Vikan


Vikan - 06.04.1961, Blaðsíða 21

Vikan - 06.04.1961, Blaðsíða 21
veitti því athygli, og ef til vill var þaS samvizku- bitið, sem hún fann vakna hjá sér, sem gerði að hún bætti enn við: „Og þú ... Þú ... Komin á þennan aldur .. . Þú ert hetjan við ljóshlifa- líminguna! Er ekki svo?“ Og hún benti á tvær hálfunnar ljóshlífar. „Ég fyrirbýð þér að tala þannig til mín,“ stundi vesalings konan. Dyrnar opnuðust, viðskiptavinur kom inn — eldri kona, sem vafði að sér kápunni eins og henni væri kalt. Mig langaði til að vita verðið á litla, gula lamp- anum í glugganum.” Móðirin þurrkaði sér í skyndi um augun og brosti í skyndi eins og við átti. „Sjálfsagt, madame. Viljið þér gera svo vel að benda mér á hann.“ Mic, sem á svipstundu var runnin öll reiði, gekk fram og aftur um búðargólfið á meðan þær brugðu sér út fyrir til að athuga lampann I glugganum. Allt í einu kom hún auga á hálfútdregna skúffu. Hún hikaði eitt andartak og skotraði augunum í átt að sýningarglugganum. Móðir hennar stóð fyrir utan rúðuna og ræddi við viðskiptavininn. Og Mic rétti út hendina, mjúkt og snöggt eins og köttur klóna — öidungis eins og þegar hún ýfði hár Bobs forðum — þreif peningaseðlana og stakk þeim á sig ... En þegar henni varð litið út að glugganum, sá hún að móðirin hafði veitt henni athygli, enda þótt hún væri að ræða við konuna um lampann. Hún stakk þvi seðlunum aftur í skúffuna og beið átekta. Konan kvaddi án þess að nokkuð yrði úr kaupunum, en lézt mundu koma aftur — ef til vill. Móðirin kom inn aftur, en forðaðist að líta framan í dóttur sína. Settist aftur fyrir innan búðarborðið. Það varð nokkur þögn. „Eftir hverju ertu að bíða,“ þusaði Mic, „fyrst Þú sást til min? Hvers vegna byrjarðu ekki um- svifalaust á prédikuninni?“ „Hvaða ástæða væri til þess?“ spurði ekkjan hógvært, „ég hef aldrei sagt neitt þótt ég yrði þess sama vör, en stæði þig ekki að verki.“ „Hvað meinarðu?" spurði Mic, undrandi og bú- in til varnar. „1 hvert skipti, sem þú kemur hingað," mælti ekkjan af sömu hógværð, „hverfa peningar úr skúffunni. Heldurðu svo sem að ég hafi ekki veitt því athygli? Jú, ég hef svo sem vitað það. En núna í dag . . .“ Það kom gráthreimur í röddina. „Þá er ég komin í þau vandræði ... ég segi þér satt, Mic, að ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að segja eða gera.“ Hún leit undan til þess að dóttir hennar sæi ekki tárin. Og Mic, sem var nú öllum vörnum þrotin, varpaði sér í fang henni. „Þú mátt ekki gráta, mamma; ekki gráta ...“ Nokkra stund þrýstu þær hvor ananrri að sér. Þótt einkennilegt mætti virðast var sem svipur dótturinnar bæri vott um meiri lífsreynslu en móðurinnar — dýpri og sárari hryggðar. „Ég veit að ég veld þér miklum áhyggjum," hvíslaði dótturin, „en ég get ekki að því gert. Vesalings mamma!“ Hún reri henni róandi til í sætinu. „Sökin er ekki þín, heldur min. Þú trúir enn á svo ótalmargt, sem er mér einskisvirði. Al- gerlega einskis virði.“ „Komdu heim aftur," mælti móðirin og það var bænarhreimur og von í röddinni. „Nei, mamma ... Þú verður að fyrirgefa mér það, en þess máttu ekki biðja mig! Gerðu það ekki marnrna!" „Ég skyldi láta þig í friði. Þú gætir verið al- gerlega frjáls. Leyft hverjum þeim að heimsækja þig, sem þú vildir,“ mælti hún hikandi. Mic brosti, þessu dula, þreytulega brosi. „Vinir mínir myndu ekki koma,“ sagði hún, eins og við sjálfa sig. „Þú mundir halda þeim frá. Þú ert alltof ástúðleg. Og þar að auki er allt hérna heima í slíkri röð og reglu. AUtof mik- ið öryggi ...“ „Hvað áttu við?" „Ekkert. Þú skilur það að minnsta kosti ekki.“ SJÖTTI KAFLI. Útvarpsspilarinn stóð á gólfinu, eins og alltaf. Hljómplöturnar lágu hingað og þangað í sínum marglitu og skrautlegu umslögum. Clo lá uppi á legubekk Mic í örmum pilts með mikinn úfinn hárlubba. Þau höfðust ekki að, kysstust ekki einu sinm eða horfðu hvort á ann- að. Störðu stórum augum út í bláinn, en safír- nálin hnitaði hvern hringinn eftir annan inn að miðju hljómplötunnar. Guy sat á gólfinu ,studdi höndum undir kinn, hlustaði annars hugar og starði án afláts á plöt- una. Lou sat skammt frá honum, virtist sofa og hafði kreppta hnefana. Herbergi Mic var of þröngt til þess að margt fólk kæmist þar fyrir. Mic sat sjálf á eina stóln- um, sem inni var; snyrti neglurnar og hlustaOi á Alain, sem lét hallast upp að vegg, reykti og tautaði eitthvað við sjálfan sig án þess að láta sig nokkru skipta hvort eftir orðum hans væri tekið. „Láta ekkert hafa áhrif á sig,“ tautaði hann. „Njðta alls, sem býðst ... Á meðan þess er kostur .. . Á meðan það er manni nautn. Hraðans .. . kvennanna ... vínsins ... Já, en láta lönd og leið þann heimskulega metnað að kaupa þetta fyrir peninga. Ekki að ánetjast þeirri bölvaðri heimsku að halda að maður verði að vinna ... Það er flisin, sem við rís. Hin svívirðilega blekking þjóð- félagsins ... Maður má ekki ánetjast . ..“ Hljómplötunni var lokið. „Settu á Gillespie-plötu," hvislaði Clo. „Nei.“ Það var pilturinn með úfna lubbann. „Hvers vegna ekki, Pierre?" spurði Clo og geispaði. „Leiktu sömu plötuna aftur. Endurtekningin svæfir mann." ..Hreyfðu þig ekki," mælti Clo ástúðlega. „Það fór svo vel um mig . ..“ Guy setti plötuna á aftur. Tónarnir voru hrein- ir og seiðandi í einfaldleik sínum. „Hann hefur Iög að mæla," tautaði Alain og drap í sígarettustubbnum. „Einskonar sefjun. Sama tónlistin, óhreyfanleikinn er eitt og sama. Það sem allt veltur á er að ekkert breytist. Að allt sé alltaf hið sama. Að komast í . . . leiðslu. Öhreyfanleikinn á lika sína hrynjandi . . . hrynj- andi endurtekningarinnar, sem veldur bvi að ásig- komulagið getur varað ... Undir þvi er allt kom- ið ... að það geti varað æ lengur, lengur .. .“ „Þangað til hvenær?" spurði Guy dálitið hranalega. ..Þangað til maður bindur endi á allt. saman, og gerir það þar með endalaust," svaraði Alain. „Er það ekki rétt, Mic?“ Mic reis á fætur og horfði út um gluggann. „Vissulega," svaraði hún með áherzlu. „Og þá eru öll vandamál okkar loks úr sögunni." Hún dró t.ialdið fyrir gluggann og sneri baki við honum. Dyrabjöllunni var hringt. Hún sneri sér að litlum spegli og lagfærði hár sitt I skyndi, en Alain hélt áfram. „Vandamál," sagði hann. „Þau eru sama eðlis og peningar eða hamingja. Slíkt kemur ekki til greina þegar sönnum þroska er náð.“ söfnuðinn inni fyrir, sem varð vart greindur fyrir sigarettureyk. Mic, sem virtist koma heimsókn hans mjög á óvart, beit á vörina. „Bróðir minn," svaraði hún. Viðbrögð hinna létu ekki á sér standa. Guy spratt á fætur, sparkaði í Lou og mælti: „Tími kominn til að forða sér.“ Alain stakk á sig sígarettupakkanum, þau Clo og lagsmaður hennar spruttu upp af legubekknum, flestum hraut blótsyrði af vörum. Guy tautaði eitthvað um það. að hann væri sjálfur búinn að fá meir en nóg af sinni eigin fjölskvldu. „Hefurðu ekki hvilt þig sæmilega?" spurði Mic um leið og hún kvaddi hann. Roger starði á flóttann og skildi ekki neitt i neinu Svo sneri hann sér að svstur sinni. „Halda þau að ég sé lögreglumaðnr. eða hvað?“ ..Þú hlýtur að geta skilið. að það er dálítið ó- bægilegt að sjá nátttrÖU birtast svona fyrirvara- 1aust," svaraði Mic og gat ekki að sér gert að brosa. ..Hvað segirðu?" „Nátttröll. Menn, sem eru komnir á fertugsald- ur. Þeir eru utangarðs “ Hópurinn hélt niður stigann og hrópaði: „Bless- bless!" og „Sjámumst aftur!" eða „Sæl á meðan!" Og svo hlógu bau og sungu. og þegar hundur einn tók að gjamma, hermdu þau óíjara eftir hon- um öll í kór, en konan, sem húsið átti, æpti skræk- um rðmi: „Hættið þið að stríða hundgreyinu!" Clo stóð enn á þröskuldinum, virti Roger fyrir sér og snaraði ekki tillitstöfrana. „Bróðir þinn." sagði hún við Mic. „er óvé- fengjanleg sönnun þess, að okkur ber að halla okknr meir að verkamannastéttinni." „Siáumst aftur í kvöld," flýtti Mic sér að segja. „Bless, -— þangað til." Og hópurinn hvarf á brott, syngjandi. æpandi og gjammandi og laut konunni, sem húsið átti, af vktri kurteisi. Roger ákvað að láta sem hánn veUti ekki athygli framferði þeirra og tók sér sætí á rekkiunni. ..Mamma var dálítið æst, þegar hún talaði við mig I símann," sagði hann. „Hvað er á seiði? Eruð þið ósáttar, eða hvað?" „Nei, nei, ekki get ég sagt það ... hún vill bara að ég komi heim aftur. Sama gamla sagan. En það kemur vitanlega ekki til mála." Það var barið að dyrum. Hann setti samstund- is upp þreytu- og vonleysissvip. „Hver er þar?" spurði hann. Enginn svaraði, en einhver opnaði hurðina og gekk inn. Mic sneri sér þannig af ásettu ráði, að hún gat séð hver það var, enda Þótt öll hin horfðu til dyra, undrandi og forvitin. „Hver er þetta?" spurði Clo. Það var ekki Bob, heldur Roger, sem á þrösk- uldinum stóð. Hann starði með undrunarsvip á Roger brosti og dró upp sigarettupakka. „Enn hve ég skil Þig,“ sagði hann. „Mamma er bezta kona, ekki vantar það, en það verður ekki með sanni sagt, að hún sé sérstaklega lífs- glöð. Þess vegna er það, að ég bý í gistihúsi. Og þó er það rottukytra, eins og þú veizt, enda er leigan lág, eða hitt þó heldur. En segðu mér nú eitt, fyrst ég geri mér það ómak að heimsækja þig ..." i ' ! Framhald í næsta blaði. „Segðu mér eitt <— þú hefur þó ekki lent í einhverju klandri? Til hvers ætlarðu að nota alla þessa peninga?" VIKAM 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.