Vikan


Vikan - 06.04.1961, Blaðsíða 14

Vikan - 06.04.1961, Blaðsíða 14
Útsýni frá Ásólfsstöðum til suðurs. Hekla og Búrfell í baksýn. ..AHYGGJURVERÐE Ásólfur á Ásólfsstöðum er fluttur til Reykja- vikur; fluttur á mölina eins og það er kallað. Hann hefur verið svo heppinn að fá góða at- vinnu og fallega ibúð og í rauninni leikur allt i lyndi hjá honum. Samt er einn hlutur, sem nagar hann og varnar þvi, að hann nái að skjóta rótum til fulls i nýju umhverfi. Það er búskap- urinn og jörðin, sem nú er i eyði. Þið kunnið að segja, að honum hefði verið nær að sitja sem fastast og erja sína jörð, en málið er ekki svo einfalt. Ásólfi var nauðugur einn kostur að bregða búskap af heilsufars- ástæðum, enda þótt hann væri þá enn maður á bezta aldri. Nú afgreiðir Ásólfur varahluti í bifreiðar á viðgerðaverkstæði Mjólkursamsölunnar. Þar er að vísu talsvert erilsamt en Ásólfsstaðabónd- anum finnst það rólegt samanborið við búskap- inn í Þjórsárdal og heilsa hans fer batnandi með hverju misseri. Ásólfsstaðir er falleg jörð, en miklir erfiðleikar eru því samfara að búa inni í Þjórsárdal og koma mjólk á markað dag- lega. Það gerir oft ófært við Gaukshöfða og Bringur þar sem vegurinn er nálega i einstigi meðfram Þjórsá; þá er leiðin löng, þegar þarf að moka sig áfram með skóflum og birtan hrekkur skammt til fararinnar í skammdeginu. En svipmót Þjórsárdalsins er annað og ólikt að sumarlagi. Bærinn stendur undir skógi vax- inni hlíð, sem hallar mót suðri og túnið teygir sig langt fram á eggsléttar grundir, en lengra gli,ttir í Þjórsá. Handan dalsins risa Búrfell og Hekla og útsýnið frá Ásólfsstöðum hefur Ásgrímur málari gert ódauðlegt með mörgum snilldarlegum málverkum. — Varstu skýrður eftir jörðinni, Ásólfur? —• Já, Páll faðir minn fæddist þar og bjó þar lengst af. Þó var hann um tíma hér í Reykja- vík og átti samkomuhús, sem nefnt var Fjala- kötturinn. Þar voru sýndar kvikmyndir og hann hafði talsverðan áhuga fyrir þvi að koma upp kvikmyndahúsi, en fékk ekki leyfi til þess og flutti austur aftur. Ég fæddist hér í Reykjavík, nánar tiltekið á Grettisgötu 8, en var aðeins sex vikna, þegar foreldrar mínir fluttust austur að Ásólfsstöðum. Það er rétt, að ég var skýrður eftir jörðinni og mér hefur raunar alltaf fund- izt að einmitt það byndi mig fastari böndum við hana. — Er það góð jörð, Ásólfsstaðir? — Já, ég held að það sé ekki hægt að segja annað. Hún er landstór og ræktunarskilyrði heima fyrir eru góð. Það gætu hæglega búið jiar fjórir bændur. Meðan ég bjó þar, var tvíbýli á Ásólfsstöðum; Stefán bróðir minn bjó á móti mér. Nú er hann þar einn eftir. Ég hef ekki getað fundið ábúanda í minn stað, enda betra að vanda valið, þegar um svo náið sambýli er að ræða eins og þar verður að vera. — Það er auðvitað eins gott að samkomu- lagið sé 1 lagi. Hvað voru búskaparár þín orðin mörg á Ásólfsstöðum? — Ég var búinn að vera þar sjálfstæður bóndi í sextán ár og ætlaðist sannarlega til þess að árin yrðu fleiri. Ég hafði menntað mig til þessa starfs; lauk prófi frá búnaðarskólanum á Hvanneyri og hafði aldrei ætlað mér annað en verða bóndi. — Þú sérð vafalaust marga kosti við það að vera bóndi? — Höfuðkostirnir finnst mér fólgnir í þvl, að maður er eigin húsbóndi. Jafnvel þótt vinn- an sé mikil og ströng, þá hefur maður það á tilfinningunni, að maður sé frjáls. Svo er gam- an að búa á fallegri jörð og sjá hana verða betri með hverju ári sem líður. — Hafðir þú líka ánægju af skepnunum? — Mér þótti vænt um allar skepnur. — Ég hef orðið var við það, að sumir bændur hugsa um skepnur sínar sem framleiðslutæki, en aðrir hafa ánægju af þeim, án þess að þeir setji afraksturinn beinlínis í samband. Hvernig var þitt viðhorf? — Það var nú fléttað saman hvorttveggja. Ég held, að ég hafi haft bæði sjónarmiðin í huga. —• Þú hefur búið með sauðfé og kýr að jöfnu? — Ég hallaði mér nú meir að mjólkurfram- leiðslunni eftir því sem árin liðu. Fjárpesíirnar komu í byrjun búskapar hjá mér og gerðu mjög erfitt fyrir um sauðfjárrækt. Það var alltaf markmiðið að fá mjólkurbílinn til að koma inn í Þjórsárdal og það náðist að lokum. Okkur fannst þægilegt að fá peninga mánaðarlega fyr- ir mjólkina. Þess vegna stefndi ég eindregið að aukningu á kúabúinu og var með 24 kýr, þegar við brugðum búi. — Var þá féð orðið fátt? —• Það voru 120 ær. — Og þér fannst þær ekki gefa eins góðan arð? — Nei, það fannst mér ekki og svo fannst mér það ókostur að fá afraksturinn aðeins einu sinni á ári. Það voru langar og erfiðar smala- mennskur á Ásólfsstöðum eins og á fjallajörð- um yfirleitt og mér fannst mun meiri erfiðleikar við féð. — Var ekki einhvern tíma hótel á Ásólfs- stöðum? — Jú, það er rétt. Páll faðir minn kom upp hóteli og rak það af talsverðum myndarskap. Þar voru rúm fyrir allmarga næturgesti og auk þess leigði hann út hesta. Svo tók ég við hótel- inu og rak það í níu ár samhliða búskapnum. Það byggðist allt á sumarmánuðunum og það var alltof stuttur tími. Annars gekk sæmilega framan af, en hugurinn hneygðist alltaf meira til búskaparins og ég lagði hótelið niður, þegar nýjar leiðir opnuðust um öræfin og svo virtist sem staðurinn kæmist úr tízku, að minnsta kosti í bili. — Bóndinn hefur sem sagt gengið ■ af vert- inum dauðum. — .Tá, það má kannske segja það. Ég hafði svolitla samvizku af því að leggja þessa starf- semi niður, sem faðir minn hafði komið upp og bundið vonir við, en ég held, að ég hafi bætt það upp með ræktuninni. Þegar ég byrjaði bú- skap, var túnið 10 hektarar, en nú er það milli 50 og 60. Þess ber að geta, að Stefán bróðir minn, sem býr þar nú, á líka þátt í þvi. — Ég skil, að það hlýtur að vera sárt að hverfa frá því. Það var heilsan, sem bilaði, eða hvað? — Já, hjartabilun eða kransæðastífla, nánar tiltekið. Það fór að örla fyrir því veturinn 1958 og svo leið ekki langur timi þar til ég yfirféll alveg. — Það er nú talað um margar orsakir fyrir þessum sjúkdóm, og meðal annars, að likam- lega áreynslu vanti. Varla hefur það átt við um þig? — Ég held það hafi fremur verið öfugt. Ég vann heldur illa; var einn með þetta stórt bú og langaði til að stækka það. Vinnudagurinn var bæði langur og strangur, en eina lausnin til að auka framleiðsluna var að vinna enn meira. Við þetta bættust samgönguerfiðleikarn- ir, sem gerðu okkur Þjórsárdalsbændum líi'ið sérlega eríitt. Ég var einmitt að fiytja mjólkina i ófærð, þegar ég fékk iyrsta kastið. Við fórum af stað ki. niu að morgni og höfðum jnjóikina á sieðum, en við urðum þá að iiytja hana fremst fram í Gnúpverjahrepp. Við komum heim aftur kl. fjögur nóttina eitir og aiian þennan tíma höfðum við staðið i snjómokstri í stöðugum skafrenningi. Þá iékk ég fyrst aðkenningu að þessu. — Betra hefði verið að heila lekanum niður en haía þessi ósköp iyrir að koma Jhonuin á markað. — Jú, það heiði sjálfsagt verið skynsamiegt,. i það skiptið að minnsta kosti, en þetta kom. hara nokkuð oit i'yrir og maður var kappsiull- ur. Við reyndum að láta mjóikina i'rá Asólis- stöðum aldrei vanta. — Hver sinnti gegningum heima fyrir, þeg- ar þið voruð i fiutningum allan daginn? — Það lenti auðvitað á konunni og börnun- um að hjarga þvi og var sannarlega ekki gott, en það voru einu úrræðin. —• Svo hefur þú séð, að ekki þýddi að halda áfram erfiðisvinnu. — Það var ákveðið læknisráð. Ég reyndi að þrjóskast, en það var alveg auðséð að hverju steí'ndi og ég vildi heldur hverfa alveg frá bú- skap heldur en hokra. Þá var tæpiega um annað að ræða en leita tii Reykjavikur, þar sem helzt mundi tækifæri að fá vinnu sem hentaði. — Var það ekki taisvert átak að yfirgefa jörðina og allt, sem þú hafðir gert þar? — Jú, við vorum rótgróin þarna og konan mín Ragnheiður Gestsdóttir er líka úr sömu sveit. Það var auðvitað erfitt að slíta sig frá öllu saman og hverfa úr íélagsskap við ágæta sveitunga. En á móti kom vonin um batann og satt að segja hef ég ekki ennþá gefið upp von- ina um það að geta horfið þangað aftur. Það kynni að vera, að upp yrðu fundin þau lyf, sem lagfærðu þennan kvilla og í þeirri von hef ég. haldið í jörðina. — Þú hefur þá ekki reynt að selja hana? — Nei, ég hef fengið tilboð i hana, en ekki'. látið hana lausa. Ég hef trú á iandbúnaði og það1 gæti verið að börnin okkar vildu búa þar siðar meir. Mér finnst eitthvert öryggi í því að eiga jörðina, en hef verið að láta mér detta í hug,. að kannski ætti ég að selja skóginn undir sum- arbústaði. Ég veit, að fjárhagsleg afkoma okkar yrði öll önnur, ef ég seldi, sérstaklega vegna þess að við höfum keypt þessa ibúð, en mér finnst það alveg bráðnauðsynlegt að hafa áhyggjur. — Er það gott fyrir þig að hafa miklar áhyggjur? — Það er kannski ekki rétt að kalla það áhyggjur, heldur umhugsun. Maður er vanur þessu úr búskapnum. Við keyptum ibúðina ekki strax eftir að við fluttum suður og vorum laus við fjárhagsáhyggjur. Nú stöndum við i basli 14 VIXAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.