Vikan - 06.04.1961, Blaðsíða 6
Sumir eru þannig gerCir, aC þeir framVvæma, .
þegar andinn er yfir þeim, og ég er ein þeirra.
En stundum kemur það fyrir, aC andinn kemur
yfir aðra en mig, og þá verð ég einungis að
framkvœma eftir beztu samvizku. Og þetta var
einmitt orsökin til þess, að við Hans urðum
ósátt. En hið undarlega var, að ástæðan til
árekstrarins var einmitt sú hin sama sem leiddl
okkur saman, — nefnilega vekjaraklukkan.
Dag nokkurn kom Hans Philips inn i úra-
verzlun hr. Engels, þar sem ég vann, og setti
vekjaraklukku sína í viðgerð. Herra Engel fór
með klukkuna inn á verkstæðið og athugaði
hana. Á meðan beygði Hans sig niður að búðar-
borðinu til þess að horfa á mig. Og ég gat hreint
og beint ekki staðizt bros þessa hávaxna, ljós-
hærða pilts með þennan fallega munn.
Ég veit ekki, hvað kom honum til að hlæja,
en það var skemmtilegur, dimmur, mildur hlát-
ur, eins og einhver væri að kitla hann í ili-
arnar.
Þegar hann náði í klukkuna næsta dag, bauð
hann mér i hádegisverð, og frá þeirri stundu
vissi ég, að hamingjusól min var risin. Hálfu
ári siðar giftist ég Hans Philips og uppgötvaði,
að þegar sólin reis upp, þá reis einnig Hans
Philips, og það var mjög snemma morguns.
Ég skildi það mætavel, að ætlazt var til, að
Hans kæmi manna fyrstur i vinnuna, vegna
þess að hann var nýr í fyrirtækinu, en að hann
kynni jafnframt vel við það, var ofar mínum
skilningi. !
Hans er einn af þeim, sem stekkur fram úr
rúminu, um leið og heyrist i vekjaraklukkunni. «...
Ég veiti mér þann munað að flytja fæturna yfir '
á hlýja staðinn, sem hann hefur nýlega yfir- i.^c,
gefið. Síðan opna ég vinstra augað ofurlítið og
lít á hann. Hann sveigir sig og teygir, blistrar
fjörugt og falskt, rennir upp gluggatjaldinu með
smelli, og birtan flæðir inn. Fyrir utan i eikar-
trénu syngja fuglarnir og fljúga í leit að morg-
unmat.
Ég hef innilega samúð með þeim vesalings
ormi, sem hefur farið snemma á fætur, hnipra
sjálfa mig undir sængina og loka vinstra aug-
anu aftur. Þá man ég skyndilega eftir þvi, að
það er heilög skylda sérhverrar húsmóður að
senda mann sinn af stað með kjarngóða máltíð
sem undirstöðu og brosandi andlit. Og þar með
er friðurinn úti, að því er mig varðar. „Fyrir-
myndarhúsmóðir,“ segir Hans, þegar hann er
búinn að troða í sig þessari kjarngóðu fæðu,
tekur mig í arma sína og bætir við: „og Marilyn
Monroe, nákvæmlega rétt blandað saman.“
Sannleikurinn er nú annars sá, að ég nota
tækifærið, þegar Hans heldur mér í örmum sín-
um, lygni aftur augunum og bæli niður í mér
geispann. Auðvitað gerði ég mér það ljóst, að
sannleikurinn mundi koma i ljós fyrr eða siðar,
en vildi gera mitt til þess, að það yrði sfðar.
Sérstaklega varð mér þetta ljóst, eftir að við
höfðum búið heima hjá foreldrum Hans nokkra
daga, þegar við vorum á leið heim eftir brúð-
kaupsferðina. Móðir Hans er smávaxin og er
það, sem kallað er eljusöm, — það er að segja
kona, sem er geislandi af krafti og starfsgleði
og fellur aldrei verk úr hendi. Orðið „seinna“
verkar á hana eins og vltamínsprauta, sem
heldur henni ávallt starfandi af fullum krafti. .
Þegar sama dag sem við komum leiddi hún
mig við hlið sér og sýndi mér allt þetta stóra
gamaldags hús, allt neðan frá kjallara og upp
í kvist. Hún sýndi mér vöggu Hans og fjöl-
skyldumyndirnar á veggnum yfir arninum. Allt
var þetta duglegt fólk með sterklega höku og
leit út eins og það hefði gefið sér bara eitt
augnablik til þess að sitja fyrir hjá ljósmynd-
aranum, svona rétt á meðan hesturinn hafði
verið járnaður eða meðan sultan var að sjóða.
Því næst benti hún á einhvers konar vegg-
teppi, sem hékk uppi á vegg I ramma bak við
gler. „Þetta saumaði ég sjálf, þegar ég var ný-
gift,“ sagði hún og las rauðu krosssaumsstafina
hátt: „Hvernig notar litla býflugan sérhverja
mínútu á daginn?“ Að vísu hafði ég aldrei eytt
tíma í að hugleiða, hvernig þessi duglega, litla
býfluga vann á daginn, en það hafði tengda-
móðir mín greinilega gert. Hún hafði svarið
reiðubúið í bláum krosssaum: „Morgunstund
gefur gull 1 mund.“
Þetta voru
Morgun
stund
gefur
mund
& VIKAN