Vikan


Vikan - 02.02.1961, Side 23

Vikan - 02.02.1961, Side 23
Herbergiö mitt framtíðarstarfiö Fyrsta skilyröið til þess að fá skemmtilegan blæ á herbergið sitt, er að sjá um að hafa ekki of mikið inni í því. Niðurröðun húsgagna fer algjörlega eftir stærð herbergisins og því er nauðsynlegt að gera sér fulla grein fyrir hvað herbergið ber mikiö. Nú er það svo, að fæstir hafa stór herbergi til umráða, enda þurfa ungl- ingar sem búa heima hjá sér sjaldan að hafa allt sitt i herberginu sinu. Það má gera ráð fyrir því, að fjögur til fimm húsgögn eru að finna I hverju unglingsherbergi, nefnilega: Rúm, skrifborð, bókaskápur og skrif- borðsstóll. Ennfremur gæti um það verið að ræða, að inni væru hæg- indastóll, sófaborð og útvarpsborð. Svo hafa flestir auðvitaö teppi eða renning. Stúlkur myndu vafalaust líka hafa snyrtikom'móðu, ef þær geta komið þvi við. Flest herbergi, sem unglingar hafa eru um 7 til 10 fer- metrar og að gólfplássið ofhlaðist ef öll þessi húsgögn eru í herberginu, skyldi engan undra. Þess vegna er hentugast að reyna að fá húsgögn sem gegna fleiru en einu hlutverki og lika miða við það að nýta vegg- plássið. 1 næsta þætti ætlum við því að birta myndir af 7 til 8 fermetra her- bergi og sýna hvernig er hægt að nýta svo litið pláss. Núna látum við okkur nægja að sýna allra einföld- ustu niðurröðun í lítið herbergi. bréf Okkur heiur borizt bréf, sem ætti að leysa vanda þeirra sem vilja skrif- ast á við útlendinga. Ég var að lesa póstinn, nánar til- tekið bréfaskipti við útlönd. Og þar sem þú virtist ekki geta gefið full- nægjandi upplýsingar, vildi ég mega bæta úr því. 1 Finnlandi starfar bréfaklúbbur sem veitir hverjum sem er fullnægjandi úrlausn um allt sem viðkemur pennavinum. Vilji einhver njóta aðstoðar klúbbs þessa, sendir hann honum nafn sitt, heimilisfang og aldur og tilgreinir þau tungumál sem hann er fær um að skrifa, biður um pennavin frá ákveðnu landi ef hann vill. Greiðsla fyrir þjónustu þessa eru 2 alþjóðleg svarmerki, sem fást á öllum pósthúsum, fyrir hvern pennavin og skal panta a. m. k. 3 í einu. Tekið skal fram að ekki eru teknar til greina beiðnir eldra fólks en 25 ára. Utanáskriftin er: The International Youth Service, Turku, Finnland. Vil ég eindregið mæla með klúbbi þessum fyrir þá sem æskja pennavin. Einn hjálpsamur. Vikan kann einum hjálpsömum beztu þakkir fyrfr liðlegheitin og vonar að þessar upplýsingar komi að fullum notum. á rúntirium # skrítlur — Hvað heitir hann? — Gylfi. — Er hann Þá ekki fyrirmyndar- barn fyrst móðirin er svona vel að sér í barnauppeldi ? — Það þarf nú ekki að vera. — Nei, það er svo sem satt. En finnst þér ekki samt þú hafa betri aðstöðu gagnvart þínu barni, en mæð- ur sem þó hafa ekki beinlínis lært barnauppeldi ? — Jú, ég gæti trúað því. Annars er vont að segja um sllkt, ég vona bara að mér sé gagn að þvL Þetta er játajri i lagi. — Ég kom hingað til þess að stilla píanóið. — Nú, ég hef ekki sent eftir yður. — Nei, frú mín góð. Það gerðu nágrannar yðar. — Ef Shakespeare væri uppi núna, yrði litið á hann sem mjög eftirtekt- arverðan náunga. — Því skal ég trúa, hann væri þá 350 ára. Kalli í síma: — Lastu dánartil- kynninguna mína i blaðinu í morgun? Maggi: — Já, hvaðan talarðu? LAUSN: •^ui 90ji ’g -g8 S0x>i z S9 ‘9PH T — Það er þekking á umhverfi sinu, uppruna þess og þróun og öðru þvi varðandi. — Hvaða menntun þarf að vera fyrir hendi til þess að komast að þarna? Lífsreynslan uppmáluö. Dansi, dansi, dúkkan mín. Er ég ekki sœt? Jóhanna Bjarnadóttir heitir ung stúlka, sem gengið hefur þann veg mennta, sem okkur finnst allt of fá- ar stúlkur hafa þrætt. Hún er sem sé barnfóstra, en á þeim er mikill hörgull. Hvaða orsakir til þess liggja, að barnfóstrur gerast fáar miðað við þörf, er ekki gott að segja, en ætla mætti að vinnutími og kaup ráði þar einhverju. Og vitaskuld er þetta eril- söm vinna og þreytandi. — Hvernig stendur á því að þú gerðist barnfóstra, Jóhanna? — Ég vann á barnaheimili og mig langaði til að mennta mig eitthvað frekar, þvi menntun veitir öryggi. — Ekki finnst öllum menntun eftirsóknarverð, ef marka má þann fjölda af fólki, sem ekki hefur mennt- ast fram yfir gagnfræðapróf, þó það hafi kannski átt kost á því. Bn þú hefur þá gengið á einhvers konar skóla, er það ekki? — Jú, ég var á fósturskóla Sumar- gjafar tvo vetur og eitt sumar. — Nú já, það er kennt á sumrin lika. Hvað lærðurðu þarna? — Það var kennd uppeldisfræði, sálarfræði, Islenzka, danska og átt- hagafræði ... — Átthagafræði. Hvernig er því háttað ? Fyrir stuttu minntist þátturinn á, að til landsins væri von á þrem ind- verskum stúlkum um áramótin, en það stóðst nú ekki. Nú höfum við fengið óyggjandi sannanir fyrir því, að þær muni koma núna í febrúar í Storkklúbbinn. Þetta eru sem sagt indverskar dansmeyjar og sýna þær einhverja dansa, sem við kunnum ekki að nefna, en ætlum því frekar að sjá. Þær nefnast „Gulers Sisters" og verður i fylgd með þeim karl- maður, nokkurskonar umboðsmaður og lífvörður. — Einmitt. Og fleira? — Já, já. Okkur var kennd likams- og heilsufræði. Svo var kenndur söng- ur og gítarleikur. — Það er dálítið vit í því. Höfðuð þið ekki gaman að því að læra á gítar? — Jú, það var gaman. Vel á minnst, ég gleymdi alveg félagsfræð- inni. Gúlers Sisters — Gagnfræðapróf eða aðra hlið- stæða menntun. Jóhanna vinnur í Steinhlíð og þeg- ar við ætlum að mynda hana er hún með dreng í fanginu, sem réynist vera hennar eigið barn og það má segja að varla getur ung móðir fund- ið sér til betra starf en það, þar sem hún getur haft barnið sitt með. Það er náttúra blaðaljósmyndara að taka myndir hvenær sem er og hvernig sem viðrar. Nú langar okk- ur til að birta nokkrar myndir sem við tókum milli jóla og nýárs og líka á gamlárskvöldi. Eins og sjá má eru flestir glað- hlakkalegir, kannski ekki ástæða til annars. Einnig finnst okkur áber- andi hvað flestir eru vel og smekk- lega klæddir. Og stúlkurnar laglegar. Við máttum ekki vera að því að staldra við og tala við mannskapinn, enda finnst okkur myndirnar tala sinu máli. slcemmtikraftar ViKAN 23

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.