Vikan


Vikan - 02.02.1961, Page 13

Vikan - 02.02.1961, Page 13
Þriggja hæða sambyggingar, sem ritvélaverksmiðjurnar Olivetti í Tórínó á Ítalíu hafa byggt yfir starfsmenn við fyrirtækið, — sérlega avipfagrar byggingar í fallegu umhverfi. Sambyggingar lausn á erfiðu vandamáli Hús og húsbúnaður tJTÞENSLA borga hefur víða orðið vandamál, og við erum ekki alveg ókunnug því hér í Reykjavík. Það hefur leitt til skjótra vandræða að leyfa hverjum manii að reisa einbýlishús, og um það hefur verið talað, — ef till vill fremui í gamni en alvöru, — að Það hefði borgað sig fyrir Reykjavíkurbæ að reisa fok- heldar sambyggingar og gefa fólkinu, sem byggði Smáibúðahverfið. Hinar fyrstu sambyggingar hér hjá okkur höfðu á sér allmikil byrjendaein- kenni og voru líkari hlöðum eða stóreflis-skemmum en íbúðarhúsum mennskra manna. Svo stórstígar framfarir hafa orðið í þessum málum siðan, að beztu sambyggingarnar mundu sambærilegar þeim, sem góðar þykja erlendis. Sambyggingar frá þremur hæðum og allt upp i tuttugu hæðir hafa orð'.ð heppilegasta lausnin á íbúðabyggingum í borgum. Fagurfræðilega þykir betra að Framhald á bls. 35. O Útsýn yfir Hansahverfið í Berlín, þar sem 53 arkítektar frá ýmsum lönd- um spreyttu sig á sambyggingum og smærri húsum. Húsið næst á myndinni er eftir franskan arkitekt, handan við það sést í hús Finnans Alvars Aalto. Til hægri er „eldspýtustokkur“ Svíanna, og bak við það er annað sam- býlishús á V-mynduðum undirstöðum. Það er eftir hinn fræga franska arki- tekt Corbusier. Á grundinni milli húsanna eru tvö einbýlishús eftir Arne Jacobsen hinn danska, og fjær sjást háhýsi. Hansahverfið gamla var lagt gersamlega í rústir í stríðinu. A Þýzkt sambýlishús í einni af borgum Vestur-Þýzkalands. Svalirnar eru látnar ná alveg saman, og aðeins þunnir skil- veggir á milli. Kjallarinn er aðeins inndreginn. Ein af hinum nýrri sambygg- ^ ingum í Reykjavfk, KR-blokk- in svonefnda við Birkimel. Það gerir húsið sérkennilegt, að efsta hæðin er inndregin og þaksvipurinn er óvenjulegur. Húsið er svipfallegt að utan og íbúðirnar vel skipulagðar. Gísli Halldórsson arkitekt hef- ur teiknað. •<] Sextán hæða háhýsi úr stáli, steinsteypu og gleri. Hér er kapp- kostað að hafa alla gluggafleti jafna, en heildarsvipurinn er nokkuð kaldur og minnir á skýja- kljúfa f bandarískum borgum.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.