Ég var satt að segja alveg hlssa,“ sagði ég hugsandi. „Nú, — á því, að hann hafði kvænzt?" „Vegna þess að hann hafði kvænzt sérstakri stúlku. Þú hlýtur að þekkja hana lika, hún bjó rétt hjá Catterick — Anna Eppingham hét hún. Fjöl- skylda hennar var mjög gestrisin, og ég fór oft þangað til að spila tennis." „Já,“ sagði hann eins og annars hugar, „ég þekki hana. Mér var oft boðið þangað.“ Þar með var þetta útrætt mál, — hélt ég. Reyndar var Miles Hudson 'arla þess virði að tala um hann. Hann var glæsilega vaxinn náungi, eigingjarn og tillitslaus. I striðslok þakkaði maður sínum sæla fyrir að þurfa aldrei að hitta hann aftur. En önnu var ekki eins auðvelt að gleyma. I stóra, ijóta húsinu hans föður síns virtist mér hún ávallt ein- hvern veginn framandi. Hún var fín- gerð, blíðlynd og glettin. 1 þá daga voru það margar fallegar stúlkur, sem spiluðu við okkur tennis, en ég hef gleymt þeim öllum nema önnu Eppingham. Eftir að við höfum ekið áfram um hundrað kilómetra, sagði Trevor skyndilega, eins og hann hefði les'ð hugsanir mínar: „Já, ég hef hitt önnu einu sinni aftur. Það var í byrjun fyrra árs. Hún og Hudson höfðu boðið til veizlu. Ég held, að þau hafi verið að halda einhvern af sigrum Hudsons hátíðlegan." „Var hún óbreytt?" „Hið ytra að minnsta kosti.“ „Heldurðu, að hún sé hamingju- söm?“ Framhald á næstu síðu. VIKAN V

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.