Vikan


Vikan - 02.02.1961, Síða 4

Vikan - 02.02.1961, Síða 4
Málverk frá námsárunum í París: Nakin fyrirsæta í her- bergi Picassos. Um þær mundir hreifst hann mjög af Tou- louse-Lautrec. t <] Nú er Picasso 79 ára og lítur þannig út. Stúlka að- teikna, olíumynd eftir Picasso síðan 1935. Sem fyrirmynd notaði hann eina af fylgikonum sínum, Doru Maar. BÆRINN MALAGA á Suður- Spáni er lágreistur og fólkið þar hefur löngum búið við mikla fátækt. Um þetta hef ég lesið í bókum en get ekki lýst staðnum af raun. Aftur á móti getur Pablo Picasso það, ef þið skylduð einhvern tima hitta hann. Picasso fæddist í Malaga árið 1881. Á Spáni er sá siður ríkjandi, að börnunum er frjálst að kenna sig jafnt við móður sem föður. Pablo hallaði sér fyrst að ættarnafni föður sins en þegar hann var sextán ára bætti hann við ættarnafni móður sinnar, Maríu Picasso. Og þegar stundir liðu varð Picasso-nafnið yfirsterk- ara enda hljómmeira og sjaldgæfara en þitt. Árið 1896 fluttist fjölskyld- an búferlum til Barcelona. Faðir Pablos tók við prófessorsembætti við Listaháskólann þar. Nú upphófst skemmtilegur timi fyrir drenginn. Hann naut þess í rikum mæli að eiga heima í stórri, litríkri og hávaðasamri borg. Hann hafði frá öndverðu sýnt góða hæfileika til að teikna og mála enda leið ekki á löngu, þar til hann þreytti inntöku- próf við Listaháskólann. Flestir um- sækjenda voru vanir að glíma við prófverkefnið í mánuð en Pablo varð ekki skotaskuld úr að leysa það á einum og sama deginum. Svipað afrek vann hann nokkru sið- ar við San-Fernando-skóIann i Madrid en honum leiddist dvölin í höfuðborginni og hvarf aftur til Barcelona. Barcelona — gamla höfuðborgin í Katalóníu — var ííflegasta borg Spánar í lok 19. aldar. Áhrifa spánsk-bandariska stríðsins gætti þar ekki eins mikið og í Madrid. Og sem mikil hafnar- og viðskipta- borg var hún næmari fyrir slögum umheimsins í menningarmálum og listum. Á kaffihúsinu Fjórir kett- ir — sátu ungir menn og ræddu mál- cfni dagsins af eldmóði. Við skulum beina athyglinni að fjórum þeirra: Manolo myndhöggvara, Sabartés skáldi, Ramón Casas og svo vitan- lega Pablo Picasso. Casas var sjálf- kjörinn leiðtogi þeirra félaganna og hátt yfir þá hafinn á marga lund. Hann var þroskaðri en hinir, betur heima i deiluefnum samtiðarinnar og gaf þar að auki út tímarit. Því hefur verið haldið fram, að Ramón Casas hafi haft mikil áhrif á Pablo um það leyti, sem hann stundaði hvað mest kaffihúsin í Barcelona og naut þess að vera ungur sveim- hugi í hjarta stórborgarinnar. Það skal ekki dregið í efa. Pablo var sextán ára um þessar mundir og efndi til fyrstu sýningarinnar af ótal mörgum. Menn tóku eftir henni og blöðin skrifuðu hlýlega um hana en enginn hreifst verulega með. Laust fyrir aldamótin sneri einn af beztu vinum Picassos aftur heim til ‘Spánar eftir skamma dvöl i Par- ísarborg. Hann hafði frá mörgu og skemmtilegu að segja. Gamlar fylk- ingar voru að riðlast á bökkum Signu en nýjar að myndast í þeirra stað. Nokkrir málarar, sem nánast hafði verið litið á sem óbetranlega sérvitringa, höfðu skyndilega tekið að vaxa i augum heimsins. Ungu Spánverjana þyrsti i að kynnast þessum hræringum i háborg list- anna og er farareyrir var fenginn héldu þeir af stað í stutta kynnis- för til Parísar. Á næstu árum var Picasso á stöðugu flakki yfir Pyr- eneafjöll. Það var eins og hann gæti ekki almennilega ráðið við sig hvorum megin þeirra hann ætti að búa. Loks settist hann að í Paris árið 1904. Heimili hans stóð uppi á Mont- martre-hæðinni í gömlu húsi innan um skrifstofumenn, þvottakonur og trúðá. Há og myndarleg kennslu- kona, Fernande Olivier, sem var ástkona hans í nokkur ár, hefur lýst honum þannig: Hann var lítill mað- ur, dökkur á húð og hár, þrekinn, órólegur i fasi, djúpeygur og snar- eygur. Hreyfingar hans voru stirð- legar, hendurnar eins og á konu, fötin ljót og snjáð. Þykkur gljáandi hárlubbinn lafði fram á ennið. Sam- kvæmt frásögn hennar voru Picasso og vinir hans ósviknir „bóhemar“ um tima. Þeir héngu á kaffihúsum allan liðlangan daginn og fóru stundum með ópum og óhljóðum um göturnar á nóttunni, gengu meira að segja svo langt einu sinni að hleypa af skammbyssu beint upp i loftið. Samdrykkjur voru tíðar en

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.