Vikan


Vikan - 06.04.1961, Blaðsíða 25

Vikan - 06.04.1961, Blaðsíða 25
 4 « Hrútsmerkið (21. marz—20. apr.): Þú færð skemmti legt tilboð i þessari viku, og ráðleggja stjörnurnar þér að taka því, ef það felur ekki í sér allt of miklar fjárhættulegar skuldbindingar. Þú skalt ekki vera hræddur við að ráðast í eitthvað, sem þú hefur ekki fengizt við fyrri, þvi að reynsla Þín á öðrum svið- uni mun koma þér að miklum notum í þvi. Fimmtudagur er mikill heilladagur, einkum fyrir karla. Nautsmerkið (21. apr.—21. maí): Þú munt eignast nýja félaga í vikunni, en brátt muntu þó komast að þvi, að þið eigið lítið sameiginlegt, svo að hætt er við að slitni fljótt upp úr þeim kunningsskap. Amor verður mikið á ferðinni, einkum í hópi ungs fólks undir tvitugu. Þú skalt vara þig á því að leggja að nýju út í fyrirtækið, sem mistókst svo herfilega skömmu eftir ára- mótin. Heillatala kvenna 6, karla 4. Tvíburamerkið (22. maí—21. ,úní): Það gerist margt merkilegt í vikunni, einkum þó hvað einkalíf þitt snertir. Þú munt Þurfa að taka mikilvæga ákvörð- un. Vinur þinn gæti orðið þér að liði í því máli. Þú , , ska?£ Sæta mjög tungu þinnar þessa dagana, því að Þér er hætt við að opinbera leyndaxmál— líklega alveg óvænt • sem alls ekki má berast. Kvöldin verða mjög skemmtileg. BKrabbamerkið (.22. júni—23. júlí); Þú skalt umfram allt fara að öllu með gát í þessari vikunni. Það steðja að þér miklar freistingar, og ef þú lætur undan einkum einni þeirra, er hætt við að þú kom- ist í ljótt klandur. Heima við verður mikið rætt um einn fjölskyldumeðlim, sem veldur þér og fjölskyldu þinni talsverðum áhyggjum. Heillalitur grænleitt. Ljónsmerkið (24. júií—23. ág.): Vikan einkennist af hversdagslegum vandamálum, sem þú getur vafa- laust hæglega sigrazt á. Þú verður i óvenjulega góðu skapi í vikunni og hefur hæfileika til þess að gera þér mat úr litlu. Helgin verður óvenjuleg og skemmtileg. Sumir þeir, sem fæddir eru undir Ljónsmerkinu kynntust í þessari viku framtíðarmaka sínum. Meyjarmerkið (24. ág,—23. sept.): Þú hefur ekkif' f verið allskostar ánægður með lífið og tilverunaLÍ undanfarið, en nú fer loks að blása byrlega. Þú hefur lagt allhart að þér undanfarið, en nú gefst Þér tækifæri til þess að „slappa af“. Þú færð fréttir um helgina, sem þú útt bágt að að trúa — en sannar eru þær engu að siður. Heillatala blátt eða bláleitt. Vogarmerkið (24. sept,—23. okt.): Þú kynnist manni í vikunni, sem þér fellur einkar vel, og ættir þú að reyna að kynnast þessum manni betur, því að þið eigið afar vel saman. Það hefur borið nokkuð á ofund félaga þinna í þinn garð, og er það leitt, þvi að þinn hlutur er svo sem engu betri en þeirra, og mega þó allir vel við una. Þú skalt varast of mikið næturrölt í vikunni. Drekamerkið (24. okt,—22. nóv.): Þú færð að glima við skemmtilegt verkefni í vikunni, og virðist þú einkar hæfur til þess að leysa þetta verkefni. Þú virðist sinna bezta áhugamáli þínu allt of litið og leitt til þess að vita, því að þú lærir mikið á þessu ahugamáli þínu. Þú hefur stefnt að vissu marki undanfarið en orðið lítið úr verki, en nú virðist loks vera að komast skrið- urá málið. Heillatala 3. Bogmaðurinn (23. nóv,—21. les.): Gömul ósk þin virðist ætla að rætast í vikunni, en þó ekki til fulln- ustu fyrr en eftir svo sem tvær vikur. Atburður, sem gerist líklega um helgina, verður til þess að þú færð aukið sjálftraust og þorir nú að leggja út í það, sem þú hefur verið hræddur við undanfarið. Þú hefur lengi haft i hyggju að skipta um umhverfi, og nú er tækifærið. Geitarmerkið (22. des.—20. jan.): Það gerist margt merkilegt í þessari viku, og í heild verður vikan ánægjuleg. Þó gæti hugsunarleysi þitt gagnvart ein- um vina þinna orðið til þess að varpa einhverjum skugga á helgina. Þú ferð i skemmtilegt samkvæmi i vikunni. Þú virðist vera orðinn einum of vanafastur. Reyndu að finna þér ný verkefni til þess að glíma við. Vatnsberamerkið (21. jan.—19. febr.): Það verður lítið lesið úr stjörnunum um þessa viku, líklega vegna þess að vikan býður ekki upp á neina ný- breytni og verður að líkindum mjög svipuð síðustu viku. Þó virðist sem svo, að þeir, sem listgáfu eru gæddir fái að njóta sin einhvern tíma í vikunni, og það svo um munar. Heilladagur vikunnar virðist vera mánudagur. Fiskamerkið (20. febr.—20. marz): Þú skalt ekki ráðast í nein stórvirki í vikunni, einkum ekki ef þú verður að binda þig. Föstudagur verður sá dagur vikunnar, sem skiptir þig mestu. Þá gæti gerzt at- burður, sem snertir mjög framtið þína. Stjörnurnar vilja benda Þér á, að það sé svo sem ágætt að vera ánægður með sjálfan sig, en sífellt gort er öllum til ama.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.