Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 02.02.1961, Qupperneq 27

Vikan - 02.02.1961, Qupperneq 27
VIKA1H Útgefandi: VIKAN H.F. Ritstjórl: Ofsli Slgurðsson (ábm.) Auglýsingastjóri: fjóhannes Jörundsson. Framkvæmdastjóri: Hilmar A. Kristjánsson. Rltstjórn og auglýsingar; Sklphoftl 33. Simar: 35320, 35321, 35322. Pósthólf 149. Afgrelðsls og drclílng: Blaðadreííing, Mlkiubraut 15, síml 15017. Verð 1 fausa- söfu kr. 15 Áskriftarverð er 200 kr. irs- þriöjungslega, grclðist fyrirfram. Prent- un: Hllmlr h.f. Myndamót: Rafgraf h.f. Þið fáið Vikuna í hverri viku / næsta blaði verður m. a.: 4 Frumsýning í Þjóðleikhúsinu. Myndir af frum- sýningargestum á óperunni Don Pasquale — tekn- ar í hléinu. 4 Spegillinn og ég. Snjöll smásaga eftir Guðnýju Sigurðardóttur. .... 4 Ný verðlaunakeppni: Frystikista og ísskápur í boði. 4 „Við styrkjum heldur óverðuga en neita þeim, sem þurfandi eru“. Sagt frá heimsókn til Vetrarhjálpar- innar. 4 Bölskyggn augu. Grein eftir dr. Matthías Jónas- son um svartsýni og bölskyggni. 4 Tvífararnir, hnittin smásaga um frægan kvikmynda- leikara og skrifstofumann, sem voru nákvæmlega eins. 4 Verða flugvellir úreltir? Sagt frá nýrri flugvél. 4 Grímubúningar. Heil opna með tuttugu myndum. 4 Hús og húsbúnaður: Fallegur og hentugur svefnsófi. !---------------------------------------------------------- fara að láta þann gamla fúskara, Ivobba Allisopp draga úr þér tönn! mælti vagnsmiðurinn og rétti Bill flöskuna, svo hann mætti hressa sig ögn við. — En nú skal ég sýna þér, hve mjúklega og sársaukalaust ég dreg tennur úr heiðursmönnum. Aðeins að gera svo vel að gapa andartak, Bill. Bill gapti og vagnsmiðurinn lirifs- , aði hálflausa tönnina með léttum ■ og litlum kipp. — Þarna sérðu, þú fannst varla fyrir því, eða varðstu kannski alls ekki var við það? Ef þig svo annars skyldi langa til að borga svolítið fyrir vikið, þá er ég stundum vanur ' að taka svo sem tíu dollara fyrir ■ svona tennur, Bill. i Bill dró upp tiu dollara seðil og ' lagði hann þegjandi og hljóðalaust á borðið. Síðan stakk hann sexhleyp- unni í belti sér og gekk út að grænu vængjahurðinni. En allt í einu sner- ist liann á hæli. — Vel á minnzt, mælti hann og leit beint i augu litla vagnsmiðs- ins. — Mér þætti sennilegt að þú hefðir gaman af að sjá hvernig við förum að því að skjóta, bræðurnir. Er ekki svo, þætti þér ekki gaman að því? Ekki held ég að ég sjái eftir þrem kúlum á svolitla sýningu, í þakklætisskyni fyrir handtakið. Jessi liróðir er bannsettur klaufi að skjóta, undireins og ögn af viský er hrokkið ofan í hann. Hann skýtur svo sem eins og svona. . . . Og Bill sendi kúlu framhjá vinstra eyranu á óttaslegnum vagnsmiðnum. . . . Ekki er Set bróðir minn betri. Þegar hann hefir fengið sér tiu dropa er höndin óðar orðin óstyrk. Þá skýtur hann eithvaði likt og þetta. . . Bill skaut og kúlan þaut hvínandi fast með hægra eyranu á vagnsmiðnum. . . . — En ég, ég þoli vel hvort heldur er eina flösku eða tvær, án þess að verða hið minnsta skjálfhentur. Bill þagnaði og miðaði nú i þriðja sinn. — Nú skal ég sýna þér hvernig ég skýt, minn kæri. vinur, Cliff Cart- wright! Vagnsmiðurinn lineig niður, með- vitundarlaus af skelfingu, en Bill Haggerty rak upp drynjandi hlátur, stakk sexhleypu sinni i beltið og hvarf út fyrir grænu vængjahurðina. ÞEGAR TÍMINN ER NAUMUR. Framhald af bls. 14. Norskar lummur. IV2 bolli hveiti, 3 matsk. sykur, 3 matsk. brætt smjör, 2 egg, 3 tesk. lyftiduft. Eggin eru þeytt með sykrinum. Hveiti og lyftidufti er blandað sam- an við. Smjörið er brætt og látið í síðast. Bakað á fitugri pönnu eins og venjulegar lummur. Bornar fram volgar með góðu mauki og þeyttum rjóma, einnig góðar með sírópi. Karamellukrem. 1 bolli sykur og 1 bolli rjómi. Sykurinn er brúnaður á pönnu, þar til froða hefur myndazt. Þá er rjómanum smáhellt saman við, hrært vel í á meðan. Þetta krem er gott að setja á milli kökubotna og ofan á tertur eða mótkökur, t.d. sódakökur eða sandkökur. 9 Hrútsmerkið (21. marz—20 apr.): Þér hefur ekki komið beint vel saman og einhverjum í fjölskyld- unni undanfarið, og hefur þetta viljað bitna á öðrum en þér sjálfum. Þú getur hæglega orðið til þess að koma á sættum. Láttu verða af því áður en það verð- um seinan. Þú munt þurfa að sinna áríðandi verkefni í vik- unni. Þú skalt ekki hika við að biðja um frí frá störfum í einn dag eða svo til þess að ljúka þessu verki. Nautsmerkið (21. apr.—21. maí): Þér hefur ekki orðið eins mikið úr verki og þú ætlaðir þér, og og er það líklega því að kenna, að þú ert búinn að missa trúna á sjálfan þig — alveg af ástæðulausu. Þú skalt vanda framkomu þína gagnvart konunni, sem þú kynntist .fyrir skemmstu. Hún gæti orðið þér að liði, fyrr en varir. TvíburamerkiÖ (22. maí—21. júní): Þú hefur verið með allóvenjulegt áform á prjónunum undanfarið, en stjörnurnar vilja ráðleggja þér að bíða með að binda endahnútinn á það. Ekki svo að skilja, að ekki sé rétt að hrinda hugmyndinni í framkvæmd, heldur er þetta ekki rétti tíminn til þess. Þú verður spurður álits varðandi mál, sem snertir þig og kunningja þína. Láttu ekki eigingirni ráða í því máli. Krabbamerkið (22. júní—23. júlí): Þetta verður á- hyggjulaus vika, og þú munt lifa margar ánægju- stundir. Gömul ósk þín rætist að nokkru, en nokkur bið verður á þvi að hún rætist að fullu. 1 sambandi við hjartans mál verður létt af Þér þungu fargi. Þú skalt aðeins varast að hlaupa ekki á þig um helgina, því að þá verður lögð fyrir þig slæm gildra. Þú forðast þessa gildru aðeins með hógværri framkomu. Ljónsmerkið (24. júlí—23. ág.): Þér hættir dálítið til þess að láta smávægileg glappaskot valda þér áhyggjum, og verður það til þess að þú nýtur ekki lífsins sem skyldi. Þú verður að gera þér ljóst, að öllum verða á glappaskot — við þvi er ekkert að gera. Líkur á skemmtilegu heimboði, líklega um helgina. Þá muntu kynnast nýrri hlið á þessum nýja kunningja þínum. Meyjarmerkið (24. ág.—23. sept.): Hætt er við að, ástvinur þinn komi heldur ósæmilega fram við þig —- að þér finnst. Ef þú rannsakar málið dálítið nánar, muntu komast að því, að þetta er allt vel meint. Þú munt kynnast einkennilegum manni um helgina. Varaðu þig á honum, því að hann er ekki allur þar sem hann er séður. Vogarmerkið (24. sept.—23. okt.): Þú munt eiga mjög annríkt í þessari viku, einkum þó utan vinnu- staðar. Nú mun þekking sú, sem þú hefur öðlazt vegna áhugamáls þíns, koma sér vel. Þú hefur kom- ið heldur illa fram gagnvart einum kunningja þín- um. Reyndu nú að sýna honum fram á, að þú vilt honum að- eins vel, því að hann er smátt og smátt að fjarlægjast Þig. Drekamerkið (24. okt.—22. nóv.): Vertu vel á verði gagnvart öllu því, sem endurtekur sig i vikunni. Ef þú sérð fram á, að eitthvert óþægilegt atvik, sem fyrir hefur komið áður í vikunni, ætlar að endur- taka sig, skaltu reyna að gera þér grein fyrir, hvað það var, sem olli þessu óþægilega atviki og forðast það þannig. Þú hefur slæma samvizku út af einhverju, en sannleikurinn er sá, að þú áttir ekki sök á þessu. Bogmaðurinn (23. nóv.—21. des.): 1 þessari viku skipta einkamál þín þig mestu, þvi að ekkert mark- vert mun gerast á vinnustað. Hinsvegar skaltu vera því viðbúinn, að eitthvað gerist í hjartans málum. Þú ert orðinn nokkuð óþolinmóður vegna bréfs eða skilaboða, sem þú átt von á, en nú rætist úr þessu. Trúgirni þín kom þér í klandur í fyrri viku, og nú skaltu varast, að sama endurtaki sig. Geitarmerkið (22. des.—20. jan.): Helgin verður skemmtilegasti hluti vikunnar, því að þá gerist margt af því, sem þig hefur lengi dreymt um. Á mánudag verður þú fyrir einhverjum vonbrigðum, en ekki skaltu samt örvænta. Líkur eru á stuttu ferðalagi, sem þér mun að líkindum finnast allt of stutt. Hættu nú að blekkja einn kunningja þinn, og vertu hreinskilinn, þó erfitt sé það. Heillatala 8. Vatnsberamerkið (21. jan.—19. feb.): Þú virðist hafa verið alltof viljugur til þess að sinna störfum annarra. Þetta er allt saman gott og blessað, en þú verður að varast að það komi ekki niður á þínum eigin störfum. Vinur þinn er í vanda staddur, og þykjast stjörnurnar sjá, að hann eigi allt undir góðri framkomu þinni. Föstudagur er dagur hinna ástföngnu. Fiskamerkiö (20. feb.—20. marz): Það gerist dálítið í vikunni, sem veldur þér miklum heilabrotum, og ekki leysist þessi mikla gáta fyrr en eftir nokkrar vikur. Þú og nokkrir kuriningjar þínir þurfið að sinna verki, sem þarf að Ijúka fyrir vissan tíma. Með þessu áframhaldi, ljúkið þið ekki verkinu á tilsettum tíma. Reynið þið nú að fórna meiri tíma í þetta, til þess að allt fari ekki út um þúfur

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.