Vikan


Vikan - 19.01.1961, Blaðsíða 15

Vikan - 19.01.1961, Blaðsíða 15
FÆLANDI FORDÆMI. Við vorum að ræða um ungan pilt, scm móðurinni þótti vera á glötunarleið. „Ég þarf að minnsta kosti ekki að kenna mér um, að ég hafi vanrækl að áminna liann og vara hann við þessum félagsskap. Sí og æ hef ég verið að benda honum á hann bróður minn. Þú ættir nú heldur að reyna að líkjast honum frænda þínum, segi ég svo oft við hann. En hann hefur ckki viljað gegna mér. Því er nú komið sem komið er.“ í þessari fábreyttu frásögn af móðurlegri uppeldis- viðleitni birtist sérkennileg þróun ungmennisins. Móð- ir heldur ákveðinni fyrirmynd að syni sínum, dregur fram mannkosti, frama og veimegun frændans, reynir á allan hátt að sannfæra drenginn, hvilik gæfu- braut liggi að þessu marki. Samt verður hún að lok- um að sannfærast um, að sonurinn stefnir í þveröfuga átt. 'Slik dæmi eru alkunn. Margur atorkumaður sér son sinn verða slæpingja cða framtakslausan ónytjung, strangur bindindismaður má ósjaldan þoia þá raun að sjá son sinn sökkva i ofdrykkjufenið, móðir, sem helgar sig alla börnum sínum og heimili, sér dótU ur sina vaxa upp í hirðulausa léttúðardrós. Hvernig ber að skilja þetta? Er gott fordæmi svona áhrifalaust? Getur það jafnvel orðið til þess, að ýta ungmenni út á ólánsbraut, sem ótrufluð eðlisá- vísun hefði annars bægt því frá? Fordæmið hefir sterk álirif, en bendir ekki alltaf í þá átt, sem til er ætlazt. Áhrif þess eru að mikilu leyti háð þeirri túlkun, sem það sætir. Ef hún verður of einhliða og áköf, getur hún orkað öfugt við til- gang sinn. Móðurbróðirinn kann að vera sannur mann- kostamaður og góð fyrirmynd, en i ákafa móður- innar, að gera son sinn sem iíkastan honum, felst áfeliisdómur, um eðii drengsins sjálfs. Þvi skilur hann fyrirmyndina sem þvingun, og hjá lionum vaknar and- úð gegn henni. Um leið verður hann opinn fyrir and- stæðum áhrifum og iætur ieiðast af þeim. Sálfræðin kallar þetta gagnsefjun. LEIÐSAGNARGILDI LIFANDI VIÐVÖRUNAR. Illt fordæmi er alltaf ófalsað. Menn fredstast ekki til þess að dylja mannkosti undir spillingarhjúpi. Hið gagnstæða þykir vænlegra. Ungmenni getur virzt sú fyrirmynd, sem haldið er fast að því, einber hræsni og tvöfeldni, en illt fordæmi er ekki fegrað. Þvi verð- ur sefjunarmáttur þess oft mjög sterkur. Auk þess snertir hann næma strengi hins frumstæða eðlis: sjálfselsku og sjálfsdýrkun. Frá þeim hverfa flestir ófúsir. Það kostar stranga ögun að leggja hömlur á lægri hvatir sínar, en einmitt til þeirra höfðar hið illa fordæmi. Gagnsefjandi áhrif spilltrar fyrirmyndar koma þó ósjaldan fram. Ilið illa fordæmi vekur þá andúð og jafnvel viðbjóð. Algengasti siðmenningarskortur Is- lendinga, ofdrykkjan, orkar ekki sem freisting á öll þau ungmenni, sem henni kynnast. Öllum fjöldanum verður hún til viðvörunar. Nakið siðleysi ofdrykkju- mannsins vekur andúð og viðbjóð í brjósti unglings- ins og festir með honum það hugboð, að sú leið liggi til ófarnaðar. í eymd sinni verður ofdrykkjumaður- urinn lifandi viðvörun. Þannig getur illt fordæmi orðið okkur leiðarvísir, þó að i neikvæðri merk- ingu sé. Stundum verður sú freisting, sem við féllum fyrir, okkur stöðug viðvörun, sem knýr fram betrunarvilj- ann. Dæmi um það er mér mjög minnisstætt. Ég tók á móti ungum stúdent, sem kom af skemmtun ofur- ölvi heim á stúdentagarðinn. Með þvi að hann gat naumlega staðið, leiddi ég hann til herbergis sins. Framhald á bls. 29. Áköf viðleitni foreldra að fá börn sín til að Iíkjast einhverjum, sem þau telja til fyrirmyndar, getur haft þveröfug áhrif og orðið til þess að atorkumaðurinn sér son sinn verða að slæpingja og bindindismaður- inn má horfa á börn sína verða ofdrykkju að bráð. jhr. WattLíaí Jc onaáóon ÞEKKTU SJÁLFAN ÞIG FORDÆMI OG VlfiVÖRUN „Heyrðu Magga mín, mér er hálf illa við, að þú umgangist þessa 'vinkonu þína. Ég held, að það sé ósköp lítið í hana varið og mér finnst þú ættir frekar að vera með henni Siggu frænku þinni, sem er sérlega siðprúð og myndarleg í öllu sem hún gerir.“ VIKANÍ 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.