Vikan


Vikan - 19.01.1961, Blaðsíða 21

Vikan - 19.01.1961, Blaðsíða 21
óskamyndin Rex Gildo Rex Gildo fæddist 2 júlí 1939 í Miinchen og er því rúmlega 21. Und- anfarið ár hefur heyrst æ meira í hon- um á plötum og lengi var unnið að þvi að hann léki og syngi með Conny í nýrri mynd. En það varð litið úr því nema leikurinn og Rex tók sig Því til og I félagi við Heidi Brúhl söng hann og lék. Sú mynd heitir „Mit 17 weint man nicht“ og það útleggst á íslenzku, að maöur grætur ekki þegar maður er orðinn 17 ára. Enda má gera ráð fyrir gríni, en ekki gráti í þeirri mynd. hlj dmlist Ef Louis Armstrong er konungur jassins, þá er Ella Fitzgerald drottn- ingin. Ella er fædd í Newport News í Virginiu. 1934 tók hún þátt í söngkeppni i Apolli Theater í Harlem og þar má segja að hún hafi komið inn á jasssviðið og ekki farið þaðan aftur. Chick Webb réði hana upp úr því. Bráðlega naut hún mikilla vinsælda ekki sízt vegna út- varpa(þátta hennar með hljómsveit Benny Goodmans Hún var fastráðin hjá Chick Webb, en 1939 lézt hann og Ella Fitzgerald hún tók þá við stjórn hljómsveitarmn- ar. Það samstarf leystist upp, þegar flestir af leikurunum voru kallaðir i herinn 1942. E’ila hefur að vísu farið mjög út fyrir jássinn í mörgum svo- kölluðum kassalögum, en það er með hana, eins og Louis, það er alveg sama hvað þau syngja, þau eru alltaf góð. Ella hefur ferðast víða með „Jazz at the Philharmonic”. Sérstaklega hefur henni verið tekið vel í Norður-Evrópu. Við Islendingar getum víst státað af flestum og beztum karlakórum í heimi miðað við fólksfjölda. Skemmst er að minnast för Karlakórs Reykjavíkur til Vesturheims og viðtökum þeim er hann hlaut þar. Karlakórinn Fóst- bræður hefur einnig komið víða við og hann er stofnaður 1916, sem karla- Það eru alltaf læti í vesturbænum (West Side) í New York. Þar eru skuggahverfin, hættulegu göturnar, skúmaskot glæpamanna. Á nóttunni eru háðir harðir bardagar milli hinna ýmsu ribaldaflokka og enginn heiðar- legur borgari treystir sér á kvöldin i það hverfi. En — seinustu vikurnar hefur allt verið með öðrum blæ i West Side. Á nóttunni er kyrrð og ró. E’n á daginn láta leðurstakkarnir öllum ill- um látum og hafa undirleik. Hvað hefur komið fyrir? Jú, kvik- myndafélag hefur slegið upp tjöldum sinum þarna og þvi hefur heppnast það, sem New York búar hafa haldið að væri ómögulegt. Kvikmyndafélag- ið hefur komist að samkomulagi við töffana, að hafa mánaðar vopnahlé. Og það sem meira er. Þeir hafa verið ráðnir sem tæknilegir ráðunautar. Þeir kenna nú leikurunum alla her- list sína og þeir útfæra hana svo i kór K.F.U.M. en breytti um nafn 1936. Hann er því 45 ára á þessu ári og er það sæmilegur aldur. Á þessari plötu syngja þeir innlend.og erlend lög með Kristni Hallssyni, sem einsöngvara og Jón Þórarinsson stjórnar. Undirleik annast Carl Billich. dansi. Það er verið að kvikmynda „WEST SIDE STORY.” Við könnumst þegar við ýms lögin, þau hafa verið leikin undanfarin ár. Fréttir hafa borizt af leiksigrum á Brodway Og í London gerði söngleikurinn mikla lukku. Því hefur verið jafnað saman við „My Fair Lady“ að vinsældum og nú er meiningin að kvikmynda allan hasarinn. „WE’ST SIDE STORY” er nokkurs konar nýtízku útgáfa á „Romeo og Júlíu,” sem fjallar um unga og vonlausa ást og hatramma ættardeilu. 1 þessari útgáfu er sagt frá með söng og spili og dansi. Þetta er samsetningur ballets og óperettu. Allir leikararnir þurfa að kunna að dansa. E’f þeir geta ekki sungið sóma- samlega, þá eru bara notaðar raddir atvinnusöngvara, sem tryggja gæðin. Natalie Wood hreppti annað aðal- hlutverkið og voru þó margar um plássið. Ástæðan fyrir því hvað vera sakleysislegt útlit, leik og danskunn- átta. Hún hefur nefnilega stundað ballett í tíu ár. 1 kvikmyndinni er hún María, fátæka innflytjenda- stúlkan frá Puerto Rico og systir forsprakka innflytjendatöffklíkunnar. Hún verður ástfangin af foringja inn- fæddra Kana, sem von er. Sá heitir Riff og er leikinn af Russ Tamblyn. Natalie fær litlar 300.000.00 fyrir leik Natalie Wood. sinn og er það í dollurum. Frétzt hef- ur að tæknilegu ráðunautarnir hafi farið fram á allsæmilegar fjölskyldu- bætur sér til handa fyrir að hafa nú einu sinni verið góðu strákarnir. Einn mesti skákmeistari 18 aldar- innar, hinn þekkti snillingur, Phili- dor, var um skeið skákkennari Lúð- vigs konungs 16. Er þeir höfðu telft saman í mánaðartíma óskaði kóng- urinn eftir áliti kennarans á skák- hæfileikum sínum. Og Philidor, sem var gæddur ríkri herkænsku við skák- borðið, var ekki síður góður dimplo- mat i lífinu og svaraði: Það eru til þrenns konar skákmenn: Þeir sem alls ekki geta telft — Þeir, sem tefla illa — og þeir sem tefla vel. Yðar hátign, þér hafið Þegar færst upp i 2. flokk. Islendingar telfdu við Indverja I Leipzig og töpuðu, 1 — 3. Hér kemur ein stutt tapskák íslendinganna. Frönsk vörn. Hvítt: Guðmundur Lárusson. Svart: Seth. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 c5 5. a3 Ba5 (Þessi leikur kemur frá sjálfum Botwinnik, en venjulegri og þægilegri leikur er 5. — Bxc 3) 6. b4! cxd4 7. Dg4 (Þannig tefldi einnig Smyslow á móti Botwinnik, en betra hefur reynst 7. Rb5 Bc7 8. f4 og síðan Rf3) 7. — Re7 8. bxa5 dxc3 9. Dxg7 Hg8 10. Dxh7 Rb8-c6 11. Rf3 Dxa5? 12. Bf4. (Hvítur undirbýr Rg5, en sú áætlun tekur bæði of langan tíma og reynist árangurslítil). 12. — Da4! 13. g3 Bd7 14. Rg5 o-o-o! 15. Rxf7 Rg6! 16. Rxd8 De4 17. Be3 Hxd89 18. Hgl Rc6xe5 19. Be2 Bea4! 20. Kfl Bxc2 21. Bxa7 Bd3 22. Dh5 Re5-f3 23. Bxd3 Rf3-d2 mát. Undramennirnir, Tal og Fischer sýna hvernig á að tefla. Skákin er einnig telfd á síðasta Olympíuskákmóti í Leipzig. Hvítt: Fischer. Svart: Tal. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 c5 5. a3 Ba5 6. b4 cxd 7. Dg4 Re7 8. bxa5 dxc3 9. Dxg7 Hg8 10. Dxh7 Rb8-c6 11. Rf3 Dc7! (Hér skilur á milli. Tal segir sjálfur: „Svartur má ekki leyfa sér að leika 11. — Dxa5, þvi þá fengi hvitur hættulega sókn með 12. Rg5“). 12. Bb5 Bd7 (Ef sv. leikur 12. — Hxh2, fengi hv. sókn eftir Kfl og Hgl.) 13. o-o o-o-o 14. Bg5 Rc6xe5! 15. Rxe5! Bxb5! 16. Rxf7! Bxfl 17. Rxd8 Hxg5 18. Rxe6 Hxg2 19. Khl! De5 20. Hxfl Dxe6 21. Kxg2. Jafntefli. kvikmyndir VIKAN’ 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.