Vikan - 19.01.1961, Blaðsíða 23
Róbert vill helzt koma Barböru fyrir
kattarnef og heldur áíram að
hræða hana, en Deusína er því mólfallin,
þangað til Júlían og Barbara ætla
að opinbera trúlofun sína. Róbert gerir
morðtilraun á þeim báðum, sem
mistekst, en þá fær hann frú Padgett í
lið með sér I annað sinn, og í þetta
skipti er það aðeins Barbara, sem
árásin beinist að, því að Densína tekur
ekki í mál að þau geri Júlían
nokkurn miska.
I l>essu kom Róbert fram. Hann var fljótur
að átta sig á aðstæðunum, en þaut síðan fram
hjá þeim og inn í herbergi Barböru. Nokkru sið-
ar komu þeir út þaðan aftur, svartir af reyk,
en sigri hrósandi.
— Þá er því lokið, mælti Júlían hásri röddu.
Herbergið er gereyðilagt, en húsið heíði getað
brunnið til kaldra kola. Við skulum koma niður
og fá okkur eitthvað að drekka, — mér er ekki
vanþörf á því!
Þau fóru niður í eldhúsið, og Denísa tók fram
drykkjarföng. Þetta virtist hafa fengið jafnmikið
á hana og Barböru. — Hvernig vildi þetta til?
tautaði hún.
— Hvernig atvikast flestir brunar á gömlum
sveitabæjum? spurði Júlían. Það hlýtur að hafa
verið biluð rafleiðsla undir gólfinu . ..
Einangrunin var orðin eydd inni í vir, greip
Róbert fram í. Það hefir orðið skammhlaup, og
gneistarnir hafa kveikt í gólfborðunum, sem eru
skraufþurr. Barbara hefði getað brunnið til bana
i rúmi sínu!
— Já, ef hún hefði legið þar, tók Denísa fram
i. En það gerði hún ekki.
Nú tók Róbert fyrst eftir því, að Barbara var
alklædd.
Hvernig víkur þessu við? Þú hefur bjargazt
með yfirnáttúrlegum hætti. En af hverju varstu
ekki í rúminu?
— Vegna þess, að hún sat úti á skrifstofu og
beið mín. Það var Júlían sem veitti andsvar. Það
kom nefnilega fleira fyrir í kvöld, — nokkuð,
sem hefði getað riðið okkur báðum að fullu.
Hann lagði arminn hughreystandi um mitti
Barböru og sagði þeim frá vegarmerkinu og
námugöngunum.
Róbert setti upp hinn einlægasta óttasvip. —
Þetta er í sannleika farið að ganga of langt til
þess, að unnt sé að kalla það slysni! hrópaði hann.
Það sérðu sjálfur, Júlian.
— Já, það sé ég, en við höfum þó að minnsta
kosti sönnun fyrir því, að ikveikjan hefur stafað
af siysni. Þú fannst sjálfur biluðu leiðsluna,
Róbert, svo að það er ekkert dularfullt við ...
— Að því frá skildu, að hurðinni hafi verið
læst gangmegin, mælti Barbara myrkri röddu.
Hefði ég verið inni fyrir, var vonlaust, að ég
kæmist á brott.
— Læst? Róbert var steinhissa. Hver hefði
átt að læsa henni?
— Það veit ég ekki ...
— Ég býst við að geta bent á það, svaraði
Júlían óþolinmóður. Barbara hlýtur að hafa gert
það sjálf. Hún svaf svo fast, þegar ég fann hana
úti á skrifstofunni, að því var líkast sem hún
hefði verið deyfð.
Lögfræðingurinn starði á hann. — Já, en góði
maður, þú ert þó ekki að gefa í skyn, að einhver
hafi farið að deyfa hana?
— Nei, að sjálfsögðu ekki. Hún var dofin af
angist og ofþreytu og hefur vel getað lokað sig
úti í þeirri óljósu trú, að hún væri að loka sig
innj í herberginu. Það getur komið fyrir fólk
að gera slikt, ef það hefur orðið fyrir hálfgerðu
taugaáfalli.
Barböru fannst hann ganga fram af sjálfum
sér við að útskýra hið óskiljanlega. Hún renndi
grun í, hví hann gerði svo. Hann viidi róa hana
með því að telja henni trú um, að eðlilegar or-
sakir lægjti. að baki allra þeirra óhappa, er fram
við hana höfðu komið.
En það var síður en svo. Orð hans vöktu með
henni eins konar reiði. Ætlaði hann stöðugt að
láta sem engin hætta væri á ferðum, eftir að
hann hafði sagzt mundu horfast i augu við hætt-
urnar með henni?
— Ef þú ert sannfærður um þetta, verðum við
hin auðvitað að vera það lika, mælti Róbert með
semingi. Þú ert sannarlega kaldur karl, sem lætur
þér ekki allt fyrir brjósti brenna, það verð ég
að segja. Hvernig er þér eiginlega varið?
— Hvern andskotann áttu við?
— Ég á bara við það, að þú ættir að sann-
færa sjálfan þig um, hvort hún er í hættu eða
ekki, og haga þér eftir því. Róbert var fastmælt-
ur og Barböru gat ekki annað en orðið hugsað
til þess, að hann ræddi málin af meira raunsæi
en Júlían, sem stóð og starði á hann.
— Hvernig ætti ég að haga mér? Ég kann ekki
við framkomu þína, Róbert.
— Nú, jæja, — þá verður þú að íyrirgefa. Hann
klappaði Júlían á öxlina. Við erum í allt of miklu
uppnámi til að rökræða það i nótt, og okkur er
báðum órótt út af Því sama, — öryggi Barböru.
Hann sneri sér til hennar. Það er okkar höfuð-
vandamál, mælti hann alvarlega. Þar sem við
höfum boðið þér að dveljast hér til þess, að við
gætum haldið yfir þér hlífiskildi, ber okkur skylda
til að gera það.
Þakklátssémin skein úr augum hennar. Hún
hafði alitaf dáðst að Róbert, þó aldrei meir en
í þessum svifum, er hann var að gefa Júllan lelð-
beiningar.
— Ég þakka, hvíslaði hún.
Hún var hrifandi fögur, hugsaði Róbert. Hún
var gædd innri glóð; frá henni lagði blíðu, er
haföi á sér blæ húmsins og var svo gerólík hinni
gullbjörtu skaphörku Denísu.
Hann hafði lengi fellt hug til Denísu, en nú
datt honum 'skyndilega í hug, að önnur stúlka
kynni að vera miklu betri „efniviður" — á allan
hátt.
Þau sátu við samræður og drykkju, — og nýjar
ráðagerðir tóku að grafa um sig í hugskoti hans.
Hann gat reynt að þreifa fyrir sér hjá stúlkunni
undir því yfirskini, að hann væri að hjálpa
Denísu til að losa Júlian frá henni. En hún visaði
honum á bug, gat hann alltaf fyrirkomið henni
og fengið sin fjörutíu þúsund frá Denísu.
Litlu seinna tindi Barbara nokkra smáhlutl
saman þar inni, sem einu sinni hafði 'verið her-
bergi hennar. Rúmið var að kalla brunnið til
ösku. Þar hefði hún legið sofandi, ef óttinn og
eitthvert sjötta skilningarvit hefði ekki rekið
hana út i náttmyrkrið. Hún hafði staðið hér
fyrir framan myndina af Georginu Temperley
og drukkið heita mjólk ...
Hún litaðist um eftir glasinu. Það var horfið.
Hún var að leita að því, er Denísa kallaði á hana.
— Hvað finnst þér um þetta, Barbara? spurði
Denísa, er hún hafði vísað henni inn í smekklegt
gestaherbergi við hliðina á svefnherbergi sinu.
— Það er afar fallega gert. Hún reyndi að
brosa. Ég veit, að ég er til óskaplegra óþæginda
hérna .. .
—• Vitleysa! Þér hefur liðið hræðilega illa í
kvöld, — og hvað þvi viðvíkur, þá hefur mér líka
liðið illa. Við Róbert höfum ákveðið að slíta trú-
lofun okkar.
Barböru brá svo mjög, að hún gleymdi sinum
eigin áhyggjum.
— Denísa! Hyers vegna?
Hin stúlkan yppti öxlum og horfði á neglur
sér.
— Ég veit það ekki. Það er sjálfsagt mér að
kenna eins og alltaf. Ég fann allt í einu, að þetta
var misskilningur.
— En Róbert er svo vingjarnlegur og — á-
reiðanlegur!
— Mér fellur betur við öðruvísi manngerð, —
þá, sem eru óáreiðanlegir út I æsar. Vitaskuld
er Róbert kostum hlaðinn, svo laglegur, gáfaður
og nærgætinn, — en hver vill eiga alfullkominn
mann? Það er ekki einu sinni eðlilegt. Mig vant-
ar mikið á að vera fullkomin, svo að ég er hon-
um ekki samboðin.
Barbara fann, að eitthvað meira hlaut að liggja
að baki þessum skilnaði. Hún varð að hnýsnst
betur eftir því, þótt hún kviði fyrir þvi, sem
hún kynni að heyra.
— Er það — einhver annar? spurði hún.
Denísa gekk út að glugganum og horfði i gaupn-
ir sér.
— Getur verið. Um það vil ég helzt ekki tala.
Hann jafnast aö vísu ekki á við Róbert, en þú
veizt sjálf, hvernig ástin er. Ég hef alltaf verið
veik fyrir honum.
— Hvers vegna héztu þá Róbert eiginorði?
— Ég hélt hann gæti hjálpað mér til að gleyma
— líkt og svefntöflur. En það fór allt á annan
veg, og þegar mér varð ljóst, að ég gat ekki
gefið Róbert allt, eins og hann á skilið, — þá
gaf ég honum lausn frá eiginorði. Denísa andvarp-
aði þungan.
Ein spurning hrökk út af skjálfandi vörum
Barböru: — Veit þessi maður, að þú ert ást-
fangin af honum?
— Já, ekki fyrir löngu, en eins og ég sagði, er
hann afskaplega óáreiðanlegur. Ég álasa honum
ekki. Hann getur ekki að þessu gert, en þegar
ég hugsa um kossa hans og — já, allt, þá vildi
ég gjarna gefa til þess allar mínar eigur að fá
hann aftur. Denísa strauk vasaklútnum yfir aug-
un. Ó, nú er ég farin að aumka sjálfa mig í stað
þess, að eiginlega ætti ég að kenna I brjósti um
Þig.
—• Mig? Því þá það?
— Já, fyrir allt, sem yfir þig hefur dunið. Ég
er svo eigingjörn.
— Nei, Það ert þú ekki! mælti Barbara með
innilegri hlýju. Það getur enginn með sanni sagt.
Þú ert göfugasta stúlka, sem ég þekki, og ég
vildi óska, — ó, að ég gæti ...
Denísa beið í ofvæni, en óskin komst aldrei
lengra. Hún mátti ekki búast við of miklu þegar
í stað, en nú þóttist hún hafa gefið Barböru
nægilegt umhugsunarefni.
Áttu það að verða örlög hennar, hugsaði Bar-
bara, að leiða háska yfir þann mann, sem hún
elskaði, og ógæfu yfir stúlkuna, sem hafði verið
henni svo góð? Átti hún að verða óheppin í ásta-
málum eins og svo mörgu öðru?
Framhald 1 næsta blaði.
VIKAN 23