Vikan - 02.02.1961, Qupperneq 33
ÞAR SEM HATRIÐ VEX.
Framhald af bls. 29.
fagnar barninu. Þeir vona, að fæð-
ing þess hafi í för með sér óbreytt
ástand á komandi árum.
Hitt er hreint aukaatriSi, þótt
nokkrir hrifnæmir Teheranbúar
fagni með þeim. ÞaS breytir engu
verulegu.
Þeir sem horft hafa á myndir frá
íran í blöSum og sjónvarpi, hafa ef
til vill veitt því eftirtekt, hve mikiS
ber á hermönnum i fjöldanum.
STÚDENTAR FLÝJA LAND.
Keisarinn hefir ednnig reynt aS
byggja skóla og sjúkrahús. HingaS til
hefir það litið bætt úr skák. Enn
eru 5 hundraðshlutar þjóðarinnar
hvorki læsir né skrifandi. Mjög há
hundraðstala þjóðarinnar, sem ekki
er þó vitað fyrir víst hver er, þjáist
af kynsjúkdómum. Á íran þar heims-
met, svo dapurlegt sejn frá er að
segja.
Langflestir þeirra stúdenta sem
efni hafa á að leita sér menntunar
erlendis, hika við að snúa heim, að
námi loknu. Hugsjónina um aS ger-
breyta íran, telja þeir vonlausa.
Einn þeirra hefir látið svo um
mælt:
— Bandarikjamenn hafa gefið
okkur fjóra milljarða króna síðan
stríðinu lauk. Olíulindir írans, sem
er fjórða mesta oliuland heims,
gefa af sér meir en einn milljarð á
ári. En allt hafnar þetta i vösum
auðmannanna. Keisarinn er velvilj-
aður, en vantar þrótt.
Svona litur sannleikurinn út. Hinn
nýfæddi prins hefir ekkS forðaS
páfuglshásætinu frá hruni. Fall þess
nálgast. Þetta barn verður aldrei
keisari í íran.
ÉG LEITA EKKI,
ÉG FINN.
Framhald af bls. 6.
jafnað litla Baskaþorpið, Guernicu,
viS jörðu. Tveim dögum siðar hóf
Picasso að mála griðarlega stóra
oliumynd og lauk við hana á ótrú-
lega skömmum tíma. Hann var al-
tekinn skelfingu atburðarins og
hlóð myndina andstyggð sinni á
grimmdaræði styrjalda og hvers
kyns kúgunar. Þeir, sem séð hafa
Guernicu, vita gjörla að hún er
■— Alveg einstakt lag, sem hann
hefur á því að ala upp börn.
.— Mér finnst alltaf þessi eld-
húslúga vera heldur í þrengra
lagi fyrir mig.
mestmegnis máluð í svörtum og
hvítum litum. En inni á milli þess-
ara póla hefur málarinn búið sér
til fléttur úr gráum, heldur fíngerð-
um pensilstrikum. Hann gleymdi
því ekki, jafnvel undir þessum
kringumstæðum, að létt, leikandi og
augðugt hugmyndaflug er og hefur
alltaf verið aðall listar hans. Samt
er það hin beinabera ófreskja
mannúðarleysisins, sem slær okk-
ur gegnum myndina, svo að við
skjálfum og nötrum lengi á eftir.
Þegar Frakkland féll og höfuð-
borg þess lenti i höndum Þjóðverja,
flúðu margir listamenn frá París.
Sumir komust á skip til Englands
og settust þar að, aðrir héldu ferð-
inni áfram vestur yfir hafið.
Picasso hélt kyrru fyrir í íbúð
sinni við Signu. Menn óttuðust um
líf hans, af því að hann hirti ekki
einu sinni um að „hverfa“ eins og
vinir hans í andspyrnuhreyfing-
unni. Þjóðverjar leyfðu honum qkki
að halda sýningar — enjétu hann
annars afskiptalausan. Á þessum
döpru dögum sökkti Picasso sér nið-
ur í vinnu sína eins og svo oft áð-
ur. Svo er að sjá sem hann hafi
málað bæði portrerttmyndir i göml-
um stíl og kröftugu stflfærðu mál-
verkin með breiðu útlínunum. Þeir,
sem komu 1 vinnustofuna í Paris
síðustu styrjaldarárin, eru nokkurn
veginn sammála um þetta atriði. Þó
voru síðarnefndu listaverkin i mikl-
um meirihluta eins og greinilega
kom í ljós á frelsissýningunni 1944.
Þar var Picasso skipað í heiðurs-
sæti með margar afburðafallegar og
sérkennilegar myndir, bæði málverk
og höggmyndir. Þessar höggmyndir
Picassos eru efni í kafla út af fyrir
sig. Sá kafli verður þó ekki ritaður
hér. Ég vildi aðeins vekja athygli
á þeirri staðreynd, að listamaður-
inn hafði ekki gefið sig jafn heils-
hugar að höggmyndalistinni siðan
á fyrstu árunum eftir 1939. Nú flutti
hann nokkrar myndir úr gömlu
vinnustofunni sinni i Boisgeloup
heim til Parisar, gerði við sumar
þeirra, breytti öðrum til muna og
bjó til allmargar nýjar. Hauskúpa
manns eða dýrs er afaráberandi í
myndum Picassos frá stríðsárunum.
Menn eru stundum að velta fyrir
sér orsök þess. Persónulega gæti ég
hugsað mér þá skýringu, að málar-
inn hafi ráðizt beint framan að
þessu ógnþrungna tákni dauðans,
til þess að losa sig við allar þungu
og kveljandi hugsanirnar, sem sóttu
á hann þegar nazistar voru að
murka lífið úr vinum hans, Gyðing-
unum i listamannastétt, — og mað-
urinn sjálfur var ekki túskildings
virði.
Síðan styrjöldinni lauk hefur
Picasso dvalizt langdvölum i Suður-
Frakklandi. Fyrstu níu árin bjó
hann i smábæjunum Antibes og
Vallauris á strönd Miðjarðarhafs,
en árið 1954 fluttist hann til Cannes,
ferðamannabæjarins alkunna, og
settist þar að ásamt konu sinni (eða
fylgikonu) Jaqueline Roque. Það er
mynd af henni, portrett eftir Pablo
Picasso, sem þið sjáið á forsíðu
blaðsins. Vafalaust verður Picasso
að sætta sig við það nú orðið að
vera opinber persóna. Og kannski
er honum það ekki ókært með öllu.
Einhvern veginn hef ég þó á til-
finningunni, að honum líði allra
bezt þegar hann fær að ganga til
vinnu sinnar sprækur að morgni og
vera smáskrítinn og kyndugur karl
með vinum sínum að kvöldi. -ár
vikan 33