Vikan


Vikan - 19.01.1961, Blaðsíða 35

Vikan - 19.01.1961, Blaðsíða 35
Stéttaskipting Framhald af bls. 5. — En segjum nú, að sonur þessa sama ágæta borgara, sem væri jafn bráðgáfaður og Þú segir stúlkuna vera, trúlofaðist stúlku, sem ynni á saumastofu eða væri við nám í hár- greiðslu. Mundi það gegna sama máli? — Ekki alveg. Það væri að visu ekki gott, en engan veginn sambæri- legt við hitt dæmið. Þegar þau gift- ust, mundi hún hætta á saumaverk- stæðinu eða á hárgreiðslustofunni og flytjast heim til hans til þess að verða konan hans. Þá er hún ekki hár- greiðslukona eða saumastúlka lengur. — Finnst þér stéttaskiptingin hafa mikla ókosti? — Nei, mér finnst hún sjálfsögð og eðlileg. Það er ómögulegt, að allir séu á sama bás og það er búið að halda alltof lengi i þessa hugsjón, að allt sé jafnt og slétt og enginn megi skara fram úr. Útkoman verður bara sú, að allir verða jafnir i lágkúrunni og lubbaskapnum. Það er bara verst, að þessi umrædda stéttaskipting er svo óráðin og reikandi, að það veldur oft óþægindum. En ég undirstrika það, að mér finnst miklu betra, að hver umgangist sína líka. — Væri ekki einmitt þroskandi, að umgangast fólk, sem hefði ólíkar lífs- skoðanir, aðra reynslu og frábrugðna menntun? — Það má vel vera og ég viður- kenni, að mér finnst ágætt að um- gangast stráka, sem ekki eru í skóla. Mér finnst að mörgu leyti hvíld í því. — Er það vegna þess, að þá þarft þú ekki að leggja þig í framkróka um að tala gáfulega? —- Já, það er að nokkru leyti vegna þess og svo líka hi-tt, að þá þarf mað- ur ekki að hafa svo mikið fyrir því að hlusta á eitthvað, sem á að vera gáfulegt. — Þú ætlar þó ekki að fara að segja mér, að það sé alls ekki gáfu- legt, sem þeir segja. — Þeim finnst það sjálfsagt gott og það er íyrir mestu. Þú ættir að sjá þessa gæja héðan úr Menntaskól- anum, sem hanga á Skallasjoppunni í Lækjargölunni. Þeir stritast við að vera þar hverja tómstund svo ailur heimurinn geti séð, að þeir þurfi svo sem ekki að líta í bók og þarna eyða þeir tímanum við hreystisögur um það, þegar þeir voru teknir upp síð- ast — algjörlega ólesnir auðvitað — og sneru sig út úr málinu með frá- bærri skerpu, sem þeim einum er lag- in. Það er hlægilegt, því allir vita að það er ekki hægt að komast gegnum Menntaskólann, nema lesa þó nokkuð mikið og þessir „gáfnahestar" vaka á næturnar heima hjá sér með fæt- urna niðri í köldu vatni til Þess að sofna ekki meðan þeir lesa lexíurnar sinar. Svo er það svo skrýtið, að hin algjöra andstæða við þessa mennta- skólaunglinga safnast helzt saman á sjoppu í Lækjargötunni, sem er við hliðina á Skallasjoppunni og það þarf ekki annað en fara þangað til þess að sjá þessi umtöluðu dæmi. — Ég vil fá nákvæmari greinargerð um það, hvers vegna Þér finnst að mörgu leyti þægilegra að umgangast iðnsveina en þá, er gengið hafa menntagyðjunni á hönd. Mér finnst vera hálfgerð mótsögn i þessu, þar sem þú tilheyrir sjálf þeirri stétt, sem lýkur löngu skólanámi. — Ég meina, að það er þægilegt aðeins um stundarsakir og án þess að til náinna kynna sé stofnað. Strákar, sem byrjaðir eru að vinna, hafa eðlilegri skoðanir og þeir eru ekkert að braska við að vera gáf- aðir i samtölum við kvenfólk. Þetta háfleyga hjal Þeirra hér í Mennta- skólanum er álika leiðinlegt eins og skoðanir þeirra eru flestar öfgafullar og fáránlegar og gersamlega úr sam- bandi við hið lifandi líf. Mér finnst líka skólapiltar á ákveðnu aldurs- skeiði hafa mjög leiðinlega afstöðu til stúlkna og það er alveg ólíkt, hvað hinir „vinnandi" skulum við segja, hafa þar eðlilegri og jákvæðari af- stöðu. Þeir eru yfirleitt miklu kurt- eisari og skemmtilegri á eðlilegan hátt. — Það kemur á óvart að heyra það, að þeir sem eru að mennta sig skuli kunna sig verr. -— Já, én svona er það. Sumir eru svo óskaplega kurteisir, að það geng- ur út í öfgar og þeir ganga svo fínt klæddir og eru nýkomnir úr svo skemmtilegri ferð til útlanda, pem- píulegir með sifellda gullhamra og gersamlega óþolandi. Eg neita því ekki, að það eru til ákaflega leiðin- legir „gæjar“ úr hinum hópnum, en Þeir eru alltaf eðlilegri, hvað sem þeir gera. —- Nú segir þú, að þessar „stéttir" meðal unga fólksins, hafi mjög lítið samneyti. E'n hvernig er það þá á skemmtistöðunum. Sækja þá þessir ákveðnu hópar alltaf sömu skemmti- staðina? — Á skemmtistöðunum blandast fólkið alltaf talsvert mikið. Hvar eig- um við að byrja? Til dæmis i Vetr- argarðinum. Þangað fara sjómenn, sem eru í landi, skinnjakkalýður, stútungskellingar og skólastrákar, sem ætla á blindfylliri og vilja þá ekki láta sjá sig á sæmilegúm stöð- um. Unga fólkið, sem við höfum talað um, sækir mest tvo staði: Sjálfstæð- ishúsið og Þórskaffi. I Sjálfstæðis- húsinu sér maður frekar unga krakka, en þeir eru yfirleitt frá betri heim- ilum. Skólastelpur fara þangað mik- ið en strákarnir fara fremur í Þórs- kaffi. — Hvers konar fólk er þá í Þórs- kaffi að öðru leyti? — Þar er mjög mikið af millistétt- arfólki, afgreiðslustúlkur úr búðum, hárgreiðsludömur og skrifstofufólk. Karlmennirnir þar fyrir utan skóla- strákanna eru líka úr millistétt. —- Ég fer nú helzt á Borgina. Mér þætti gaman að heyra, hvaða fólk þú telur sækja þann stað? — Það er alls konar fólk, til dæm- is skólafólk, sem lengra er komið, sömuleiðis krakkar, sem eru trúlof- aðir og mikið af alls konar skrif- stofufólki. — Þú ert ekki búin með alla stað- ina enn, — eða eru mörkin kannski ekki eins greinileg þar? — Jú, þau eru greinileg í Þjóðleik- húskjallaranum. Ef eitthvað er þar af ungu fólki, þá eru það börn betri borgara. í Lido er yfirleitt kúltiverað og snyrtiiegt fólk af ýmsu tagi, en Klúbburinn er svo nýr, að það verður ekki séð ennþá, hvaða hlutverki hann gegnir. — Þú dregur ekki dul á það, að þér finnst stéttaskiptingin æskileg. Viltu nefna mér eitt dæmi um það, svo að mér gangi betur að trúa? — Við skulum segja, að ég eigi kunningja úr hópi skólafólks og aðra úr hinum hópnum og svo býð ég í partý. Þá er eins og þetta fólk geti ekki sameinazt og útkoman verður vandræðaskapur og leiðindi. Ég held, að stéttaskiptingin sé nauðsyn og mér finnst allt benda til þess að þessi að- greining verði mun skýrari þegar fram líða stundir. — Við skulum láta það kyrrt liggja, en viltu svara annarri spurn- ingu, sem þó er viðamikil: Hvað ger- ir ungt fólk í tómstundum sinum? — Það er satt, að sú spurning er viðamikil og ég held, að það verði efni i annað viðtal, — en ekki skal standa á mér að svara. gs. IBÚÐARHUS n VERKSMI-ÐJUHUS FRVSTIHÖS Þér fáið einangrunarkostnaðinn endurgreiddan á fáum ár- um í spöruðu eldsneyti. Það borgar sig bæði fyrir yður -sjálfa og þjóðfélagið í heild að spara eldsneyti svo sem unnt er, og þar að auki er hlýtt hús (vel einangrað) mun nota- legri vistarvera en hálfkalt (illa einangrað). Lækjargötu . HafnarfirÖi . Sími 50975. VIKAN 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.